This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 18 years ago.
-
Topic
-
Nú í kvölfréttum sjónvarps segir Árni Bragason, forstöðumaður náttúrverdar og útvistasviðs Umhverfisstofnunar, að verði að setja lög um verndun steintegunda, svo óprútnir ferðalangar geti ekki tekið steinvölu með sér heim.
Árna væri betur að líta sér nær, því hann veitti heimild fyrir töku á 50 tonnum af hrafntinnu til að setja utan á Þjóðleikhúsið.
Einnig var veitt heimild fyrir utanvegaakstur, á þessu friðlýsta svæði við Hrafntinnusker, á fjórhjólum og sett ströng skilirði fyrir vöruflutningabíla að þer mættu aðeins keyra á svæðið á þeim slóða sem hann kærði Hlyn fyrir utanvegaakstur á.
Einnig veitti hann heimild fyrir því að stór hrafntinnusteinn á dómadalsleið, sem þekktur fyrir glæsileika, var lánaður á sýningu í Feneyjum, með því skilirði að honum yrði skilað. Þetta felur í sér utanvegaakstur á stórum vörubíl og svo eru miklar líkur að steinninn molni við þetta rask.
Nær væri að friða hálendið fyrir svona mönnum í stað þess að setja lög á allan almenning.
You must be logged in to reply to this topic.