Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Alveg brjálaður
This topic contains 116 replies, has 1 voice, and was last updated by Heiðar S. Engilbertsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2007 at 19:16 #199584
Sáuð þið fréttir á stöð 1 áðan, við vissum að menn væru að skoða það að búa til nýjan kjalveg EN AÐ RUKKA 2000 KALL í vegtoll URRRRRR!
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.02.2007 at 13:20 #579014
Talað var við Sturlu Böðvarsson í hádegisfréttum RUV. Hann lýsti sig andvígan því að einkaaðilar gætu átt vegi varanlega, án þess að skila þeim eftir tiltekinn tíma. Einnig sagði hann að í núverandi skipulagi (eða samgögnuáætlun) væri ekki gert ráð fyrir vegum fyrir þungaflutninga á hálendinu. Áður en hægt yrði að fara í gerð slíks vegar þyrftu menn að ganga frá skipulagi fyrir hálendið. Ég held að hann sé alfarið á móti þessu, enda sniðgengur þessi vegur hans kjördæmi. Á fundi sem Norðurvegur hélt á Selfossi fyrir ári, sem við Ofsi sóttum, sagði hann að það færi ekki eyrir af skattpeningum í þessa framkvæmd næstu tíu árin.
Honum ætti að vera í lófa lagið að kippa grundvellinum algerlega undan vitleysunni, með því að drífa í því að stytta hringveginn í norðvestur kjördæmi.-Einar
07.02.2007 at 13:39 #579016Það er gaman af mönnum eins og Ómari, stundum finnst manni hann alveg úti en svo næst getur maður verið hjartanlega [url=http://www.trigger.is/blog/archives/2007/02/07/11.30.00/:mn38in5j]sammála[/url:mn38in5j] honum. Nokkuð góð [url=http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/116839/:mn38in5j]samantekt hjá honum[/url:mn38in5j]. Ég er búinn að þvælast nokkra hringi í kringum þetta mál og keyri ég nú ófáar ferðirnar Rvk-Ak-Rvk og ætti því að sjá mér mjög mikinn hag í styttingu en þessir 47km eru bara einfaldlega of lítið og of dýru verði keyptir bæði að hálfu vegfarenda og náttúrunnar.
Ég á erfitt með að sjá hverjir munu græða á þessu. Hvaða hagsmunir eru það sem búa að baki? Hver er raunverulega ástæðan fyrir þessari hugmynd? Er þetta virkilega "arðbær" framkvæmd fyrir nokkurn aðila?
07.02.2007 at 14:41 #579018Af ýmsum ástæðum er ég mjög fylgjandi því að það verði gerður góður vegur yfir Kjöl. Þó stytting á milli Akureyrar og Reykjavíkur sé vissulega jákvæð, þá finnst mér hún kannski ekki vega þungt. Hinsvegar held ég að almennt betra aðgengi á milli norðurlands og suðurlands sé veruleg framför. Í uppsveitum suðurlands eru stærstu sumarhúsabyggðir okkar sem verður annsi mikið auðveldara að heimsækja fyrir Norðlendinga svo dæmi sé tekið. Einnig opnar þetta mikið fleiri möguleika fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem eru á þessum hefðbundnu sumarferðalögum, auðveldara að skipta á milli veðursvæða o.fl.
Hitt er svo annað mál hvort þessi framkvæmd sem er í umræðunni núna sé æskileg. Ég hefði nú frekar viljað að ríkið gerði bara þennan veg og notaði til þess þá fjármuni sem bíleigendur borga í skatta. En þegar engin teikn eru á lofti um að ríkið geri eitthvað þá gerast menn kannski óþolinmóðir og fara í einkaframkvæmdina.
jsk
07.02.2007 at 16:10 #579020Þegar maður keyrir Kjöl sem malarveg þá getur þú stoppað hvenær sem er og hvar sem er, þú þarft ekki nema að keyra út í vegkant, labba út úr bílnum, taka myndir eða bara labba út í náttúruna. Það taka allir eftir bílnum en enginn amast við honum. Fólk gerir ráð fyrir því að þarna geta bílar verið stopp meira að segja stoppa rútur með ferðamenn hvar sem er og hvenær sem er í sömu erindagjörðum.
EF þetta væri malbikuð leið þá væri búið að hækka veginn upp, þar með aukinn hraði, líkurnar minnka á því að þú getur stoppað hvar og hvenær sem er. Það yrðu kannski útskot á sérstökum stöðum til þess að fólk geti teygt úr sér en það er ekki þar með sagt að þú viljir stoppa á þeim stöðum sem gerir það að verkum að það myndi auka slysahættu og menn gera ekki ráð fyrir þvi að bílar séu hvar sem er á þessum vegi, en í dag eiga menn alveg eins von á því. Það sést hvor kosturinn væri hentugri fyrir ferðamenn.
kv. .. MHN
07.02.2007 at 16:50 #579022Minni þá sem hafa áhuga á að auka vægi náttúruverndar á boðaðan fund Framtíðarlandsins á Hótel Loftleiðum í kvöld klukkan 20:00
Vona að þetta bitni ekki mikið á stjórnarfundinum okkar, en þarna er um AFAR brýnt mál að ræða. Þ.e.a.s. hvort og þá hvernig Framtíðarlandið eigi að fara fram sem pólitískt afl eða flokkur.
Kv. Baddi
07.02.2007 at 17:11 #579024Haldið þið að það verði leyft að breyta jeppum í Framtíðarlandinu?, eða aka á snjó? Hvað verða margir jeppaslóðar í Framtíðarlandinu?
jsk
07.02.2007 at 17:20 #579026Nú er ég búinn að velta þessu máli fyrir mér í dágóðan tíma, lesa bloggið hanns Ómars ásamt öllum kommentunum sem þar er að fynna frá bæði fylgjendum og andstæðingum þessarar hugmyndar um einkaveg um Kjöl. Einnig er ég búinn að lesa þessi 64 komment sem komin eru hér á okkar ágætu síðu f4x4 ásamt því að reyna að fylgjast með fréttum og umræðuþáttum um málið.
Það sem að mér fynnst allra undarlegast í þessu máli öllu er það að það virðist ekki koma neitt annað til greina en að gefa Jóa í Bónus og KEA mörgþúsund ferkílómetra landsvæði af almenningseign þjóðarinnar til að þeir geti lagt um landið veg og rukkað svo þjóðina fyrir að mega aka um veginn. Ef að þeir fá þetta landsvæði gefins á meðan aðrir hvort sem það eru húsbyggjendur eða bændur þurfa að borga allt frá tugum milljóna fyrir tíu hektara landskika uppí nokkra hundruði miljóna fyrir lóðir allt niður í nokkur hundruð fermetra, þá er nú aldeilis verið að mismuna landanum.
Mín uppástunga er að setja verðmiða á landið okkar og láta svo auðkífingana reikna út arðsemi þess að leggja sína eigin vegi þvert yfir hálendið. Ég er ansi hræddur um að þeir væru ekki svona spenntir fyrir slíkri framkvæmd ef þeir þyrftu að greiða nokkra miljarða í ríkiskassan fyrir landið sem þeir annars ætla að eigna sér.
Og það er ekki á nokkurn hátt hægt að líkja þessu við Hvalfjarðargöngin, því þau liggja ekki yfir neitt land þau liggja neðanjarðar eða réttast sagt neðansjávar.
Annars mæli ég með að allir lesi bloggið hanns Ómars og kommentin þar. Tryggvi linkar á bloggið hanns hérna aðeins ofar.
07.02.2007 at 17:58 #579028Gefum okkur að einhver væri til í að borga, segjum 1000 milljarða fyrir þetta svæði. Hvað græðum við á því? Nei hálendið verður aldrei metið til fjár, það er ómetanlegt og óbætanlegt.
Enga uppbyggða vegi yfir hálendið.Kveðja:
Erlingur Harðar
07.02.2007 at 18:30 #579030…þau yrðu nú mörg göngin á vestfjörðum ef það verð fengist fyrir kjöl 😛
07.02.2007 at 23:17 #579032fara stíga fast a bremsuna stopa þesa vitleisu af koma ómari til valda fyrr gengur ekkert up það er búð ad sínna sig ad þjóðinn hlustar a hann og treistir. en galinn er ad við erum of klofinn þjóð getum ekki staðið nógu vel saman alltaf einhverjir sem telja sig geta grætt a þesu en hugsa dæmið ekki til enda . svo er það spurninginn eyga yfirvöld ekki ad standa ad þesu þar sem peningar af skattöku bíla hefur ekki náð að skila sér i vegina .hingað til svo er þad annað eiga menn þá kost a að fa borgað til baka skatinn af þeim litrum sem rena i gegn a þeim vegi sem er borgað er fyrr að aka á ,þettað getur varla talist þjóðvegur (ekki bónusvegur er það þó hann komi þar næri )alnvegan ekki miða vid verð .ég mindi gladur borga ef væri talað um 2+2 hraðbraut en þetað verður eins glatað og rest af hringveginum nema maður þarf að borga en staðan endar alltaf ad verda sú ad þettað a ad lata kjurt svo er það annað er búið ad gera almenilga könunm a hversu tryggt er ad hafa þettad sem vetrar veg eða er husað eftir a eins og med allt annað hér . ………………ómar er malið við þesu rugli ….og eg verð ad lysa undrun minni a að þettad geti gengið svona fyrir sig og madur getur varla fengið lóð undir husnæði nema eiga rasgatið fult af peningum en þad er malið hér a land Er jóhannes að eignast landið hægt og hljót við lifum i landi spilinga og peninga er það ekki malið veifaðu sedli og þú att holta og hæðir vatn og meira hvar endar þesi einkavæðing þettað endar bar a einn veg það verdur ekkert varið i þettað land allt fullt af virkjunum alverum og veg tola hliðum þá er alveg eins got ad vera heim eda far ethvað annað til ad skoða slik herleg heitt við erum ad tapa ÞESUM ISLENSKA SJARMA SEM EINKENDI LAND OG ÞJÓÐ SORGLEGT meigum ekki einusinni vera ad þvi að akka um land vort en þeir sem hafa ekki tima ættu ad nita ser flug .ÉG VONA SVO INNILEGA AD ÞAD KOMI EITHVAD JÁ KVÆTT ÚR ÞESUM VEGA MALUM OG STIÐ ÓMAR OG ÞAÐ SKULIÐ ÞIÐ LIKA GERA KV BJ.ARNSTED
07.02.2007 at 23:41 #579034Taka 3. Ég ætla enn einu sinni að varpa fram þessari hugmynd. Ég geri mér svosem gein fyrir því að menn þurfi aðeins að melta hugmyndina. En hugmyndin er að gera formlegt tilboð í t,d Kjalveg og Sprengisandsleið. Nú hafa Norðurvegsmenn ekki verið tilbúnir til þess að greiða neytt fyrir Kjalveg. Og legg ég því til að við bjóðum 1000 kr í veginn. Einnig mætti bjóða 1000 kr í Sprengisandsleið. Nú geta menn velt því fyrir sér ef við gerum formlegt tilboð með greinargerð um áætlanir okkar. Á hvernig flækjustig málin fara. Getur vegamalastjóri sagt nei-getur vegamálastjóri sagt já. Menn geta svo fantiserað um það hvernig við kæmum til með að nýta veginn og hvernig staðið verður að viðhaldi.
OfsibúinnaðmissasigOfsalega
07.02.2007 at 23:55 #579036Jón, gott og blessað að eiga vegi, en þýðir það ekki líka að við þurfum að kosta jarðýtu yfir báða vegi á hverju vori til að opna vegina og laga úrrensli ?? almennt viðhald á veginum félli á klúbbinn, það gætu nú verið töluverðir peningar, en ég er til í að láta reyna á þetta ef það þýðir að það komi ekki upphækkaðir vegir á þessi svæði. Áfram Náttúruvernd
Axel Sig…
08.02.2007 at 10:43 #579038Ég skal leggja 1.000kr í tilboðið Jón. Við þurfum bara að gera slóttugan samning þar sem við góðfúslega leyfum Vegagerðinni að sinna þeim viðgerðum sem þeir telja nauðsynlegar á sinn kostnað á vegunum okkar og allar slíkar viðgerðir verði sjálfkrafa okkar eign um aldur og ævi. í staðinn birtum við gps-track af þeim á vefnum og kannski stikum þá svona… 13. hvert ár.
08.02.2007 at 11:24 #579040Ég veit ekki alveg með hugmyndina þína, Jón. Myndi kannski hrista aðeins upp í hlutunum, en erum við ekki þar með að samþykkja að það sé í lagi að selja hálendisvegi til samtaka eða fyrirtækja?
Kv. Ólafur M
10.02.2007 at 08:46 #579042Nei, ég hef svosem ekki hugmynd um það hvort þessi hugmynd er góð eða slæm.
Kannski er þetta snilldar hugmynd er hún væri rétt útfærð. Kannski er hún nauðsinleg ef þeir þaut seigu Norðurvegsmenn fá grænt ljós á Uppbyggðan Kjalveg.
Ps hvar voru linkar á kortið af Kjalvegi þeirra Norðurvegsmanna.
10.02.2007 at 09:41 #579044Ég get ekki sagt annað en að núer komið nóg, ég er búin að senda norðurvegi einar 6 spurningar í síðustu viku í tvemur tölvupóst sendingum, en eithvað virðist svorin ættlað að stanada á sér hjá þeim þar sem ég hef ekki fundið eitt einasta svar.
[url=http://www.nordurvegur.is/static/Kynning%20%20NV-7_HJ%fatg%e1fa.ppt:2dm4xzgu][b:2dm4xzgu]slóð að korti frá norðurvegi[/b:2dm4xzgu][/url:2dm4xzgu]
[url=http://www.nordurvegur.is/static/NV%20steinn%20uppr.%20kort.ppt:2dm4xzgu][b:2dm4xzgu]og önnur slóð hjá þeim[/b:2dm4xzgu][/url:2dm4xzgu]
[url=http://www.nordurvegur.is/itarefni/:2dm4xzgu][b:2dm4xzgu]og svo er það bara slóðin að ítarefninu eins og þeir vilja kalla það[/b:2dm4xzgu][/url:2dm4xzgu]
10.02.2007 at 10:43 #579046Brýr á Kjalvegi.
Smá vangaveltur um kostnaðaráætlun. Ég get ekki betur séð að búið sé að lækka kostnaðaráætlun um 25% frá fyrri áætlunum, en jafnframt færa veginn þannig til að fleiri brýr þarf að byggja. Því velti maður því fyrir sér hver sé kostnaðurinn í brúarsmíði yfir stór ár. Þ.a.s áætlað metraverð í brúm. Ef við gefur okkur að farinn verið sú leið sem sýnd er á kortum Norðurvegsmanna. Þá þarf að brúa eftirtaldar ár. Austari-Jökulsá, Haugakvísl, Strangakvísl, Herjólfslækur, Svartakvíls, Eyfirðingakvísl, Blanda, Jökulfallið, Grjótá, Svíná og Hvítá. Auk þess eru einhverjir lækir og leysingjalækir. Því velti ég því fyrir mér, hversu margir miljarðar fara eingöngu í brúargerð ???????
Auk þess mætti benda á að á mörgum stöðum liggur vegur um þannig landsvæði að það þarf að byggja hann all verulega upp vegna krapa. Þannig hátta til t,d austan Hvítar norður í Fosslækjarver. Og einnig um flatlendið norðan við Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls. Ekki skil ég heldur af hverju það er verið að þvælast niður í Svartárdal. En kannski geta félagar í Skagafjarðardeild útskírt fyrir mér af hverju Goðdalsleiðinn inn að Skiptabakka sé svona illa valinn að Norðurvegsmenn vilja heldur krækja inn í Svartárdal.
10.02.2007 at 12:05 #579048Nýjustu tölur um kostnaðinn við tvöföldun Suðurlandsvegar eru um 14 miljarðar. Sú vegalegnd er ca 1/4 af lengd Kjalvegar. Samkvæmt útreikningum Norðurvegar mætti því byggja ríflega þrjá Kjalvegi fyrir kostnaðinn við tvöföldun suðurlandsvegarinns.
Kílometraverðið á Suðurlandsveginum er því um 1200% hærra en á Kjalveginum. Er ég einn um það að finnast þetta eitthvað undarlegt?
kv
Rúnar.
10.02.2007 at 12:43 #579050Menn eru að tala um að stytta Kjalveg og hvað eru þeir að stytta. Norðurvegur er að tala um þetta, ég sé enga styttingu í Kjalveg sem á að vera: Reykjavík – Akureyri 341 km (47 km stytting) þessi vegalengd er svona stutt þegar farið er Kjalveg en ekki veg 1. Selfoss-Akureyri 289 km (141 km stytting) þegar fólk fer frá Selfossi og keyrir Kjalveg til Akureyrar þá er þetta lengdin. Ég sé ekki hvar þeir eru að tala um styttingu. Þeir eru eingöngu að reyna að laga veginn fyrir sig og sína flutninga sem er að sjalfsögðu gert í hagnaðarskyni, ég veit ekki til þess að það eigi að færa Kjalveg eitthvað til. Þeir ætla eingöngu að nota þessa gömlu þjóðleið og allt bull um að þeir séu ekki að gera þetta í hagnaðarskyni er bara fyndið .
kv,,,MHN
11.02.2007 at 13:13 #579052við brúarsmíði og ræsi er áætlaður 840 milljónir fyrir utan vsk. þeir ætla örugglega að nota ódýrt vinnuafl við þetta.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.