This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Svanur Daníelsson 18 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Fjallabellir fóru í jómfrúarferð um helgina. Planið var að fara landmannalaugar-jökulheima(gista)-nýjadal(gista) en vegna færðar, veðurs og óhappa var farið í bæinn um hádegi á laugardegi. Bíllinn hjá mér fór í gegnum ís og tók um 6 tíma að ná honum upp og eitthvað brotnaði við átökina (sjá myndir á http://www.fjallabellir.com). Mér þætti fróðlegt að vita hvað menn halda að sé brotið ef ég lýsi aðstæðum. Þannig er að ég var dreginn með slyskjur undir báðum framhjólum og ætlaði að keyra með drættinum þá í afturdrifinu. En þegar ég tók af stað þá var eins og öll hjól vildu snúast og miklir smellir heyrðust(ath að ég var búinn að taka lokurnar af). svo eftir þetta komu miklir smellir og brestir ef ég reyndi að keyra í 4×4 og svo ef ég bakka, bæði í 4×4 og 4×2 en ef ég keyri áfram í 4×2 þá er ekkert að og þannig kom ég bílnum í bæinn eins og ekkert hafi í skorist.
Hvað hafa spekingar um þetta mál að segja?
You must be logged in to reply to this topic.