FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Alvöru ferð.

by Hlynur Snæland Lárusson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Alvöru ferð.

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Eiður Ragnarsson Eiður Ragnarsson 20 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.09.2004 at 18:38 #194631
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant

    http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=15289&albumid=865&collectionid=2333&offset=0

    Á þessari mynd frá Ásgeiri gúrku má sjá einn af snjóköttunum sem voru í suðurskautsleiðangri Vivian Fuchs, en hann stóð fyrir leiðangri sem ók yfir suðurskautið með viðkomu á suðurpólnum. Edmund Hillary fór fyrir flokki manna sem átti að koma á móti Vivian og setja upp byrgðarstöðvar fyrir hann frá Ross íshelluni að pólnum, en hann skaut Vivan ref fyrir rass og keyrði á pólin á undan Vivian á Ferguson landbúnaðartæki á beltum. Vivian var 98 daga á ferðinni yfir suðurskautið og ók 3437km á þessum dögum. Það er til bók um þetta ferðalag sem heitir Hjarn og heiðmyrkur, og er skemmtileg lesning.

    Hlynur

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 13.09.2004 at 19:20 #505722
    Profile photo of Birkir Rútsson
    Birkir Rútsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 135

    Það sem ég hugsaði við að sjá þessa mynd var tvennt. Hvað ætli bílstjórinn hafi sagt eða hrópað þegar hann keyrði í þessa líka risa sprungu/svelg?
    Og hvernig í helvítinu fóru þær að ná honum upp? Ekki eins og þú setur bara í bakk.

    Ætli það sé hægt að nálgast þessa bók af leiðangrinum á bókasafni?

    kv





    13.09.2004 at 19:27 #505724
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Ég fann þessa mynd bara á vafri um netið án þess að vita nokkuð sögulegt gildi hennar…ég þakka þér Hlynur fyrir að koma því á hreint og fræða þá lítt fræddu 😉

    kv, Ásgeir





    13.09.2004 at 21:42 #505726
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Einhvern tíman heyrði ég nokkuð magnaða sögu af hjálparsveitar Liner sem lenti í svipuðu, hékk nánast á stuðurunum beggja megin á sprungubrún. Til að ná honum burtu þurfti að ná í langa fleka, tjakka bílinn upp sitt hvoru megin og smeygja flekunum undir hjólin. Önnur svipuð saga er þegar Reynir og Stína í Fjallasport hengu á skóflunni sem fest var á toppinn á Willisnum, en þá sögu geta menn séð í Farinu, afmælisritinu okkar (fæst á skrifstofu klúbbsins á fimmtudagskvöldum!!!)

    Kv – Skúli





    13.09.2004 at 22:53 #505728
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    Þessa mynd sá ég í bók sem var í stóra skálanum inní jökulheimum í skála jöklarannsóknarfélagsins, þetta var hin fínasta bók allavega myndalega séð en ég las hana ekki þar sem við stoppuðum stutt, man ekki hvað hún hét en við einmitt stöldruðum við þessa mynd … hún er svakaleg





    13.09.2004 at 23:01 #505730
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    hvernig ætli þeir hafi náð græjunni burt?





    14.09.2004 at 08:59 #505732
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Hefur einhver séð þetta ágæta farartæki eftir að þessi mynd var tekin? Ekki vera svo viss umm að farartækinu hefur verið komið til byggða. Farartækið hvílir kannski lúin bein á botni sprungu.

    Svartsýniskveðjur
    Elvar





    14.09.2004 at 11:20 #505734
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Reyndar var það þannig að flest eða öll tækin voru skilin eftir á suðurskautinu þegar ferðin var búinn. Ferguson dráttavélarnar sem Hillary leiddi á suðurpólin voru skyldar eftir þar, eins fór Vivian með nokkuð mörg tæki af stað sem voru skilin eftir hér og þar á suðurskautinu. Það tapaðist ekki neitt tæki í sprungu, en það tók trúlega dag að ná snjóketti úr svona sprungu.

    Hlynur





    14.09.2004 at 11:53 #505736
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Mér var sagt það fyrir ca 15 árum, að bandaríski vísindasjóðurinn (NSF) ætti a.m.k eina stóra jarðýtu í sprungu eitthversstaðar á Suðurskautslandinu.

    -Einar





    14.09.2004 at 13:01 #505738
    Profile photo of Eiður Ragnarsson
    Eiður Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 315

    Sælir félagar

    Á heimasíðu Björgunarsveitarinnar Héraðs á Egilsstöðum (egilsstadir.is/bjorgunarsveit) má sjá myndir af snjóbíl Sveins Sigurbjarnarsonar á Eskifirði, hangandi yfir sprungu við svipaðar aðstæður.

    kv
    Eiður





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.