This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Tryggvason 17 years ago.
-
Topic
-
Sæl félagar, búinn að velta þessu of mikið fyrir mér í dag. Þarf að skrifa eitthvað hérna til að koma þessu úr hausnum á mér, er ekki mikið pláss þar fyrir.
.
Samskiptin hér á netinu hafa oft verið mér hugleikin, margt hef ég afgreitt sem vanþroska og eitthvað sem er ekki eftirtektarvert en ýmislegt tel ég hins vegar vera mjög undarlegt og umræðuvert hérna á vefnum.
.
Ég er einn af (að ég tel) þeim meirihluta félagsmanna sem sjást aldrei eða nánast aldrei í félagsheimili klúbbsins, hvort sem er á samkomum þar eða öðrum uppákomum. Kom reyndar í Mörkina bara í allra fyrsta skipti núna á miðvikudagskvöd á hreint ágætt MapSource og nRoute kynningarkvöld sem var haldið af Lalla á vegum Hjálparsveitarinnar.
Ég hef ekki séð mér fært að gefa af tíma mínum enn sem komið er til starfa fyrir klúbbinn og er það miður, kemur alls ekki til af áhugaleysi heldur bara þessi sama gamla afsökun með tímaleysi.
.
Ég gekk í klúbbinn á sínum tíma fyrst og fremst vegna þess að ég vildi styðja einu hagsmunasamtök jeppamanna á Íslandi með amk mínu félagsgjaldi. Mér hefur hins vegar fundist afar gott að nýta mér vefinn til að fylgjast með og stundum leggja orð í belg.
.
Ég veit ekki hversu margir félagsmenn 4×4 hegða sér eins og ég, en ég vil samt trúa því að mínir líkar eigi að hafa fullan rétt á við þá félagsmenn sem mæta betur á fundi. Ég geri mér grein fyrir því að kosningar o.fl. þvíum líkt geta ekki farið fram hérna á vefnum, en almennt upplýsinga streymi á engu að síður að vera hér afar gott og til ítarlegra upplýsinga fyrir félagsmenn 4×4.
.
Þessar vangaveltur hjá mér hófust í dag þegar ég var að lesa spjallþráð um miðjuferðina þar sem lögð var fram einföld kurteisileg fyrirspurn til stjórnar um þáttöku í ferðinni og kostnað, fyrirspurn sem var svarað að mestu með fyrirslætti og jafnvel svíðingshætti á persónuna sem bar fram fyrirspurnina. Ég geri mér sem fyrr segir 100% grein fyrir því að á fjölsóttum vef verður alltaf erfitt að halda umræðunum kurteisilegum og málefnalegum, en er ekki eðlileg krafa að stjórn og starfsmaður klúbbsins svari málefnalega og upplýsandi?
.
Persónulega er mér alveg slétt sama hvaða fyrirmenni og/eða drifleysingjar fara með í þessa ferð, þetta og svona fyrirspurnir almennt snúast miklu meira um það að upplýsingastreymið sé gott til félagsmanna. Við erum nefnilega félag þar sem að allir félagar hafa sömu réttindi.
.
Ef að ekki er hægt að ræða hlutverk og verkefni klúbbsins á innanfélagsþráðum svo að vel sé, hver er þá tilgangurinn með þessum spjallþráðum yfirhöfuð? Ég tel alveg fullvíst að allir beri ábyrgð, en ef stjórnin fer ekki fyrir hópnum sem leiðbeinandi um góðar venjur á þráðunum af hverju ætti þá nýr félagsmaður (eða nýr heilaþegi) að vita hvernig er gott að hegða sér hérna?
.
Ég hef reynt að temja mér kurteisi og húmor í samskiptum mínum hérna á vefnum. En eins og samskiptin eru að þróast hérna undanfarið tel ég víst að vefurinn hafi meira afl til eyðileggingar, niðurrifs og fækkunar félaga en nokkurn tíma til uppbyggingar fyrir félagið og samskipti innan þess.
.
Væri ekki gaman ef öll dýrin í skóginum væru bara vinir? Já, og jafnvel á sama stallinum líka.
You must be logged in to reply to this topic.