FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Almennar rásir eða hvað?

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Almennar rásir eða hvað?

This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 21 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.11.2003 at 13:32 #193199
    Profile photo of
    Anonymous

    Sælir allir,

    Nú nýlega fjárfesti ég í VHF stöð hjá RSH, búinn að setja hana í og var að fikta í henni. Skoða svona hvaða rásir væru í henni, fikta í tökkum og svona þetta venjulega. Núna var ég svo að skoða rásalistann hjá RSH og fór því að velta fyrir mér rásunum.

    Þegar ég keypti talstöðina var ég spurður hvaða rásir ég vildi hafa í henni, þar svaraði ég að ég væri „bara“ félagi í 4×4 og hefði því ábyggilega ekki rétt á öðru. Tók svo bara við stöðinni og setti hana í…
    Nú er ég með 4×4 rásirnar að auki rás 42 (en ekki 84?) og rás 45.

    En hvað með rás 16 Neyðarrásina???
    Er það lokuð rás eða gleymdist að setja hana í?

    Reyndar er hún flokkuð undir „Björgunarsveitir“ á listanum.
    En ekki get ég séð að hún komi að miklum notum sem neyðarrás ef aðeins björgunarsveitir hafa aðgang að henni???

    Er þá rás 45 eina rásin sem maður getur kannski reiknað með að sé í öllum stöðvum (er hún sett í allar stöðvar??) og því best að kalla á henni ef í nauðirnar rekur og maður þarf að komast í samband við einhvern til að koma skilaboðum áleiðis eða fá aðstoð??

    Ég veit vel að flestir sem þvælast á fjöllum og eru með VHF stöð eru í 4×4 (líka björgunarsveitirnar?) en það gæti alltaf verið að vélsleðamaður, einhver frá Útivist eða Ferðafélaginu sem ekki er í 4×4 væri í 5 mín fjarlægð eða amk innan sendisviðs en þar sem við hefðum enga sameiginlega rás þá myndi maður bara deyja drottni sínum þarna með aðstoð við hendina, tækin til að hafa samband en enga sameiginlega rás eða… Neyðarrás, til að tala saman á.

    Gaman væri ef einhver VHF gúru gæti upplýst málið

    Takk fyrir
    Siggi_F

  • Creator
    Topic

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.