Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Alveg brjálaður
This topic contains 116 replies, has 1 voice, and was last updated by Heiðar S. Engilbertsson 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2007 at 19:16 #199584
Sáuð þið fréttir á stöð 1 áðan, við vissum að menn væru að skoða það að búa til nýjan kjalveg EN AÐ RUKKA 2000 KALL í vegtoll URRRRRR!
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.02.2007 at 14:16 #578934
Ég get ekki verið annað en sammála því að brýn nauðsin er á samgöngubótum frá suður- og suðvesturlandi og yfir í Eyjafjörð. Sú leið sem nú er til umræðu, þ.e. að framkvæma þetta sem einkaframkvæmd og rukka vegtoll, er ekki ásættanleg.
Við vitum það flest að við Kjalveg eru margar af þektustu náttúruperlum landsins og menn hljóta að mótmæla því að aðgangur að þeim verði falin í hendur einkaaðilum í formi veggjalds.
Ég hef löngum haldið því fram að ríkinu beri að sinna skyldu sinni gagnvart náttúru landsins og þegnum þess. Hluti þessarar skyldu er að tryggja öruggar samgöngur um landið og ætti stjórnin því að sjá sóma sinn í að tryggja okkur öryggi á ásættanlegan hátt en ekki kasta peningum í persónuleg kappsmál.
05.02.2007 at 14:23 #578936Ef ég er að lesa fréttina rétt, þá er meiningin hjá Norðurvegi ehf. að þetta verði 8,5 metra breiður tveggja akreina vegur, þ.e.a.s. ein í hvora átt, en ekki tvær akreinar hvor í sína átt eins og stefnt er að með Suðurlandsveginn, þ.e.a.s. Suðurlandsvegur verður eftir hraðbrautastaðli. En þið hafið væntanleg hlustað á fréttir um nýja og aukna skattlagningu á bílavélar eftir rúmtaki?
05.02.2007 at 14:38 #578938Ekki gleyma því að helmingurinn af "nýja" suðurlandsveginum er þegar til. Það þarf bara að leggja hinn helminginn, sem ætti ekki að vera neitt öðruvísi en þessi kjalvegur.
05.02.2007 at 15:11 #578940…. hjá Norðurvegi og var mér að berast svar núna áðan.
Hér birti ég allt brefið í heild sinni:
.
.
Við þökkum þér kærlega fyrir góðar spurningar. Við munum taka saman spurningar sem berast til okkar á næstunni og svara þeim á vefsíðunni. Fylgstu með á næstu dögum.
.kv Norðurvegur ehf.
.Þann 4.2.2007, skrifaði Arngrímur Kristjánsson[HTML_END_DOCUMENT]:
Ég er með nokkrar spurningar handa ykkur varðandi uppbyggingu á Kjalveginum.
.
1. Hvernig fer fyrir þeim sem vilja ferðast um Kjöl og allt það svæði í kring, svosem að komast í kerlingafjöll og þar áfram yfir í Setur, eða þá sem vilja fara upp í Hvítárnes eða komast í fjallaskálan Árbúðir já og við skulum ekki gleyma Hveravöllum. verður hægt að komast á þessa staði ÁN þess að þurfa að borga eitthvað veggjaldi fyrir einhvern uppbygðan hálendisveg sem að mjög margir vilja ekki sjá.
.
2. Hvernig er með umhverfisjónarmið. ég get ekki sagt að það verði annað en mikil og ljót sjónmengun af svona vegi.
.
3. Hvernig ættlið þið að tryggja að það verði hægt að ferðast óhindrað um kjalsvæðið og að menn þurfa ekki að borga einhver veggjöld.
.
.
Þetta voru öll þau svör sem ég fékk hjá þeim og hvet ég núna alla félagsmenn til að fylgjast með vefnum hjá þeim, það verður gaman að sjá hvernig þeir munu koma til með að svara þessum spurningum mínum.Kveðja AddiKr
05.02.2007 at 15:47 #578942Þetta með samgöngu bætur má vel skoða, en það á að vera í höndum ríkissins.
Mér finnst fáranlegt að ríkir kallar geti keypt næstum allt hér á landi, hér er verið að tala um að selja nokkrum aðilum kjalveg. FRÁLEITT. Þeir munu væntanlega fá úthlutað landsvæði í kringum veginn eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og þegar þeir fá þetta í gegn er ekkert sem mælir gegn því að þeir byggi bensínstöðvar og Hótel til að græða á túristum.
Í viðtalinu segir KEA kallinn blákalt að þeir munu ekki skila veginum og þar af leiðandi geta þeir rukkað veggjald þarna um ókomna tíð. Það þarf enginn að segja mér að þessir kallar ætli ekki að græða á þessu. "Ágirnd vex með eyri hverjum".Svo er annað sem ég sé athugavert, Þarna eru stórir karlar í verslunarbransanum sem munu sjá um að rukka alla vörubíla um 8.000 kr, en haldiði að þeir muni rukka sína eigin bíla?
Ef þetta gengur eftir þá sé ég bara fyrir mér í framtíðinni hvernig auðmenn og fyrirtæki, jafn innlend sem erlend, munu keppast um að kaupa upp alla vegi hálendisins og allt það sem þeim fylgir.
Nú þarf menn á borð við Ómar til að skipuleggja hörð mótmæli gegn þessu. Það verður einhver að ríða á vaðið og þá held ég að flestir fylgi
kv Finnur
05.02.2007 at 16:05 #578944Það eru til tvær þjóðir í þessu landi þeir sem græða og hinir
sem borga og svo eru til ráðamenn sem hlíða þeim ríku
við getum ráðið þessu í vor í kosningum hvað villjum við ?
D + B eða VG + ?
kv,,,MHN
05.02.2007 at 16:12 #578946Ég er nú einn þeirra sem hef þá skoðun að vegir liggi um landið til að tengja byggðirnar en ekki bara endapunktana. Einnig er tal um styttingu mill Akureyrar og Reykjavíkur einfaldað við að þá þurfi vegir að forðaqst byggðirnar. En ég hef verið á Kili í skafrenningi og held nú að ekki verði spennandi að fara þar á smábíl við þær aðstæður. En ef stytta á veg milli Akureyrar og Reykjavíkur eru margir möguleikar á því. Til dæmis að fara sem þverast yfir Skagafjörðin milli Norðurárdals og Vatnsskarðs, síðan Svínvetningabraut til Stóru-Giljár. Þaðan síaðn sem beinasta leið í Hrútafjörðinn, sleppa Hvamsstanga. Síðan göng undir Holtavörðuheiði og um Þverárhlíð beint að Hafnarfjalli. Síðan sakir þess að við Íslendingar virðum allar okkar skuldbindingar að vettugi má fara um Grunnafjörð fyir Akrafjall og beint í göngin. Getur nú hver sem er reint að finna styttinguna.
Kveðjur BEy
05.02.2007 at 16:32 #578948Ég held að tilgangurinn með þessu brölti sé að hræða sjoppueigendur í Borgarnesi, Blönduósi og Varmahlíð, svo þeir samþykki að hringvegurinn verður styttur með því að sleppa þessum stöðum. Síðan má stytta við Hvalfjarðargöngin með því að láta gögnin beyja til austurs í stað vesturs. Með þessu móti fæst sú stytting sem talsmenn Norðurvegar eru að tala um, á miklu hagkvæmari hátt.
Þessar tölur sem þeir eru að tala um, sýna að það er efnahgaslegar forsendur fyrir dæminu.
-Einar
05.02.2007 at 17:12 #578950Það eru ekkert nýjar fréttir að menn vilji byggja heilsársveg yfir hálendið.
Í upphafi níunda áratugar síðustu aldar kom Trausti Valsson með mjög róttækar hugmyndir um tengingar milli landshluta um hálendið. Þær tillögur fengu mikil viðbrögð bæði jákvæð og neikvæð. Nokkrum árum síðar kom Ómar Ragnarsson með síendurtekið efni í fréttum sjónvarpsins um hve auðvelt og skynsamlegt það væri að byggja heilsársveg yfir Sprengisand. Og sýndi myndir máli sínu til stuðnings af virkjunarframkvæmdum við Kvíslarveitur og vegagerðina sem þar var komin. Hann var orðin eins og biluð plata í nokkur ár með þessa vegalagningu. Þáverandi samgönguráðherra tók af allan vafa og sagði fyrst gerum við fært í byggð áður en við förum í óbyggð.Ég er einn þeirra sem hef ekki áhuga á frekari vegagerð á hálendinu. Hálendið er merkilegt fyrir margra hluta sakir, m.a. hve lítt snortið og raskað það er. Sjálfsagt eitt af stærstu ósnortnu víðernum í Evrópu……….
En ég skil hinsvegar vel þau rök sem vegalagningamenn hafa fyrir framkvæmdinni. Að halda því fram að þarna séu ríkir karlar að sækja arð eða lönd með skjótum og öruggum hætti er barnaleg tilgáta. Það eru til miklu betri leiðir til að fjárfesta í . Auðvitað snýst þetta ma. um að gera lífvænlegra á fleiri stöðum á landinu, td. lækka flutningskostnað á vörum og framleiðslu. Hvernig KEA tengist málinu hlýtur að tengjast áhuga félagsins á lífvænlegu samfélagi á sínu svæði.
Ætli umræðan þurfi ekki að vera svolítið málefnalegri. Það verður að meta báða kosti, kostinn við styttingu og sparnað í krónum og aurum, svo og að meta náttúruna og það sem glatast við framkvæmdina. Þegar báðir kostir hafa verið skoðaðir og metnir á sanngjarnan hátt, þá skal tekin ákvörðun. En ekki eins og oft áður fyrst pólitísk ákvörðun og niðurstöður sniðnar að ákvörðunum.
05.02.2007 at 20:17 #578952Smári Sigurðsson á heiður skilinn fyrir málefnalegan pistil hér að ofan. Myndi taka ofan ef ég ætti hatt!
05.02.2007 at 20:26 #578954Kjartan Ólafsson kom á fund hjá 4×4 í fyrra og það voru umræður um þessar fyriráætlanir hjá Norðurvegi. Eins sátu fyrir svörum Karl Ingólfsson fyrir hönd SAF og Páll Gíslason frá Fannborg (Kerlingafjöll). Það kom fram að ferðaþjónusta er alfarið á móti þessu hugmyndum, (SAF hefur ályktað á móti svona vegum) og eins hafði maðurinn mjög lítið af svörum við þeim spurningum sem hann fékk, en sagði að þetta yrði að skoða og hitt yrði að skoða. Eins og sést á svörunum sem Addi fékk hafa þeir ekki enn svör á reiðum höndum og svara engu. Eins virtust flestir útreikningar vera mjög hæppnir við nánari skoðun, og vankunnátta um svæðið sem vegurinn á að liggja um. Síðan var líka bent á það að fyrirhuguð stórskipahöfn er ráðgerð á Grundartanga, og að mjög auðvelt að stytta vegin milli Reykjavíkur og Akureyrar um einhverja 20 km. Síðan er ég mjög á móti því að hringvegurinn sé að liggja í gegnum miðbæ allra bæja á landinu, en eru þeir bara stórar hraðahindranir. Svo ætlar þetta félag að fá Kjalveg gefins, og við skattgreiðendur meigum svo borga fyrir nýja vegi að gjaldhliðum þessa fyrirtækis. Ég trúi því ekki að þessi vegur verði nokkurntíma lagður.
Hlynur
05.02.2007 at 21:29 #578956Sælir. Mig langar að koma með smá innlegg í umræðuna um gjaldtöku, kostnað og vegalengdir.
Það sem liggur fyrir í málinu, (eftir því sem maður heyrir) er að þetta eigi að stytta vegalengina milli höfuðborga sunnan og norðan heiða um ca. 50Km og gjaldið eigi að vera Kr.2.000.- (sem ég vænti að sé lámarksgjald).Miðað við eldsneytisverð í dag (gefum okkur ca. Kr.110.- sem gera rúmlega 18lítra fyrir Kr.2.000.-) kæmist ég u.þ.b. 100 Km á mínum ameríska station bíl (innanbæjar) fyrir veggjaldið, að ég tali nú ekki um langkeyrslu… þá kemst ég tvöfalt lengra fyrir sama pening !
Ég segi NEI TAKK við þessu BULLI og keyri þá frekar hálftíma lengur fyrir helming af kostnaði veggjalds !
Annað, vilji menn sjá styttinguna milli Selfoss og Akureyrar, spyr ég nú bara: Hvað er eiginlega svona mikið verið að flytja á milli þeirra tveggja staða sem ætti að réttlæta þetta bull ?
Reynum frekar að tryggja og betrumbæta núverandi hringveg/vegi, útrýma einbreiðum brúm, tvöfalda vegi og setja peninginn frekar í umferðaröryggi !
Kær baráttu kveðja,
Kingo.
05.02.2007 at 21:39 #578958í þessum blesum eg er samþykkur því að laga vegin bæði kjöl og sprengisand svo þetta sé fært á sumrin án þess að þurfa að keyra þvottabretti dauðans enn bönnum þungaflutninga það er nóg að þeir séu búnir aðeiðileggja þjóðveg 1
05.02.2007 at 23:11 #578960Hvernig væri það nú, að nýta þessa peninga frekar í að stytta hringveginn eins og áður hefur verið nefnt hér, og byggja hann upp almennilega þannig að það sé einn góður vegur á milli suðurlands og norðurlands en ekki einn ónýtur og annar skítsæmilegur sem verður síðan ekki fær hálft árið… ég botna bara alveg hreint engan veginn í hvað menn eru að pæla með þessu
05.02.2007 at 23:17 #578962Mig langar að benda mönnum á góða grein um þetta mál í Morgunblaðinu 5. Feb bls 22
Hálendið og vegaframkvæmdir
06.02.2007 at 00:03 #578964Sælir
Má ég minna á að þetta er einkaframkvæmd sem þýðir að þessir peningar eru ekki til (verða rukkaðir jafn óðum) og því ekki hægt að "nota peningana" í eitthvað annað eins og að stytta hringveginn. Slíkar styttingar er ekki hægt að fjármagna beint með peningum notenda eins og í þessu tilfelli.
Varðandi það að það sé svo dýrt að borga 2000 krónur og að betra sé að keyra gamla veginn þá má benda á að sama á við um Hvalfjörðinn og þar er vegurinn salla fínn en samt keyrir hann enginn. Ég held að flestir muni kjósa góðan Kjalveg og spara hálftíma umfram lélegan og hættulegri þjóðveg 1 fyrir þúsund kall.
Það er líka deginum ljósara að gamli Kjalvegurinn verður lagður af við lagningu nýja vegarins og ég held að menn geti alveg bókað að meirihluti þjóðarinnar gæti ekki verið meira sama, reyndar held ég að fólk almennt verði bara nokkuð spennt fyrir því að geta skutlast norður á milli jökla. Að viðhalda almennilega uppbyggðum vegi verður ekkert stórmál með nægum tækjakosti. Einhverjir dagar munu detta út og stundum verður skafrenningur eða jafnvel brjálað veður, thats it ! Einnig eru byggðasjónarmið á móti okkur.
Einu vandamálin sem Norðurvegur þarf að kljást við eru ofansögð vandamál varðandi aðgengi að hálendinu og núverandi ferðamannastöðum ásamt því að það er undiralda í þjóðfélaginu með verndun hálendisins og þurfum við að hamra á þessum atriðum. Eini gallinn við þetta er að oft er þetta sama fólk meðfylgjandi því að aðgengi batni þarna uppeftir og við skulum nú muna að þetta svæði er langt frá því að vera ósnortið víðerni. Einnig eru yfirlýsingar þeirra um að þeir muni ekki afhenda veginn eftir að hann hefur verið greiddur upp frekar óheppilegar á þessu stigi þar sem ekki er enn farið að ræða einhvern samning ennþá (hver veit þó hvað er að gerast á bak við tjöldin). Ég er þó ekki viss um að almenningsálitið verði endilega okkar megin þrátt fyrir þetta þar sem flestir hugsa nú oftast bara um rassinn á sjálfum sér og sá rass vill einfaldlega bara komast norður á Akureyri hálftíma fyrr og ekki spillir að það sé útsýni á leiðinni !
Baráttukveðjur
AB
06.02.2007 at 09:37 #578966Mjög sniðugt að gefa þessum mönnum landsvæði til að leggja veg yfir landið. Frábært að leifa þessum mönnum að stjórna aðgangi að hálendinu. Þessa framkvæmd má framkvæma af ríkinu þegar búið er að tryggja góðar samgöngur fyrir alla, líka þá sem búa á vesturlandi, vestfjörðum og austurlandi, ekki neina andskotans einkaframkvæmd.
–
Annars var ég að spökulera hvort að aðrar vegalengdir styttist sem einhverju nemi. Ég efast t.d. um að leiðin Reykjavík – Egilstaðir styttist. Hefur einhver vit á því? Ekki þýðir að senda Norðurvegi fyrirspurn.
–
Kv. Davíð
06.02.2007 at 09:57 #578968Samkvæmt vefsíðu Norðurvegar verða eftirfarnda breitingar á vegalend:
–
Varmahlíð – Reykjavík styttist um 9 km úr 294 km í 285 km
Egilsstaðir – Reykjavík styttist um 29 km úr 635 km í 606 km
Reyðarfjörður – Reykjavík styttist um 37 km úr 677 km í 640 km
Selfoss – Sauðárkrókur styttist um 73 km úr 331 km í 232 km
Selfoss – Blönduós styttist um 22 km úr 284 km í 262 km
Egilsstaðir – Gullfoss styttist um 128 km úr 625 km í 497 km
Hella – Akureyri styttist um 165 km úr 466 km í 301 km
Hella – Sauðárkrókur styttist um 96 km úr 367 km í 271 km
Þorlákshöfn – Akureyri styttist um 107 km úr 424 km í 317 km
Gullfoss – Dettifoss styttist um 237 km úr 595 km í 358 km
–Kv AddiKr
06.02.2007 at 10:10 #578970Takk fyrir þetta. Ég sé nú engin rök fyrir því að leiðin styttist meira á Reyðarfjörð en á Egilsstaði en hvað veit maður svosem?????
06.02.2007 at 10:19 #578972Sá hér að ofan uppástungu um að banna þungaflutninga á nýja veginum. Ég er akkúrat á öndverðum meiði.
Ég mundi vilja banna þungaflutninga á þjóðvegi 1 og beina þeim á nýja veginn. Það á hvort eð er enginn annar eftir að nota hann og þá verður kannski eilítið öruggara að keyra á þjóðvegi 1, auk þess sem hann slitnar helling minna.En hvað verður þá um krapaferðir?
Kv.
Einar Elí
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.