This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Hafa menn eitthvað verið að setja nýja(stærri) alternatora í Toy. DC.
Ég verð var við það með tölvuna mína að þegar ég er búinn að vera í doldin tíma á lágum snúningi (eins og gerist oft í slæmu veðri eða hjakki eða bara í bið meðan einhver er fastur) að tölvan mín hættir að fá rafmagn. Ég hef bæði verið með þar til gerðan 12V spennugjafa frá framleiðanda tölvunar, og núna er ég með 300W áriðil frá Aukaraf.
Þetta gerist í báðum tilfellum, eina skýringin sem ég hef er að spennan falli það mikið á geymunum að spennugjafi tölvunnar neiti að taka lengur þátt. Áriðilinn hefur farið að pípa líka og slökkt á sér, sem styður þessa kenningu.
Eina sem mér dettur í hug er að fá stærri alternator ??
Hvernig er best að snúa sér með slíkt, er einhver ákveðinn sem passar betur en aðrir ?Rétt að taka fram að geymarnir eru tiltölulega nýir, og eru í góðu lagi.
Einhverjar tillögur ??
Arnór
R-2088
You must be logged in to reply to this topic.