Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Alveg brjálaður
This topic contains 116 replies, has 1 voice, and was last updated by Heiðar S. Engilbertsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2007 at 19:16 #199584
Sáuð þið fréttir á stöð 1 áðan, við vissum að menn væru að skoða það að búa til nýjan kjalveg EN AÐ RUKKA 2000 KALL í vegtoll URRRRRR!
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.02.2007 at 00:06 #579054
Bjarni Harðarsson sá ágæti maður, skipar annað sætið á lista framsóknarflokksins á suðurlandi. Bjarni hefur haf sig mjög í frammi í umhverfismálum og oft bent á ýmislegt sem miður fer í nánast umhverfi okkar. Þar mætti t,d nefnd það að verið er að moka Ingólfsfjalli burt smátt og smátt. Ég gæti kannski verið sammála honum en einhvernvegin hef ég vilja fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Þ.a.s ég hef viljað fórna Reykjarnesinu og nágrenni til þess að við fáum frekar frið með hálendið. Því er ég mjög sáttur við virkjanir á Reykjarnesi, ég er einnig ánægður með væntanlegar virkjanir við neðanverða Þjórsá. Svona einhvernvegin, einhverstaðar verður vondur að vera og þá er gott að hafa hann þar sem hann veldur sem minnstum skaðanum. Enda er Reykjarnes í mínum huga, eitt stórt athafnarsvæði. Og ég sé fyrir mér að eftir 50 ár verður vart lófastór blettur á Reykjarnesinu óhreyfður af mannanna höndum. Bjarni Harðarsson er hinsvegar á þeirri línu að það sé ekkert tiltöku mál að byggja hálendisvegi og í raun bara smá mál. Eitthvað sem nánast ætti að leifa uppsveitarmönnum á suðurlandi að græja, svo þeir geti skotist norður á skömmum tíma ef þeir eiga erindi. Bjarna finnst sem sé að það sé verið að setja fótinn fyrir framþróun og auðgunarsköpum. Bjarna finnst að mammon eigi að ráða för.
Ef hann á að ráða för, þá eigum við ekki heldur að vera elta ólarnar við byggðarmál. Því það segir sig sjálft, að vera púkka upp á steindauð smá þorp á vestfjörðum er ekki arðbært til lengdar. Flytum hyskið bar í blokk í Reykjarvík. Þetta gæti verið undirtóninn í þeim sem vilja allt gera fyrir peninga. En þeir koma ekki hreint fram með það sem þeir vilja.
Bjarna finnst líka að við séum fámennar klíkur sem viljum sölsa undir okkur landið. Það getur svo sem vel verið að félagar í Samút 30.000 talsins séu fámenn klíka. Bjarni bentir enn á að á íslandi sé hvort eð er eingin ósnortin víðerni nema Vatnajökull. Og því sé í raun allt í lagi að hrófla við hálendinu. Það getur vel verið rétt að ekki séu til mörg svæði sem eru ósnotin. Þeim mun mikilvægara að þessi svæði sem þó eru til, sem ekki hefur verið hróflað mikið við fá að njóta vafans.
Framtíðarsýnin er ekki sérlega björt í þessum málaflokki, þegar náttúruverndarsamtök. Sem því miður fá mikið aðgengi að ráðamönnum þjóðarinnar, eru orðin ógn við náttúruna. Náttúruverndarfólk sat í ráðgjafarnefnd umhverfisráðuneytisins. Svo ég árétti það. Og þegar menn einsog Bjarni umhverfissinni eru ornir talsmenn lálendisvæðingar, þá erum við í slæmum málum. Það þarf að fara að hreinsa til og henda þessu mussuliði út úr nefndum og ráðum, enda eru þetta ekkert nema hálf atvinnu mótmælendur af 101 svæðinu. Sem hrópa og kallar er hróflað er hrauni í Hafnafirði.
Þetta hyski sér ekki heildarmyndina, það sér ekki fyrir sér Kjalvegssvæðið og Sprengisand framtíðarinnar, kannski af því að það veit ekki hvernig þetta lítur út í dag. Því finnst í lagi að malbika Sprengisandsleið, fá þjónustumiðstöð í Nýadal og víða.
13.02.2007 at 08:18 #579056Stjórnarformaður Norðurvegs sagði í sjónvarpi að Kjalvegi yrði ekki skilað aftur til ríkisins. En Kjartan Ólafsson segir í Fréttablaðinu í gær að veginum verði skilað. Því spyr maður sig hvor lýgur.
13.02.2007 at 11:06 #579058eru þeir með sig hjá Norðurvegi, þær spurningar sem ég hef sent þeim hafa þeir ekki einu sinni viljað ómaka sig á því að svara þrátt fyrir að ég sé búinn að ýtrka það við þá með tölvupósti.
Ég ættla að opinbera allar þær spurningar sem ég er búinn að senda þeim.
–
Svona er fyrri fyrirspurnin sem ég sendi þeim.
–
Ég er með nokkrar spurningar handa ykkur varðandi uppbyggingu á Kjalveginum.
–
1. Hvernig fer fyrir þeim sem vilja ferðast um Kjöl og allt það svæði í kring, svosem að komast í kerlingafjöll og þar áfram yfir í Setur, eða þá sem vilja fara upp í Hvítárnes eða komast í fjallaskálan Árbúðir já og við skulum ekki gleyma Hveravöllum. verður hægt að komast á þessa staði ÁN þess að þurfa að borga eitthvað veggjaldi fyrir einhvern uppbygðan hálendisveg sem að mjög margir vilja ekki sjá.
–
2. Hvernig er með umhverfisjónarmið. ég get ekki sagt að það verði annað en mikil og ljót sjónmengun af svona vegi.
–
3. Hvernig ættlið þið að tryggja að það verði hægt að ferðast óhindrað um kjalsvæðið og að menn þurfa ekki að borga einhver veggjöld.
–
Hérna er sú seinni
–
Sælir verið þið hjá Norðurvegi núna er ég farin að bíða eftir því að þið komið með greinargott svar við fyrirspurninni sem ég sendi ykkur.
–
Og núna er ég með fleirri spurningar sem að mig vantar svör við.
–
1. Hvernig ættlið þið að bæta bændum það sem eiga jarðir við t.d. biskupstungnabraut það tjón sem þeir verða fyrir vegna aukinar umferðar.
–
2. Hver á að tryggja öryggi fólksins í kringum Geysir og Gullfoss vinsælustu ferðamannastaði landsins fyrir aukinni umferð og tala ég nú ekki um stórra 44 tonna bíla sem þið ættlið ykkur að beina inn á svæðið.
–
3. Hver á að bera þann kostnað sem til verður vegna aukins umferðarálags á biskupstungnabraut (sveitarvegur sem er ekki gerður fyrir þungaumferð).
–
4. Hvernig ættlið þið að tryggja öryggi fólks sem sem mun fara um kjöl, getur verið allt að 100 km í næsta símasamband ef slys ber að höndum.
–
Enn hafa ekki borist svör við þessum spurningum mínum og er maður mikið farin að velta því fyrir sér hvað þeir eru eiginlega að spáKv AddiKr
13.02.2007 at 11:33 #579060Ég var að lesa á vefnum hjá þeim NV mönnum að þeir telja að aðstæður í suðurnoregi svipaðar og á Kili. Ekki veit ég hvernig þeir finna það út en munurinn er heilar 5° sem eru 555 km norður suður sem svipað og munurinn á suður og norður Noregi. Menn sem láta svona þvælu frá sér eru varla þess virði að á sé yrt.
[url=http://www.nordurvegur.is/um-nordurveg/samanburður-noregur/][b:2b5xh52p]Slóð á bullið[/b:2b5xh52p][/url]
13.02.2007 at 11:53 #579062Hef nú ferðast töluvert um Noreg, bæði á bíl og tveimur jafnfljótum, og það er einn stór munur á Íslandi og Noregi. Á Íslandi eru óbyggðir, en í Noregi eru bara þjóðgarðar og heiðar. Verst er að þessi sérstaða okkar ástsæla lands verði horfin eftir svona 10-20 ár.
Einnig grátlegt að sjá í Noregi hvernig allir flottu fossarnir þeirra eru vatnslausir, og þjóðgarðsmörkinn eru dregin af áhrifasvæðum virkjananna sem umlíkja þá. Þeir hafa svo sem ekki mikið val, enda raforkuskortur töluverður þarna (og landinn kyndir húsin sín með timbri, eins umhverfisvænt og bruni þess nú er).
kv
Rúnar
13.02.2007 at 12:18 #579064Hefur einhver fundið út hvað leiðin Reykjavík – Hveragerði kemur til með að styttast við þennan nýja veg?
13.02.2007 at 14:30 #579066Þessi framkvæmd mun ekki koma til mað hafa nein áhrif á vegalend milli Reykjavíkur og Hveragerðis.
Kv AddiKr
13.02.2007 at 20:05 #579068Þeim hjá Norðurvegi hafa loksins tekist að tjá sig en það er lítið um svör í bréfinu hjá þeim samt sem áður.
Þetta er það svar sem mér barst frá þeim áðan
–
Sæll Arngrímur og kærar þakkir fyrir spurningarnar,
–
Verkefnið er ennþá í undirbúningi og athugun hjá félaginu Norðurvegi og gerum við ráð fyrir því að ræða við samgönguyfirvöld síðar í ferlinu m.a. um að komu ríkisvaldsins og annð fyrirkomulag.
–
Það er ekki fyrr en niðurstaða liggur fyrir í þeim viðræðum sem hægt er að svara hinum ýmsu spurningum sem snúa að einstökum útfærsluatriðum.
–
Það liggur hins vegar ljóst fyrir að áður en þetta getur orðið að veruleika þarf að semja við landeigendur, fá framkvæmdaleyfi hjá viðkomandi sveitarfélögum jafnframt sem að heimild til gjaldtöku yrði eingöngu bundinn við þennan fyrirhugaða veg og að framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat.
–
Bestu kveðjur Kristján V.Mikið um svör í þessu hjá þeim
Kv. AddiKr
15.02.2007 at 09:16 #579070Norðurvegur myndi skera friðlandið Guðlaugstungum í miðju
SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, álykta um áform Norðurvegar ehf.:
Norðurvegur, eins og hann hefur verið kynntur frá hendi fyrirtækisins Norðurvegar ehf, er fráleit hugmynd. Það sem eitt og sér útilokar slíkan veg er að veglína hans sker í miðju Friðlandið í Guðlaugstungum sem var friðlýst með reglugerð í desember 2005.
SUNN leggjast auk þess gegn áformum um gerð Norðurvegar um Kjöl frá Gullfossi að Silfrastöðum í Skagafirði af eftirfarandi ástæðum:
* Framkvæmd þessi er í hróplegu ósamræmi við hugmyndir um lítt snortin víðerni á hálendi Íslands og þá upplifun sem ferðalag í óbyggðum milli jökla veitir ferðafólki. Endurbætur á núverandi vegi um Kjöl koma vel til greina ef þær framkvæmdir falla að landinu.
* Sú stytting sem næst með þessari vegtengingu milli Reykjavíkur og Akureyrar er ekki nema um 22 km, sé tekið tillit til styttinga sem áformaðar eru á hringveginum á næstu árum, auk þess sem vegur, sem á meirihluta leiðarinnar er yfir 500 metra yfir sjávarmáli, er varhugaverður að vetrarlagi.
* Gerð vegarins er í andstöðu við skoðanir sérfræðinga Vegagerðarinnar um uppbyggingu þjóðvegakerfisins og samrýmist ekki framkominni samgönguáætlun samgönguráðherra fyrir árin 2007-2018, þar sem lögð er megináhersla á að bæta samgöngur milli byggðakjarna og styrkja núverandi hringveg, einkum á leiðinni Reykjavík-Akureyri (sbr. Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar, 5. tbl., 2005).
* Veglínan sem Norðurvegur leggur fram er ný mestalla leiðina, bæði um hálendið og á leiðinni upp úr Skagafirði, þar sem hún fer yfir verðmæt landsvæði, m.a. votlendi. Það er helber ósvífni af hálfu stjórnarformanns Norðurvegar að halda því fram að tveggja til þriggja metra hár vegur sé afturkræf framkvæmd. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að slíkum vegi verði ekið aftur í námur?
* Gjaldtaka á vegum upp á eða um hálendið yrði alvarleg aðför að umgengnisrétti almennings að hálendinu.Stjórn SUNN, 14. febrúar 2007
[url=http://www.trigger.is/files/Kjalvegur-SUNN-140207.pdf:3abggy9r]PDF útgáfa með korti[/url:3abggy9r].
15.02.2007 at 17:59 #579072Morgunblaðsfrétt | 15.2.2007
Samgönguráðherra segist ekki vilja taka af skarið um heilsársveg yfir KjölSturla Böðvarsson samgönguráðherra kveðst hafa áhyggjur af áhrifum
mögulegs heilsársvegar yfir Kjöl. Segist hann ekki vilja taka af
skarið um það verkefni fyrr en fram hefur farið mat á áhrifum af
lagningu slíks vegar á umhverfi, skipulag hálendisins og á
ferðamennsku.Öll fréttin á mbl.is:
/mm/morgunbladid/blad_dagsins/grein.html?grein_id=1129799
15.02.2007 at 19:27 #579074Mér sýnist tónninn í þessu öllu saman vera í takt við þá náttúrustefnu sem stór hluti þjóðarinnar er að snúast á, meirihluti landsmanna er á móti veginum, ég get ekki séð með nokkru móti að svona vegur kæmist í gegnum umhverfismat með góða umsögn, kapítalistarnir í sjálfstæðisflokknum þora ekki að gefa þessu go, öll ferðafélög og náttúruverndarfélög hafa ályktað gegn veginum þó margir hafi sagt að viðgerðir á núverandi vegi kæmu vel til greina (sem ég sé ekki endilega sem slæmann hlut, fer eftir því hvað er átt við.) þannig að mér sýnist við náttúruunnendur komum til með að sigra þetta mál, og ef þetta kemst á hættulegt stig að þá þurfum við bara að blása í herlúðra og mótmæla kröftuglega.
Kv Axel Sig…
15.02.2007 at 21:33 #579076Ég hallast að því að þetta sé rétt hjá Axel. Það er fullt af andstöðu gegn þessu, þar á meðal innan ríkisstjórnarflokkanna. Formaður umhverfisnefndar Alþingis hefur m.a. lýst yfir efasemdum og mig grunar að fleiri áhrifamiklir aðilar bæði meðal Sjalla og Frammara séu á móti þessu. Margir eru að átta sig á því að það sé ekki lengur sjálfsagt mál að taka stór hálendissvæði og eyðileggja þau, þó svo enn séu ýmsir sem skilji þetta ekki ennþá. Svo sýnist mér Mogginn vera á móti og það er nú alltaf gott að hafa hann með sér.
Eitt sem var verið að vekja athygli á í fréttum er að vegurinn á að liggja yfir Guðlaugstungur sem voru friðlýstar á síðasta ári. Ég hef að vísu heyrt málefnalega gagnrýni á þessa friðlýsingu á Guðlaugstungum, meðal annars að þar megi ekki ganga með hundinn sinn til að styggja ekki rollur (og reyndar annað dýralíf), en það er samt lýsandi fyrir annað með þessi plön að þeim sem að þeim standa virðist þykja sjálfsagt að fá að leggja uppbyggðan veg fyrir þungaflutninga í gegnum friðlandið.
Kv. – Skúli
16.02.2007 at 09:47 #579078Rétt, það var örugglega í tengslum við yfirlýsingu SUNN, það er kort á bls 2 í PDF skjalinu sem ég vísaði á sem sýnir veginn og Guðlaugstungur. Á sama korti sést líka hvar nýi vegurinn fer yfir þann gamla. Sýnist á öllu að þetta sé kort frá NV sjálfum sem búið er að setja grænt inn á fyrir Guðlaugstungur.
16.02.2007 at 11:56 #579080Jæja. Ég hef fylgst svolítð með þessari umræðu um Kjalveg í fjölmiðlum og velti ýmsu fyrir mér sem Norðlendingur og Sunnlendingur. Einn punktur í þessa umræðu gæti verið breyting á heildarhæð leiðarinnar.
Skv. svolítið ónákvæmum mælingum mínum breytist hlutfall fjallvega á milli Akureyrar og Reykjavíkur úr u.þ.b. 14% leiðarinnar í u.þ.b. 46% Hæsti fjallvegur á núverandi leið er Öxnadalsheiði sem liggur í u.þ.b. 540 metra hæð en skv. gögnum Norðurvegar fer nýja leiðin hæst í 720 m. Þá velti ég því fyrir mér hvort hlutir eins og hálka og snjóþekja á vegum muni ekki draga úr ferðahraða sem dregur þá úr gildi styttingarinnar í km. Þessar tölur mínar eru hraðunnar með tölvukortum LMÍ og væri gaman ef mér fróðara fólk í landmælingum tæki að sér að reikna þetta hlutfall nákvæmlega út.
Eins hef ég verið svolítið gagnrýninn á málflutning Norðurvegar og fylgjenda vegarins um samfélagsleg áhrif á Norðurlandi og Suðurlandi. Í nýlegri grein Halldórs Jóhannsonar stjórnarformanns Norðurvegar var t.d. tekið fram að ekki þyrfti að ræða þau áhrif. En ég vil einmitt ræða þau því þau eru ein meginrök þeirra sem vilja leggja veginn. Að efla byggðir á Suðurlandi og Norðurlandi.
Tveir frambjóðendur Framsóknarflokksins á Suðurlandi, Bjarni og Eygló Harðar hafa farið mikinn á bloggvef mbl.is og kvartað yfir því að andstaðan við veginn sé runnin undan rifjum fólks í 101 Reykjavík sem vilji stöðva framþróun á landsbyggðinni. Þegar Eygló var hins vegar spurð nákvæmlega hvaða þróun gæti ekki átt sér stað án uppbyggingar á Kjalvegi fékk ég eftirfarandi svar: "Sjálf hef ég meiri áhuga á auðveldari flutningi á fiski á milli landshluta og almennt fólksflutningi á milli þessara svæða. […] Ég hef líka séð fyrir mér möguleika sem opnast fyrir að taka ferðamenn í skemmtiferðaskipum á land í Eyjum, ferja þá yfir í Bakkafjöru, og keyra síðan með þá yfir hálendið. Hugsanlega gætu skemmtiferðaskipin síðan tekið við þeim á Akureyri og siglt síðan áfram. Allt jafnvel án þess að eiga viðkomu í Reykjavík " (Sjá [url=http://eyglohardar.blog.is/blog/eygloh/entry/122244/#comments:gkhq08jc][b:gkhq08jc]alla umræðuna á síðunni hennar hér.[/b:gkhq08jc][/url:gkhq08jc] Þannig að við erum semsagt að tala um það að auka umferð trukka og stórra bíla um svæðið og draga þannig úr gildi Kjalvegar sem öræfasvæðis með tilheyrandi kyrrð, lágmarksvegalagningu og fjarlægð frá ys og þys bæjarlífsins. Ómar Ragnarsson hefur bent á það að hægt sé að gera bílinn vel færan fyrir rútur á svipaðan hátt og í Þingvallaþjóðgarðinum, með hámarkshraða í kringum 50 km/klst. Þá standa eftir fiskflutningar. Þannig að eins og umræðan í dag er það eini samfélagslegi ávinningurinn af veginum í málflutningi þeirra sem hæst hafa um mikilvægi þess að leggja veginn. Er það ekki frekar lítill ávinningur af því að fórna Kili undir hraðbraut? Nú vil ég ekki fullyrða að þetta sé eini ávinningurinn fyrir N-land og S-land en ég vil líka heyra rök fyrir því að samfélagsleg uppbygging í umræddum landshlutum krefjist þess að vegurinn verði lagður. Þau hafa ekki komið fram hingað til þanngi að ég hafi sannfærst.
Hins vegar vil ég hrósa Norðurvegi ehf. fyrir að opna þessa umræðu strax á frumstigi undirbúnings. Þannig gefa þeir öllum þeim sem áhuga hafa á að tjá sig um verkið að gera það áður en nokkrar ákvarðanir hafa verið teknar. Ég sé t.d. ekki Landsvirkjun fyrir mér í svona öflugri kynningarherferð á Skaftárveitu áður en ákvörðun hefur verið tekin og öll leyfi fengin
16.02.2007 at 18:41 #579082bíddu nú við hvernig getur þú hrósað norðurvegi fyrir að leyfa umræðum um þetta málefni… Það er einmitt það sem ég er ósáttastur með þetta helvítis rugl í þeim að heimasíðan þeirra sýnir einungis jákvæð viðbrögð aðila á forsíðunni hjá þeim og nóg af þeim, allt sem kemur í fjölmiðla er apað upp þarna, en hvergi pósta þeir neikvæðu gagnrýninni eða leyfa umræðu um veginn á síðunni hjá sér, þetta er einhliða áróður og ekkert annað, vill ekki heyra eitthvað bull um að þeir séu að leyfa umræður, þó menn tali um þetta í þjóðfélaginu að þá er það ekki það sama og ef þeir myndu pósta öllum kommentum um veginn á síðuna hjá sér, góð og slæm.Þ etta er ekkert nema einhliða umræða sem mér er mjög illa við.
Axel Sig…
16.02.2007 at 20:28 #579084Mun ég borga 2000 kr til þess eins að keyra þennan veg,ég þyrfti þá að verða meðvitindalaus-fluttur nauðugur og rændur í leiðinni.
Kv,J
16.02.2007 at 21:44 #579086Þetta fer nú að verða meiri og meiri sápuóperan hjá þeim Norður-bullsmönnum. Það sem mér finnst merkilegast í þessari umræðu er, að farið er frjálslega með staðreyndir. Og málflutningur mótsagnakenndur. Samanber það sem ég benti á hér að ofan. Þar sem annað hvort stjórnarformaður Norðurvegs er að segja satt, um að enginn skil verði á Kjalvegi. En hinsvegar heldur Kjartan Ólafsson öðru fram í Fréttablaðinu. Sennilega er hér ekki um beina ósannsögli að ræða, heldur aðeins það að hægri höndin veit ekkert hvað sú vinstri er að gera. Það er svona í karakter við allt málið. En í gegnum feril Kjalvegsmálsins, hafa Norðurvegsmenn látið popolista ráða för. Og hefur grunnhyggja verið höfð að leiðarljós, og þar hafa Norðurvegsmenn gengið út frá því að fólk sé fífl. En einhvernvegin hefur málið snúist í höndunum á þeim. T,d gleymdu snillarnir alveg friðlandinu í Guðlaugstungum. Ég held líka að þeir hafi gleymt öllum þessum stór ám, sem þeir ætla að brúa fyrir nokkur hundruð miljónir, nema það eigi að nota til þess gamlar flotbrýr frá kananum ?.
Athyglisverðast finnst mér samt í þessu öllu er að ÞINGMANNINUM Kjartani Ólafssyni ber ekki saman við stjórnarformann Norðurvegs, með skil á veginum.
Annað athyglisver finnst mér að í uppafi Kjalvegsmálsins, þ.a.s á kynningarfundum var hamrað á því að með tilkomu Kjalvegs, kæmi umferð til með að aukast umtalsvert, og það væri lögmál nýrra vega. Og var þessu varpað fram til þess að sannfæra fjárfesta og banka um ágæti hugmyndarinnar, að öllum líkindum. Nú ber hinsvegar svo við að nú blaðra Norðurvegsmenn um það, hversu góð umhverfisáhrif sé af veginum, vegna styttingu milli norður og suðurlands. Þarna átti sem sé að reyna að slá ryki í augu umhverfissinna.
Einnig minnir mig að það hafi verið talað heldur frjálslega um h.y.s á Kjalvegi. En Kjalvegur nær yfir 700 metra hæð. Þetta hafa svo einhverjir borið saman við vegi í Noregi ( vá af hverju ekki vegi á Chile eða Colombíu ). Einnig hafa bullustamparnir borið veginn saman við veginn yfir Möðrudalsöræfi, sem er mun lægri. Samt er sá vegur oft til vandræða og held ég að Vill félagi okkar í Möðrudal. Hafi farið ófáar ferðirnar til þess að redda ferðafólki á veginum. Og veit ég ekki hvernig ástandið gæti orðið á Kjalvegi. Ef skylli á slæmt veður og 100-200 fólksbílar væru þar á ferðinni. En svoleiðis gerist nú bara. Sérstaklega vegna þess að venjulegt 101 lið er löngu hætt að horfa á veðrið í sjónvarpinu. Þeir einu sem liggja yfir slíkum þáttum eru við, bændur og sjóarar, og nokkrir sérvitringar. Jæja nóg af bulli í bili svo maður verði ekki sjanghæjaður í Norðurvegsgengið.Aksturstölur Kjalvegur á tímabilinu Júní-September óku 70 bílar daglega Kjöl.
Árs meðaltalið er hinsvegar 26 bílar á dag.Kv Ofsi ( ps kaupum Kjalveg )
16.02.2007 at 21:56 #579088Ég held að málið sé göng undir Kjalveg kostur nr. 1, 2 og 3. þá þarf ekki að hugsa um veðurspá og friðlönd. Kostur nr. 2 (hm) er kaupum Kjalveg.
–
kv. stef. (sem er alltaf að mæta yarisum á Kili)
16.02.2007 at 23:22 #579090Langaði bara að eiga hundraðasta innleggið… :þ
17.02.2007 at 00:32 #579092Tillaga um hvernig megi stytta leiðina norður í land. Leggjum annan veg við hliðina á vegi 1 alla leið til Akureyrar Sá vegur er eitthvað lengri en fyrirhugaður kjalvegur sem þýðir þá að kostnaður verður meiri en við lagningu kjalvegar en þar sem hvort sem er á að fara tvöfalda leiðina í nágrenni við Reykjavík verður þetta örugglega ódýrar þegar upp er staðið. Svo kemur trikkið. Þegar búið er að gera motrway alla leið norður þá hækkum við hámarkshraðann upp í 120 km/kl fyrir fólksbíla og í 90 km/kl fyrir vörubíla. með þessu fæst 30 % stytting á leiðinni fyrir fólksbíla og 10% fyrir vörubíla þetta er í báðum tilfellu meira en það sem kjalvegur gæfi miðað við að hraðinn þar yrði 90 / 80 eins og stefnt er að og vegurinn liggur enn í byggð á svipuðum slóðum og áður.
Guðmundur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.