This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Af vefsíðu Slóðavina
http://www.slodavinir.org/index.php?option=com_content&view=article&id=227:siv-spyr-umhverfisraeherra-um-sloeanefnd-rikiisins-a-altingii&catid=25:starfshopur-um-utanvegaakstur&Itemid=36
Starfshópur um utanvegaakstur
Miðvikudagur, 25 Febrúar 2009 23:21
Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins og þingflokksformaður, hefur lagt fram fyrirspurn til umhverfisráðherra varðandi störf Slóðanefndar Ríkisins ( starfshópur um utanvegaakstur ). Siv hefur í gegnum tíðina lagt mótorhjólafólki lið í baráttu sinni fyrir bættum réttindum, bæði sem ráðgjafi og með fyrirspurnum á Alþingi. Svör við fyrirspurninni er að vænta í kringum miðjan mars.
Siv hefur ákveðið að bjóða sig fram til alþingiskosninga nú í vor, en fyrst þarf hún að komast í gegnum prófkjör í Framsóknarflokknum á Seltjarnarnesi. Þeir sem vilja styðja Siv í baráttu sinni er bent á að hafa samband við hana beint, siv (at) althingi.is .
.
136. löggjafarþing 2008-2009.
Þskj. 587 – 344. mál.
.
Fyrirspurn
.
til umhverfisráðherra um kortlagningu vega og slóða á hálendinu.
.
Frá Siv Friðleifsdóttur.
.1. Er að vænta niðurstöðu verkefnis sem felur í sér kortlagningu vega og slóða á hálendinu og ákvörðunar um hvaða vegi og slóða sé heimilt að aka?
2. Hvernig er samráði við Ferðaklúbbinn 4×4, samtök vélhjólamanna, hestamanna og aðra hagsmunahópa háttað í þessari verkefnavinnu?
3. Hví eiga fulltrúar hagsmunasamtaka ekki beina aðild að nefndinni sem vinnur verkefnið?
You must be logged in to reply to this topic.