Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Alþingi í dag
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
14.11.2007 at 17:13 #201175
Siv Friðleifsdóttir setti fram fyrirspurn á umhverfisráðherra í dag um kortlagningu slóða á hálendinu. Þar komu fram athyglisverðar upplýsingar og var töluvert vitnað í þá vinnu sem hefur verið unnin á vegum LMÍ og 4×4 í þessu. Þetta er umræðuefni sem klúbburinn þarf að vera inni í og fylgja okkar málum vel eftir.
Meira í kvöld.
KV.
Barbara Ósk -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.11.2007 at 23:38 #603262
Barbara var eitthvað meira komið.
kv
Agnes karen
Stödd á Egilstöðum
14.11.2007 at 23:43 #603264Er búin að bíða spennt eftir útskriftinni af þessum umræðum. Var að hugsa um að líma eitthvað af þessu inn á þráðinn. Þarna kemur skýrt fram að þær upplýsingar sem fást í ferlaverkefninu verði notaðar til að ákveða hvar megi keyra og hvar ekki og sýnir enn og aftur fram á mikilvægi þess að þekktir slóðar komi fram, annars verður klárlega bannað að aka þá í náinni framtíð. Og þar erum við væntanlega að tala um örfá ár. Stefna ráðuneytisins er að ljúka verkinu á tveimur árum.
Ég skora á félagsmenn sem eiga ferla í sínum fórum sem gætu nýst klúbbnum að senda þá inn sem allra fyrst.
Kv.
Barbara Ósk
15.11.2007 at 12:08 #603266Á ekki að setja link á þetta svo að maður geti fylgst með…
Kv. stef…
15.11.2007 at 12:14 #603268Um leið og starfsmenn Alþingis hafa skrifað upp umræðurnar og sett á vefinn þá verður linkur settur inn.
Kv.
Barbara Ósk
15.11.2007 at 15:20 #603270Það verður gaman að sjá pistilinn frá Alþingi.
kv
Agnes Karen Sig
15.11.2007 at 20:25 #603272Fyrirspyrjandi (Siv Friðleifsdóttir) (F):
Virðulegur forseti. Ég spyr hvort bráðlega sé að vænta niðurstöðu verkefnis sem felur í sér kortlagningu vega og slóða á hálendinu. Í dag ríkir hálfgert villtavestursástand á hálendinu varðandi það hvaða vegir eru merktir og hverjir ekki. Vegagerðin er veghaldari fyrir númeraða vegi en sveitarfélögin eða orkufyrirtækin fyrir svokallaða almenna vegi. Síðan er fjöldinn allur af vegum og slóðum munaðarlaus þar sem enginn er veghaldari og þeir eru því ekki merktir almennilega. Menn vita ekki hvort þeir eru að keyra utan vegar eða ekki ef keyrt er á þessum vegum og slóðum og eyða þarf þeirri réttaróvissu.Árið 2004 setti sú er hér stendur af stað starfshóp sem hafði það hlutverk að gera tillögu um hvaða vegir og slóðar í óbyggðum skyldu teljast til vega. Markmiðið var að fá fram tillögu sem yrði síðan grundvöllur fyrir samráði við sveitarfélög og önnur hagsmunasamtök til að komast að niðurstöðu um hvað teljist vegur og hvað slóði og hvar ekki skuli keyra. Þessu verkefni átti að ljúka tveimur árum að mig minnir en því er ekki lokið.
Ég hef verið í talsverðum samskiptum bæði við Vélhjólaíþróttaklúbbinn (VÍK), og ég nefni þar Jakob Þór Guðbergsson sem er formaður umhverfisnefndar hans, og Ferðaklúbbinn 4×4, en þar er Jón G. Snæland líklega sá einstaklingur sem þekkir slóða hvað best á Íslandi á hálendinu og er kallaður slóðríkur í þeim hópi, hann veit um alla slóða. Þessir aðilar eru sammála um það, þeir sem eru innan VÍK og 4×4, að klára verði þetta verkefni sem fyrst til að allir séu með það skýrt hvar má aka og hvar ekki. Við viljum öll hafa þetta skýrt af því að við viljum ekki hafa þetta mál í ólestri og alls ekki þessir aðilar.
Landmælingar Íslands og Ferðaklúbburinn 4×4 hafa verið að vinna við það verkefni að skilgreina þessa vegi og slóða og það hefur gengið þokkalega en þó skilst mér samkvæmt mínum upplýsingum að hægt væri að setja miklu meiri kraft í það verkefni, það þurfi bara að auka afköstin. Mér skilst að jafnvel væri hægt að flýta verkefninu um helming og klára það á einu til tveimur árum ef Ferðaklúbburinn 4×4 framkvæmdi mælingarnar sjálfur. Þá yrði að fara eftir viðmiðum Landmælinga, þ.e. að keyra undir 40 km hraða og mæla á tveggja sekúndna fresti til að það yrði nógu marktækt. Ég vil því nýta tækifærið, virðulegi forseti, og spyrja hæstv. umhverfisráðherra: Kemur til greina að auka afköstin í ljósi þess að þetta er svo mikilvægt út af öryggismálum, ferðamannamálum, beitarmálum og ekki minnst út af utanvegaakstri.
Næsta ræða
Fyrri ræða
Bráðabirgðaútgáfa. [14:19] umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):
Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Siv Friðleifsdóttur fyrir fyrirspurnina. Hún er eins og heyra má nokkuð vel inni í þessum málum, en eins og fram hefur komið hafa Landmælingar Íslands unnið að því í samvinnu við Vegagerð ríkisins í þó nokkur ár að kortleggja vegarslóða í landinu. Þetta er auðvitað gríðarlega stórt verkefni en vinnunni hefur miðað nokkuð vel áfram. Í upphafi þessa árs höfðu um 22 þúsund kílómetrar verið mældir og settir inn á landupplýsingakerfi stofnunarinnar og ég hygg að núna í nóvembermánuði séu kílómetrarnir orðnir 25 þúsund, ég vona að ég fari rétt með það.Landmælingar Íslands gerðu fyrr á þessu ári samning við Ferðaklúbbinn 4×4 um að GPS-mæla fleiri slóða og fá aðgang að gögnum sem félagar ferðaklúbbsins höfðu aflað í gegnum tíðina. Þar með bættust við 4 þúsund kílómetrar í þennan gagnagrunn. Nú er svo komið að vegslóðar á hálendinu og Suðvesturlandi hafa nánast allir verið kortlagðir. Aðrir hlutar landsins eru langt komnir og talið er að enn eigi eftir að kortleggja einhver þúsund kílómetra til viðbótar.
Eins og fram hefur komið er kortlagning forsenda þess að hægt verði með markvissum hætti að taka á því alvarlega vandamáli sem utanvegaakstur er. Þeir slóðar sem nú hafa verið kortlagðir verða flokkaðir og skilgreindir og ákvörðun tekin um hverjum á að loka fyrir umferð og hverjir geta verið opnir tímabundið eða eftir atvikum eins og færð um þá leyfir. Þessi vinna þarf að fara fram í samráði við heimamenn með hliðsjón af landnýtingu svæðisins, náttúruvernd og útivist. Miðhálendið er það svæði sem við viljum einblína á og ljúka fyrst vinnu við. Það þarf að gefa út kort og fræða almenning um hvaða vegir séu opnir og hverjir ekki og merkja þá skilmerkilega. Fulltrúar ráðuneytisins munu funda með hlutaðeigandi sveitarfélögum á næstunni og gert er ráð fyrir að sú yfirferð sem nú er fyrirhuguð nái til markalínu miðhálendisins en aðrir landshlutar fylgi svo í kjölfarið. Með þessu móti og hugsanlega með lagabreytingum er vonast til að hægt verði að draga úr lagalegri óvissu um það hvað teljist utanvegaakstur og loka slóðum sem eru taldir óþarfir þannig að þeir hverfi smám saman. Tilgangurinn er sem sagt að fækka slóðum og styrkja úrræði gegn utanvegaakstri.
Hins vegar er rétt að árétta að allur akstur utan vega er bannaður samkvæmt lögum. Á því leikur ekki vafi. Óvissan er hins vegar um það hvað sé vegur og hvað sé ekki vegur, hvað sé slóði og hvað sé ekki slóði. Akstur manna á slóðum utan almennra vega er á þeirra eigin ábyrgð. Slóðar geta orðið til vegna utanvegaaksturs eins farartækis og þótt ekki sé til heildstætt kort yfir flokkaða vegi enn þá þýðir það ekki að heimilt sé að aka eftir slóðum eða hjólförum utan skilgreindra vega þar til kortlagningunni er lokið. Hugsanleg lokun slóða í framtíðinni með merkingum þýðir heldur ekki að aðrir ómerktir slóðar séu leyfilegir til aksturs. Tilgangur vinnunnar fram undan er að eyða vafa um hvar sé heimilt að aka og hvar vegir í náttúru landsins liggja og að vafaatriðin verði túlkuð náttúrunni í hag.
Utanvegaakstur getur skilið eftir sig langvarandi lýti, ekki síst á viðkvæmum svæðum á hálendinu, og eyða þarf allri óvissu í þeim efnum og að því búnu að taka með viðeigandi hætti á þeim brotum sem utanvegaaksturinn er. Einnig má nefna í þessu sambandi að skoði maður töflur yfir fjölda ökutækja hér á landi, og þá er ég að tala um ökutæki af öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum léttum torfæruhjólum og upp í risastóra jeppa, þá hefur ökutækjum á Íslandi fjölgað gífurlega á undanförnum áratug. Það er m.a. við þann vanda að etja að um leið og við getum glaðst yfir því að fleiri hafi aðgang og geti ferðast um landið þýðir það líka að tækin, að vélarnar í þessum tækjum eru svo sterkar og kraftmiklar að menn komast kannski á slóðir sem var mjög vandasamt að komast á fyrir 15, 20, 30 árum. Við eigum líka við þennan vanda að etja, en ég hygg að á næstu 1-2 árum, á næstu tveimur árum held ég að væri raunsætt að segja, ættum við að geta lokið þessari vinnu.
Bráðabirgðaútgáfa. [14:24] Fyrirspyrjandi (Siv Friðleifsdóttir) (F):
Virðulegur forseti. Það er tilfinning mín að þegar farið var í það að kortleggja vegi og slóða hafi menn séð, og það er líka sú tilfinning sem menn eins og Jón G. Snæland hafa, en hann er sá sem hefur kannski haft mesta forustuna um þetta hjá Ferðaklúbbnum 4×4, að þetta er stærra verkefni en þeir ætluðu í fyrstu þegar vinnan hófst við að fara skipulega yfir svæði fyrir svæði, því að það eru svo margir slóðar á hverju svæði.Það er mjög mikilvægt að spýta í lófana til að klára málið og miðað við tölur kostar þetta ekki mikið. Ég rýndi í tölur fyrir ekki löngu síðan og þá var áætlað að það kostaði um 9 millj. kr. að klára 4 þúsund kílómetra. Mér heyrðist hæstv. ráðherra segja að 1.000 kílómetrar séu ókortlagðir. Ef það er rétt þá er það kostnaður upp á 2-3 milljónir, það er ekki mikill kostnaður. Það er afar brýnt að setja meiri kraft í þetta og klára málið vegna þess að þótt búið sé að kortleggja vegi og slóða þá er björninn ekki unninn af því að þá á eftir að hafa samráð við sveitarfélögin og ræða við þau og aðra hagsmunaaðila, ræða við klúbba eins 4×4, VÍK og fleiri um það hvað á að vera opið, hvað á að vera lokið, hvenær á að vera opið hér og hvenær lokað þar o.s.frv. Það er mjög þungt ferli, við þekkjum það.
Væntanlega þarf síðan að auglýsa vegina og slóðana sem skipulagstillögur, gefa mönnum kost á athugasemdum o.s.frv. og fara með þetta í skipulagsferli eins og í skipulagsmálum hjá sveitarfélögunum. Þetta er heilmikið ferli og þess vegna verður að fara að ljúka við kortlagninguna. Mál hafa verið að falla fyrir dómi af því að lögin eru ekki nógu skýr, þ.e. af því að ekki er nógu skýrt hvað er vegur og hvað er slóði. Ég tek undir að við eigum auðvitað að andmæla því eins og við mögulega getum að fólk keyri utan vega en þá verðum við líka að hafa það skýrt hvað er vegur, hvað er slóði og hvað ekki.
Bráðabirgðaútgáfa. [14:26] umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):
Hæstv. forseti. Já, þar liggur efinn eins og niðurstöður héraðsdóma hafa sýnt. Þegar kortlagningu er áfátt og um marga slóða er að ræða þá er eins og hin algilda regla að utanvegaakstur er bannaður með lögum víki til hliðar, svo einkennilegt sem það er. En það er líka rétt hjá hv. þingmanni að þetta er stórt verkefni og flókið og það hefur stækkað á leiðinni, ef þannig má að orði komast. Ekkert af þessu verður gert nema í samvinnu við sveitarfélög og landeigendur og aðra sem hlut eiga að máli en ég vænti þess að þeir sem bera ábyrgð, eiga lönd eða eru stjórnendur sveitarfélaga eða aðrir sem þurfa að taka þátt í að koma þessu máli á koppinn séu allir af vilja gerðir, af því að það eru mjög ríkir hagsmunir fyrir okkur öll að kippa þessu í liðinn og koma í veg fyrir utanvegaakstur. Þá skiptir ekki máli hvað sveitarfélagið heitir, þetta eru almannahagsmunir, hagsmunir okkar allra og náttúrunnar.
16.11.2007 at 10:17 #603274sælir félagar
Siv er klárlega málsvari okkar í þessum málum enda nefnir hún F4x4 og VÍK margoft í sínum ræðum en Umhverfisráðherra tönglast stanslaust á sveitarfélögum og landeigendum þegar kemur að því að ákveða hvað er opið og hvað verður lokað, minnist ekki einu orði á F4x4/VÍK.
Verður eitthvað hlustað á raddir slóðavina þegar á hólminn er komið !
Það er ekkert sem segir að trackaður slóði verði samþykktur af einhverri sveitarstjórn þegar nær dregur. Því færri slóðar, þeim mun minni vinna við eftirlit !!!
Hvernig tilfinningu hafa menn fyrir þessu ?
kv
AB
16.11.2007 at 10:54 #603276Það er alveg ljóst að þetta mál er líklegt til að verða eitt það áhrifamesta á sjálfstæða ferðamennsku utan alfaraleiða á Íslandi. Það má sjá af þessum umræðum, sem og öðrum sem farið hafa fram á þingi um þetta mál að tilgangurinn með þessari slóðasöfnunum er sá að fara yfir slóða á landinu og loka því sem kallað er "óþarfa" slóðum. Eins er alveg skýrt að þeir slóðar sem ekki verða inni í safni LMÍ eftir að þessu verkefni lýkur, verður lokað fyrir öllum akstri og á það litið sem utanvegaakstur, sama hvað.
Með því að taka þátt í þessu verki er Ferðaklúbburinn að ná að hafa áhrif á útkomuna en betur má ef duga skal. Það er skelfilega lítill tími til stefnu, nú getum við hvenær sem er farið að búast við því að yfirvöld fari að vinna í svæðum sem þau álíta slóða- og vegasöfnun lokið í. Þá verður væntanlega farið yfir slóða sem til eru og vinsað úr og lokað því sem talið verður óþarfi.
Mikilvægt er að heimildir sem fólk býr yfir um vegi og slóða berist klúbbnum til að hægt sé að leggja fram í þessari vinnu og enn og aftur vantar sárlega að fá ferla sem félagsmenn búa yfir en ekki hafa ratað inn í ferlaverkefnið. Þetta á við um allt landið, hvort sem um er að ræða Suðurnes, Austfirði, Norðurland, Vestfirði eða hvaða fermeter af landi sem menn hafa í sínum bakgarði.
Það er alveg ljóst að það verður ekki aftur snúið í þessum málum, stefnan er að loka slóðum. Við erum í björgunaraðgerðum og vantar hjálp og stuðning félagsmanna um land allt.
Nú er komið að því að við sýnum samstöðu í verki, að við séum ein heild.
Kveðja,
Barbara Ósk
16.11.2007 at 15:20 #603278Mín skoðun er sú, að þáttaka í þessu verkefni hafi verið arfavitlaus frá upphafi, því án vinnu félagsmanna hefði þetta verið óvinnandi vegur. Í dag búum við við það, að geta keyrt þá slóða sem við viljum, eins og dæmin sanna. Þegar þessu verkefni verður lokið, munu fólk með enga þekkingu á ferðamennsku á hálendinu, taka þessa ferla og leggja til að c.a. 90% af þessum ferlum, ef ekki meira, þeim verði lokað, og það munu verða sett lög sem kveða á um það. Allt tal um að hafa áhrif í þessu máli er að mínu mati bara bull.
kv.
Eiríkur
16.11.2007 at 16:19 #603280Þetta er sjónarmið, en spurningin er hvernig málin stæðu ef 4×4 tæki ekki þátt í þessu. Vandamálið hefði ekki horfið við það og nokkuð ljóst að þessi vinna hefði þá einfaldlega verið unnin án okkar framlags. Það hefði svo aftur haft þær afleiðingar að annars vegar væri fjöldi slóða sem ekki kæmi einu sinni til álita þar sem upplýsingar um þá lægu ekki fyrir og svo hins vegar að möguleikar okkar til að hafa áhrif á þessa vinnu væru litlir sem engir. Það þarf að hafa það í huga að þetta ferli fór í gang alveg án okkar aðstoðar, en þau áhrif sem við höfum nú þegar haft á það er að sýna fram á að ekki sé hægt að byggja eingöngu á kortagrunni LMI eins og hann var áður en ferlasöfnunin fór í gang. Þetta er nú heilmikið og því má segja að við höfum þegar haft umtalsverð áhrif. Án þess hefði verið tekin ákvörðun um löglega slóða út frá þeim gögnum sem þá lágu fyrir. Næsta skref okkar í að hafa áhrif á þetta ferli er að gera allt sem við getum til að gagnagrunnurinn sem byggt verði á innihaldi alla þá slóða sem verið er að nota. Þetta er gríðarlegt verkefni sem Jón Snæland hefur stýrt af miklum krafti og gerir það að verkum að hann er tilgreindur sérstaklega sem gúru í þessu í þingræðum á hinu háa Alþingi. Það bendir nú líka til að klúbburinn sé að hafa allnokkur áhrif á þetta mál. Loks er það svo þriðja skrefið sem snýst um að taka ákvarðanir um hvort eða hvaða slóðum verði lokað. Auðvitað vitum við ekki ennþá hvað við komum til með að hafa mikil áhrif á þann þátt vinnunnar, en það eykur möguleika okkar þar verulega að klúbburinn leggur til gríðarlega vinnu í þessu máli og er raunar kominn með góða viðurkenningu sem sérfróður hagsmunaaðili í þessum efnum. Það er allavega nokkuð ljóst að eins og við höfum komið málum fyrir þá muni fleiri en við rísa upp og mótmæla ef gengið verður framhjá klúbbnum á því stigi málsins. Nægir þar að benda á ræði Sivjar hér að ofan. Við höfum unnið að þessu máli af heilindum og með ábyrgri afstöðu bæði gagnvart ferðafrelsinu og náttúrunni og ég er nokkuð viss um að við höfum unnið okkur víða bandamenn með þessum starfsháttum. Það á eftir að nýtast okkur vel.
Kv – Skúli
16.11.2007 at 17:35 #603282Ekki veit ég með hvaða gleraugum þú last ræðu Sivjar, hér eru nokkrar tilvitnanir…
Tilvitnun hefst…
"Þeir slóðar sem nú hafa verið kortlagðir verða flokkaðir og skilgreindir og ákvörðun tekin um hverjum á að loka fyrir umferð "
"Með þessu móti og hugsanlega með lagabreytingum er vonast til að hægt verði að draga úr lagalegri óvissu um það hvað teljist utanvegaakstur og loka slóðum"
(Ath, skv. dómum sem hafa fallið undanfarið er engin lagaleg óvissa um þessi mál. innsk. eiki)"Hugsanleg lokun slóða í framtíðinni með merkingum þýðir heldur ekki að aðrir ómerktir slóðar séu leyfilegir til aksturs."
"ræða við klúbba eins 4×4, VÍK og fleiri um það hvað á að vera opið, hvað á að vera lokið, hvenær á að vera opið hér og hvenær lokað þar o.s.frv. Það er mjög þungt ferli, við þekkjum það"
Tilvitnun lýkur…
Og sjáið bara, hvað segir að því er þið haldið að sé okkar helsti stuðningsmaður… "Það er mjög þungt ferli".
Hér væri gott að fá frekari útskýringar, þó mig renni svo sem í grun um hvað hún er að meina með þessu.kv.
Eiríkur
16.11.2007 at 17:54 #603284Slóða verkefnið hefur gríðalega merkingu fyrir klúbbinn í framtíðinni.
Ef svo skemmtilega vildi til að ekki er búið að merkja slóða og félagsmenn 4×4 ætla t.d að fara í góðan túr aka síðan eitthverja skemmtilega leið sem þeir vilja endilega hald leindum og hafa passað sig á að gefa okkur ekki upp.
Úps þyrlan mætt á staðinn, buddan fær sjokk.
ÆÆÆ það má ekki aka lengur þessa fallegu leið einfaldlega vegna þess að ekki var ferlað eða sett inn á kortið.
Þetta má ekki koma fyrir.
Þess vegna verða allir að standa saman og vinna með okkur.
Þetta er hagsmunamál okkar allra sem langa að aka um okkar fallega land.
Vinnum saman en ekki á móti.
kv
Agnes Karen Sig
Formaður f4x4
16.11.2007 at 18:14 #603286Af hverju slóðaverkefnið. Fyrir daga verkefnisins átti sé stað ýmis vinna í nefndum, þar var aðkoma Ferðaklúbbsins óveruleg og nánast enginn og þaðan af síður áhrifinn.
Við vissum það af marg fenginni reynslu að standa á hliðarlínunni gæfi okkur ekkert í aðra hönd. Þ.a.s við vildum ekki lenda í því að gera ekki neitt. Einsog auglýsingin segir:
Ekki gera ekki neytt. Við teljum að við höfum séð það að nú var farið að nálgast alvöruna, vegna þrísting úr ýmsum áttum. Og ef við ætluðum ekki að naga þröskuldinn í kulda og trekki, væri best að vera með enda er það eina leiðinn til þess að hafa áhrif á lokaniðurstöðuna.
16.11.2007 at 18:16 #603288er sá, að stjórnmálamenn eru að setja fé í þetta verkefni, ekki til að auðvelda aðgang að hálendinu, heldur til þess að geta lokað sem mestu af þeim slóðum sem eru í notkun í dag. Og Agnes, gættu að því, að þyrlan kom, og þyrlan fór og hvað kom út úr því. Ég veit ekki til þess að neinn hafi þurft að taka upp veskið, en þess þurfum við örugglega í framtíðinni, þegar Ferðaklúbburinn 4×4, er búinn að afhenda Ólafi sýslumanni verkfærin upp í hendurnar.
kv.
Eiríkur
16.11.2007 at 18:21 #603290Þetta er ekki rétt hjá þér Eiríkur, menn tóku upp veskin. Sem lentu í dómsmálunum.
Því vörnin var ekki ókeypis þrátt fyrir að málin hafi unnist.
16.11.2007 at 19:11 #603292Það er alveg ljóst að í þetta verkefni hefði alltaf verið farið hvort sem við hefðum tekið þátt í því eður ei. Ef við hefðum ekki tekið þátt þá hefðu færri leiðir orðið til út úr því á endanum, það er líka alveg orðið ljóst þeim sem eru að vinna í þessu. Hluti af ástæðunni fyrir þessari vinnu umhverfisráðuneytis er líka að ekki hafi tekist að fá sakfellingar fyrir utanvegaaksturinn í fyrra. Það beinlínis liggur í orðum umhverfisráðherra að breyta þurfi lögum til að ná þeim yfir þennan akstur. Að sjálfsögðu stendur til að yfirfara þessa slóða og loka hluta af þeim. Það hvort að við erum þarna inni breytir því ekki. Hins vegar eru okkar hagsmunir svo ríkir þarna að við hreinlega verðum að taka þátt til að geta haft einhver áhrif.
Við eigum og þurfum að vera umsagnaraðilar að svona verkefnum og að því höfum við verið að vinna í mörg undanfarin ár. Loks er þó farið að sjást í árangurinn af þeirri vinnu.
Við höfum verið að kalla eftir aðstoð og samstöðu í þessu verki til að hámarka okkar árangur og aðgengi að hálendi Íslands. Enn og aftur vil ég ítreka þörfina fyrir þessa samstöðu og aðstoð í verkefninu.
Því sama hversu okkur langar til að stinga höfðinu í sandinn, þessi vinna fer fram, með eða án okkar áhrifa. Okkar aðkoma að verkinu á að tryggja að okkar málstað sé ekki ýtt út af borðinu.
Kveðja,
Barbara Ósk
16.11.2007 at 20:06 #603294ég er sammála rökum um að taka þátt í slóðaverkefninu, sendi mína fáu ferla fyrir margt löngu og finnst reyndar óþarfi að eyða púðri í að rökræða þann hluta. Þetta er þó aðeins fyrri hálfleikur og við erum vel inn í leiknum ennþá.
Hvað gerist í seinni hálfleik þegar sveitarstjórnarmenn, landeigendur (bændur), sýslumenn og aðrir komast með puttana í að ákvarða hvað má og hvað má ekki. Ég hef satt að segja stórar áhyggjur af þeim hluta málsins. Er komin einhver lína í hvernig verður staðið að þessum málum ? Fáum við yfirleitt að spila með ?
Djöfull er ég góður í þessu myndmáli maður 😉
kv
AB
16.11.2007 at 22:26 #603296Sælir félagar
Núna þurfa allir sem að þessu máli koma að snúa bökum saman á ég þá við:
f4x4, vélhjólamenn, ferðaþjónustan, Útivist, Ferðafélögin og fara að undirbúa framhaldið, við getum haft áhrif ef við tökum rétt á málum, helst að virkja okkar menn í öllum flokkum A, B C, D……. Öllum flokkum.kv gundur
16.11.2007 at 22:26 #603298Sælir félagar
Núna þurfa allir sem að þessu máli koma að snúa bökum saman á ég þá við:
f4x4, vélhjólamenn, ferðaþjónustan, Útivist, Ferðafélögin og fara að undirbúa framhaldið, við getum haft áhrif ef við tökum rétt á málum, helst að virkja okkar menn í öllum flokkum A, B C, D……. Öllum flokkum.kv gundur
16.11.2007 at 23:20 #603300Já hér er verkefni sem allir þurfa að vinna saman.
kv
Agnes
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.