This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
20.11.2003 at 00:23 #193198
Í kvöld var gerð innrás á myndaalbúmið með fáránælegum hætti. Einhver Bjarki Lúðvíksson setur inn söluauglýsingu um einhverja örlagadruslu í jeppamyndaalbúmið okkar.
Ég vil benda þessum Bjarka á að hann getur keypt sér ódýra auglýsingu í blöðunum um þessar mundir og ætti því að láta síðuna okkar í friði fyrir þessum ósköpum.
Til annara félaga: Hvernig eigum við að verjast þessu? Þurfum við að setja upp vefstjóravakt til að verjast svona nískupúkum?
Snorri Ingimarsson
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.11.2003 at 00:27 #481036
Undir hvaða notandanafni fór sú auglýsing inn?
Kveðja Fastur
20.11.2003 at 00:34 #481038Það er bo
sé reyndar ekki auglýsinguna en samt nafnið passar
Kveðja Fastur
20.11.2003 at 00:42 #481040Ég hélt einmitt að myndaalbúmið væri til að notendur gætu sett inn ferðamyndir ekki nota það sem sölumarkað fyrir drasl úr skúrnum og gamla bíla.
Sama má segja um nokkra aðila hérna sem eiga við þann slæma ósið að stríða að þurfa að hamast á músatakkanum þangað til að stendur á skjánum "auglýsingin hefur verið send inn" auglýsa 4 sinnum og ýta þarafleiðandi öllum öðrum auglýsingum niður í listanum. Frekar pirrandi.
Og svo til að klára dæmið þá er hér lítill flugustrákur sem á það til að auglýsa frekar stóra auglýsingu, og sundurliða hana svo og auglýsir sama draslið sem enginn vill kaupa í 3 mismunandi auglýsingum í röð.
20.11.2003 at 01:30 #481042Góðan daginn,
mikið er ég sammála Snorra og Stebba, eins finnst mér að menn megi vanda valið svolítið hvað þeir setja í myndaalbúmið, það er ekkert gaman að skoða mynd af Ólavíu sleikja sleikjó við sjoppuna áður enn farið er í ferð. Eins er ekkert gaman að skoða margar myndir af Óliver að spóla í sama litla skaflinum á Pajeró eða Toyota bílnum sínum eða eitthvað þess háttar.
Það má vera að viðkomandi aðilum fynnist mikið til koma þá eiga sömu aðilar að gera heimasíðu og hafa allt svona drasl þar.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
20.11.2003 at 09:38 #481044Nú er ég ekki sammála ykkur. Hvaða máli skiptir hvaða myndir menn setja í SITT myndaalbúm ? Úr því að 4×4 vefurinn er að bjóða notendum upp á þennan möguleika þá skiptir það engu máli af hverju þessar myndir eru. Það fær hver notandi möguleika á ákveðnu plássi undir myndir og ég fæ ekki séð að það skipti nokkru einasta máli hvernig það er notað.
Mér finnst þetta bara mjög sniðugt ef að menn eru að nýta möguleikan á að auglýsa hérna á vefnum og setja svo mynd af því sem þeir eru að selja í albúmið sitt. Þeir taka myndirnar svo væntanlega út þegar hluturinn er seldur.
Benedikt
20.11.2003 at 09:48 #481046Ég veit ekki betur en að klúbburinn í heild eigi myndaalbúmið þó að vissir aðilar hafi fengið pláss á því fyrir myndir. Er ekki nýbúið að vera pássleysi og vesen með myndaalbúmið? Einnig hef ég orðið var við fólksbíla í myndaalbúminu, er þetta ekki félag fyrir áhugamenn um fjórhjóladrifsbifreiðar og ferðalög? En afhverju setja menn auglýsingu inn á albúmið þegar að sér auglýsinga dálkur er á síðunni? Ég hefði haldið að auglýsingin sæist betur þar.
Haukur
20.11.2003 at 10:24 #481048jaaaaaaa ef menn eru að selja t.d. jeppa þá er mjög sniðugt að setja inn svo sem tvær myndir í albúmið sitt svo að áhugasamir geti séð gripinn á mynd.
Annars finnst mér að ekki ætti að setja inn myndir nema þær séu tengdar jeppum og ferðalögum…….
kv
Agnar
20.11.2003 at 12:10 #481050Gæti ekki verið meira sammála
Ég er alveg viss um að menn væru nú ekki ánægðir ef ég kæmi með mynd af húsinu mínu og setti það inn á vefinn til að auglýsa það til sölu,og eina mynd af hinu og þessu,það er til nóg af öðrum leiðum til að selja.Það gæti verið sniðugt að rukka NÍSKUPÚKANNA eftir á þeir hljóta að vera skráðir inní tölvu félagsins, er ekki hægt að finna þá þar og senda gíró á þá?.
kv Jóhnnes
20.11.2003 at 12:33 #481052
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er nokkuð sérstök umræða. Það er kannski best að einhver taki að sér að ákveða hvaða bílategundir megi sýna í myndaalbúminu og hvað þeir þurfi að vera mikið breyttir til að falla í kramið.
20.11.2003 at 12:37 #481054Er þetta ekki bara spurning um að banna myndbyrtingar annara en félagsmanna – þá er á hreinu að þeir sem eru að "mis"nota dýrmætt geymslupláss harðra diska 4×4 eru búnir að borga fyrir það…
Benedikt
20.11.2003 at 14:07 #481056Hó..
Pípist hvað sumir eru miklir snillingar og nenna að troða hinu og þessu inn á heimasíðna okkar. Ég hélt að síðan ætti að vera um jeppa, ferðalög og okkur sjálf.
Að menn skuli nenna að setja inn ca 10 myndir af sama hlutnum sem er til sölu, er bara til skammar og auðvitað mest fyrir þann sem setur inn. Enda eru þetta oftast einhverjir sem eru ekki undir nafni á þessari síðu.
Ef mönnum finnst vænlegt að selja gamlan Galant hér, er örugglega bara nóg að setja eina mynd, jafnvel þessa sömu og hefur birst í DV síðustu 10 árin. Við vitum jú öll hvernig svona Galant lítur út.
Hef komið þeirri skoðun minni á framfæri hér áður, að síðan ætti að vara lokuð öðrum en félagsmönnum, en sennilega er það ekki raunhæft, því þessi síða hefur svo sannarlega náð í nýja félagsmenn. Einnig væri umræðan og virkni síðunnar ekki sú sama ef svo væri.
Þá er bara tvennt í stöðunni:
A. Að loka myndaalbúminu á einhvern máta.
B. Að láta yfirfara allar myndir einu sinni í viku og henda út öllu þar sem ekki á heima í slíku myndaalbúmi.Báðar þessar hugmyndir kosta vinnu og að mínu viti þarf stjórn að drífa sig í að ákveða eitthvað í þessum málum, því ekki er spennandi að upplifa eftir 3 mánuði, eða 9 mánuði að allt diskapláss er orðið fullt með tilheyrandi veseni.
Kv
Palli
20.11.2003 at 14:26 #481058
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
stebbi segir; og gamla bíla….mér finnst reyndar jeppi vera bíll og ekkert að gömlum bílum sem eru jeppar..(held nú reyndar að hann hafi ekki verið að svívirða gamla..og vilja bara troða pjatt-rollum og konukrúserum inn..þannig að ég fer sáttur að sofa..)
ENN AFTUR á móti þessir bananalýðveldiskallar sem eru að setja inn myndir af einhverri diskódós eða selja gamla galantinn sinn…FYRIRGEFIÐ þessi síða heitir 4X4…á það ekki að segja heilmikið.. þarft ekki að vera kjarnorkueðlisfræðiblingblangprófessor til að fatta það…
20.11.2003 at 14:37 #481060Góðan daginn,
hvernig væri að hafa annað albúm fyrir söluvöru ýmsa þar sem að svona lagað á heima!! Sem að eins og margt sinnis hefur verið ritað "héngi inni 10 daga eða svo eyddist þá sjálfkrafa", þá er hiklaust hægt að henda drasli ef mönnum sýnist svo.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
20.11.2003 at 14:45 #481062
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sjálfsagt að loka fyrir að aðrir en félagsmenn geti sett myndir inn. Það er að vísu engin trygging fyrir að þetta sé ekki misnotað eða að "óáhugaverðar" myndir læðist þarna inn, en dregur kannski úr því. Þetta hlýtur að vera hægt að gera án þess að loka spjallinu og auglýsingum fyrir utanfélagsmönnum. Eins og Palli bendir á hefur spjallið dregið marga að félaginu og geta verið ágætar ábendingar sem koma frá utanfélagsmönnum. Sama með auglýsingar, utanfélagsmenn geta haft að bjóða hluti sem eru áhugaverðir fyrir okkur og sjá sér hag í að auglýsa þá hér.
Reyndar hef ég orðið var við að margir jeppamenn sem ekki eru í félaginu standa í þeirri trú að ekki sé hægt að fá lykilorð nema vera félagsmaður. Líklega vegna þess að mönnum finnst það eðlilegasti hlutur í heimi að þannig sé það.
Kv – Skúli
20.11.2003 at 15:29 #481064
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan dag.
Til þess að menn séu ekki froðufellandi út af þessu mynda albúmi og fleiru hvað eftir annað ættu forsvarsmenn þessarar síðu að fara að vinna í þvi að koma henni í annað og betra form og skoða síður hjá öðrum félögum eins og td. Fornbílaklúbbnum , Kvartmílunni ofl. sem eru með allskonar síður sem mætti öruglega hafa til hliðsjónar við breitingu á síðu 4×4. Menn ættu að skoða síður annara félaga þá sjá þeir hvað ég á við.
Svo ætle ég að benda á síðu sem er barnaland.is sem hentar öruglega mörgum betur en síða 4×4.
Kv. S.B.
20.11.2003 at 16:12 #481066
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alltaf finna menn sér til að tuða eins og gamlar kellingar yfir. Ofboðslega hlýtur að vera erfit að vera til þegar myndaalbúminn hjá öðru fólki er að pirra menn.Ég mæli með að það verði opnaður sér þráður t.d. TUÐ/RÖFL o.f.l
20.11.2003 at 17:53 #481068Ég tek undir með Skúla og fleirum að bara félagar geti sett inn myndir. Spjallið og auglýsingar er ágætt að hafa opið fyrir alla en þó mætti setja þá reglu að menn skrifuðu undir nafni. Maður er nú að eyða 3900 kalli í eitthvað heimskara en félagsgjald í 4×4.
Hlynur
Ps ef þetta fer í taugarnar á þér arnitc, hættu þá bara að lesa spjallið.
20.11.2003 at 18:37 #481070Ég er að fara að ganga í félagið á næsta ári og mér finnst bara sjálfsagt að setja einhverjar hömlur á albúmseigendur. Það fer fátt jafn mikið í mínar fínustu en það að finna mynd af t.d. manni að míga, fólksbíl, sjoppustoppi eða manni að míga á fólksbíl meðan hann er í sjoppustoppi;)
Já, mér finnst að stjórnin ætti að ræða þetta mál. Mér er enn í fersku minni þegar menn voru að ræða um plássleysi á myndaalbúminu, þá kom einhver með þá tilgátu að það væri of mikið af efni ótengdu okkar góða sporti á síðunni.
Haukur
20.11.2003 at 22:43 #481072Nú hafa félagsmenn verið að gagnrýna síðuna í umþb 200 pistlum, og hefur gagrýninnnna, beinst að ýmsum þáttum síðunar. Ég vill mynna félagsmenn á það að það kom fram hörð gagnrýni vegna síðunnar á Landsfundinum og ég veit að stjórn 4×4 hefur ekki heldur verið sátt við gang mála. En ekkert gerist þrátt fyrir það. ÞVÍ SPYR ÉG HVER Á SÍÐUNA, eru það ekki þessir tæplega 2000 sem borga félagsgjöld eða er ég að misskilja?’
Jón Snæland.
20.11.2003 at 23:50 #481074en hvernig væri það að til að menn geti sett inn auglýsingu eða mynd þá þurfi maður fyrst að slá inn félagsnúmerið sitt og síðan kennitölu (af því að félagsnúmer er skráð sem upplýsingar í dálknum upplýsingar um notenda) og ef að menn slá þetta inn þá geti þeir gert það sem að þeir vilja (nema að auglýsa galant)
Marteinn R-2444
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.