This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Þór Hafsteinsson 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.03.2006 at 15:31 #197443
Var að spá í hvaða áhrif álver á Bakka við Húsavík hefði. Verður ekki allt Þeistareykjasvæðið undirlagt?
og þá skálinn þar væntanlega ekki vænlegur kostur ?
Dugar jarðvarminn þarna á svæðinu?
Ætla þeir að virkja meira í nágreninu?
Skjálfandafljót?
Bara svona að spá
Kveðja Lella -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.03.2006 at 15:53 #545222
Sennilega verður skálinn ekki skemmtilegur gististaður þegar framkvæmdir verða komnar á fullt. Hefur í rauninni verið frekar fráhrindandi staður frá því að tilraunaboranir hófust á svæðinu fyrir nokkrum árum. Eins er ekki mikið næði þarna a.m.k. ekki á meðan holurnar hafa verið látnar blása.
02.03.2006 at 06:47 #545224Það er verið að tala um álver sem framleiðir 250 000 tonn á ári. Slíkt álver þarf ríflega 400 MW afl. Í [url=http://www.landvernd.is/natturuafl/skyrsla/index.html:24lfat6x]rammaáætlun fyrir nýtingu vatnsafls og jarðvarma[/url:24lfat6x] fjallað um fjögur hugsanleg vinnslusvæði fyrir jarðhita í Þingeyjarsýslum, Þeystareyki, Leirhnjúk, Vestursvæði við Kröflu og Bjarnaflag. Í skýrslunni er miðað við að hægt sé virkja 100 MW á hverju þessara svæða, nema Bjarnaflagi, þar sem gert er ráð fyrir 67 MW. Í tvö þessara svæða hefur ekkert verið borað, við Þeystareyki hafa verið gerðar tilraunaboranir en við Bjarnaflag er komin áratuga reynsla af nýtingu. Því eru þessar tölur mjög óvissar. Í rammaáætluninni er ein vatnsaflsvirkjun í Þingeyjarsýslum, Hrafnabjargavirkjun, sem gefur um 90 MW. Ef af henni verður mun Réttartorfa og nágrenni verða á botni 26 ferkílómetra lóns sem nær suður að Ytri Lambá. Aldeyjarfoss verður þurrkaður.
-Einar
02.03.2006 at 10:12 #545226Þar sem ég hef nú spurnir af því að hér fari Húsvíkingar um þá væri gaman að heyra þeirra álit á þessu. Nú heyrir maður í fréttum að skv. könnunum landsvirkjunnar séu menn hlinntir álveri á þessum slóðum en síðan þegar talað er við menn á svæðinu er almenn óánægja. Svolítið ruglandi, ekki satt? Húsvíkingar, látið ljós ykkar skína!!!
Kv. Davíð
02.03.2006 at 12:29 #545228ef rétt reynist hjá Einari eik að það þurfi að virkj Skjálfandafljót til þess að fá næga orku, þá held ég að það sé að fara af stað stórstríð við umhverfissinna þegar þeir átta sig á því að fórna verður Aldeyjarfossi og fornmynjum í kringum Réttartorfu sem nánast ekkert hafa verið rannsakaðar.
02.03.2006 at 12:35 #545230Þeir hafa nú verið að lýsa því yfir að þetta álver eigi að keyra eingögnu á gufu.
Kv
Rúnar.
02.03.2006 at 12:40 #545232Þá verða þeir að halda sig við litið og nett álver, en svo er bara spurningin hvort menn vilji ekki stækka álverið og beri fyrir sig hagkvæmisjónarmiðum. Allavega ætti Elli að doka við með frekari framkvæmdir við Ellalaug
02.03.2006 at 13:04 #545234Ég hélt að þeir hefðu sagt að þetta yrðu að mestu leyti keyrt á gufu, kennski hefur einhver sagt eingöngu, en þá hefur það farið fram hjá mér. Annars er sáralítið vitað um það hverstu aðvelt er að ná þeirri gufu sem þeir vilja fá. Leirhnjukur er eitt þerra svæða sem er í rammaáætluninni, það er miðpunktur eldvirkninar á Kröflusvæðinu og þar rétt hjá er svæði sem ennþá er ónýtt til okruvinnslu vegna kvikugasa. Annars heyrði ég fréttunum áðan að Alcoa vildi helst fara í 350 þúsund tonn á ári, sem er sama stærð og í Reyðarfirði.
Annars er það teiganlegt hvæð hægt er taka mikið afl úr jarðhitavirkjunum, gufuvinnslan veldur því að þrýstingur og hitastig falla. Í hönnunarforsendum er ekki miðað við gufan endist lengur en afskriftartíma mannvirkja (30 ár). Og svo stendur álkerlingin fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og talar um sjálfbærar og og endurnýtanlegar orkulindir! Það tekur þó eitthver árhundruð áður en Hálslón fyllist af drullu.
-Einar
02.03.2006 at 14:23 #545236Það stendur í samningnum að notast verði að mestu við "umhverfisvæna" gufuaflsvirkjun til að knýja álverið. Þar með er það gefið að farið verður í árnar, þá Skjálfandafljót eðs Jökusá á Fjöllum.
Merkilegt er þó hvað þessi umræða einskorðast við Reykvíkinga!
Kv. Davíð
02.03.2006 at 15:51 #545238Ja það er eðlilegt að það heyrist lítið í norðlendingum varðandi þetta – enda sjálfsagt flestir enþá í skýjunum yfir þessari ákvörðun um að fara í útreikninga á hagkvæmni
Enda hefur það nú í gegnum tíðina verið þannig að háværustu umhverfissinnarnir búa á hundraðogeitthvað eða í útlöndum og fara sjaldan út fyrir sín svæði – nema ef væri til að tjalda við Kárahnjúka…
Það er helst núna á allra síðustu tímum að fleiri hafa farið að láta þessi mál til sín taka – sem er vissulega jákvætt…
En voru Svíjar ekki annars að finna upp "nýja" og mun hagkvæmari aðferð til að virkja sjávarföllin en áður hefur þekkst…. Þannig að kannski getum við fengið að halda eitthvað aðeins lengur í lækina þarna fyrir norðan….
Annars var ég svo sem farinn að spá í að fá mér bát og sigla bara um hálendið á næstu árum…
Benni
02.03.2006 at 15:51 #545240Ég skil ekki af hverju pósturinn minn kom tvisvar……
02.03.2006 at 17:08 #545242Dýr eru landsbyggðaatkvæðin. Hefði þetta gerst ef landið væri eitt kjördæmi?
-haffi
02.03.2006 at 18:02 #545244Já, ætli þú hafir ekki átt við mig Davíð minn. Ég er vissulega húsvíkingur. Reyndar er ég nú í höfuðstaðnum að nema verkfræði, en ég hef spurnir að því að flestir séu jafn ánægðir með þetta og ég. Reyndar veit ég persónulega bara um einn húsvíking sem er ekki hlyntur þessu.
Varðandi Þeystareykjasvæðið, þá finnst mér því alveg fórnandi fyrir öll þau störf sem svona verksmiðju fylgja. Þetta svæði er nú vissulega eitthvað notað af okkur jeppamönnum, og hestamönnum á sumrin. En ég veit ekki hvað er langt síðan 4×4 menn frá Húsavík gistu í skálanum. Böggar mig allavega ekki að þurfa að keyra við hliðina á vegi þegar ég er að jeppast þarna. Maður fer hvort sem er alltaf upp í Hnjúkanna og svo beint strik uppá Bungu. Og þetta eru nú bara svona eftirvinnu túrar
En þetta verður vissulega mjög gott fyrir svæðið, talað er um að þetta gæti aukið íbúafjölda Húsavíkur um 700, því þessum nokkru störf í álverinu sjálfu fylgja helling af örðum störfum, ss. sjúkrahúsið, verslanir, skólar og fl.
Þetta verður líka til þess að ungt menntað fólk frá Húsavík getur frekar fengið vinnu heima hjá sér, en það er nokkuð almennt að fólk sem fer frá þessu svæði til að mennta sig er til í að flytja aftur norður að námi loknu. En því miður er lítið um vinnu fyrir háskólamenntað fólk á þessu svæði. En álveri, virkjunum og tilheyrandi fylgja alveg hellingur af áhugaverðum störfum fyrir menntað fólk.
Allavega kem ég til með að flytja aftur heim að námi loknu ef ég fæ vinnu sem hæfir menntun minni.
En hins vegar þætti mér verra ef þeir fara að virkja Fljótið. Reyndar finnst mér það ekki líktlegt að þess þurfi, miðað við alla þá orku sem er að finna í jörðinni á þessu svæði. Ég tala nú ekki um ef okkur tekst að bora svolítið dýpra og ná upp enn heitari gufu.
En svona í lokinn, þá finnst mér fáráðlegt að fara að stækka álverin hérna á höfuðborgarsvæðinu, nóg er nú af fólkinu og mengunni hér. Og ég get ekki séð að það sé erfitt að fá vinnu á höfuðborgarsvæðinu, allavega hef ég getað valið úr 2-3 stöðum þegar ég hef verið að leita að vinnu.
02.03.2006 at 21:26 #545246Hvaðan eiga þessir 700 manns að koma ? Líklega þarftu að fara bæta við þig Pólsku núna Baldur.
Góðar stundir
02.03.2006 at 21:57 #545248Á Húsavík gleðjast menn vegna álversumræðu og hækkandi fasteignaverðs, geta þá loksins flutt suður og hitt frændur og frænkur að austan sem seldu húsin sín síðasta vor og keyptu í Reykjavík eða jafnvel í Hafnarfirði með útsýni yfir Straumsvík.
Ég hef mestar áhyggjur af því að ef álverð lækkar og þessum nýju álverum verður lokað þá endar Ísland eins og stálbræðslubær í USA
kv
SIGGI
02.03.2006 at 22:01 #545250Hlynur minn, það má örugglega smala saman þeim sem voru að vinna í rækjunni, parket verksmiðjunni, kíselduftinu og víðar, ekki eru þeir að vinna á svæðinu núna. Svo flytja ungu menntamennirnir sem ég var að tala um aftur heim, með maka og börn. Það verður nefnilega að taka inn í dæmið að börn og heimavinnandi húsmæður teljast víst líka með sem íbúar.
En þessi tala 700 var nú bara eitthvað sem ég las einhvers staðar, ekki heilög tala fyrir mér, og sennilega var þetta allt að 700. Allavega hefur fækkað um nokkur hundruð þarna frá því að ég man eftir mér. 10 árgangar af grunnskólanemum sem flytja burt eftir menntaskóla eða þegar þeir misstu vinnuna í rækjunni eru nú bara hátt í 400-500 manns fyrir utan maka og börn. Og ég er viss um að stór hluti þess fólks væri til í að flytja aftur HEIM. Allavega flest allir sem ég hef talað við um að flytja aftur heim 😉
02.03.2006 at 22:55 #545252Nokkur atriði sem taka má fram:
1. Það er ekki álver eða eitthvað annað. Þetta er erlend frjárfesting í álveri. Á móti því kemur minniháttar innlend fjárfesting og að mestu erlend lán í orkuverum. Innlendur verkþáttur í venjulegu orkuveri er seinnilega 1/3 og trúlega eitthvað svipað í álversbyggingu.
2. Við búum á eldfjalaeyju á Atlantshafshryggnum. Jarðhitasvæðin endurnyja sig því. Meðan jarðhitasvæðin eru skynsamlega nýtt (eins og gert hefur verið hingað til) og menn geta sæst á útlit og umfang bygginga á yfirborði lands þá er akkúrat ekki verið að skemma neitt eða klára einhverja auðlindir sem betur væru nýttar seinna örðru vísi.
3. Það er ekki verið að taka orkuna frá örðum vaxtatækifærum. Í dag er orka til stjóriðju um 67% af framleiðslunni og verður á næstu 10 árum um 83%. Einhver breyting í smáiðnaði, aukin túrismi og jafnvel vetnisvæðing farartækja skipti litlu sem engu máli í orkuöflunni.
4. Við erum 300.000 íbúar eða einn af hvejrum 20.000 jarðarbúum er íslendingur! Við erum hinsvegar að verða 10 stærsti framleiðandi áls í heiminum þannig að eitt af hverjum 100 kg. af áli sem framleitt er í heiminum verður framleitt hér.
5. Við erum í svipaðri stöðu sem fiskútflytjendur, við getum ekki étið allan þann fisk sem við veiðum heldur seljum við hann of flytjum inn í staðinn m.a. jeppa og díslolíu. Við eigum að sama skapi miklar auðlindir í orku sem við getum ekki nýtt sjálf (með auðlindir fyrir a.m.k. 6 milljón manna þjóð) heldur flytjum við hana út sem efnaorku (ál).
6. Reiknaður líftími álvera og orkusölusamningar er um 20 ár. Efvið eftir 20 ár höfum fullt að öðrum góðum hugmyndum sem gefa okkur meira fyrir orkuna þá bara gerum við það. Slíkt hefur verið að gerast í Þýskalandi og á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar erum við að tala um 80 milljón manna þjóð eða 240x fleirri íbúar í 3,5X stærra landi en Ísland. Kannski verur það raunveruleikinn eftir 20-30 ár þá förum við þá bara í sömu átt.
7. Flestir hagfræingar sem kvarta undan ruðningsáhrifum benda ekki á álverin heldur aðgeralaysi stjónrvalda og mistækar aðgerðir eins hækkun húsnæðislána á röngum tíma
l.
02.03.2006 at 23:03 #545254Ekki gleyma því að við, ég og þú erum að fjárfesta í orkuöfluninni, og jafnvel niðurgreiða orkuna.
-haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.