This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Haukur Þór Smárason 15 years ago.
-
Topic
-
Ég var að lenda í þeirri skemmtilegu reynslu að það brotnaði rúða í jeppanum hjá mér. Þetta er hliðarrúða í skottinu. Mér datt í hug að setja álplötu í staðinn, myndi þá festa hana eins og rúðuna, þ.e. opnanleg.
Dettur mönnum eitthvað í hug sem mælir gegn þessu? Hvað mynduð þið mæla með þykkri plötu í svona smíði, allur víbringur er að sjálfsögðu óvelkominn.
Svo var ég að velta fyrir mér hvort að hitabreytingar hefðu nokkuð alvarleg áhrif á þetta, þ.e. myndi svoan plata þenjast mikið eða draga sig mikið saman? Hvort finnst ykkur að ég ætti að hafa þetta samlitað bílnum eða svart?
P.s. Ný rúða frá Toyota kostar á milli 40 og 50 þús kr, og þá ætti ég eftir að láta filma hana. Þetta gæti því kostað minna í heildina. Ætli tryggingarnar myndu vilja taka þátt í svona frekar en að borga rúðu?
You must be logged in to reply to this topic.