FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Allir bílar undir gervihnattaeftirliti

by Þorgeir Egilsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Allir bílar undir gervihnattaeftirliti

This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Steinsson Einar Steinsson 17 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 14.11.2007 at 08:31 #201172
    Profile photo of Þorgeir Egilsson
    Þorgeir Egilsson
    Member

    Samgönguráðuneytið, Neyðarlínan og fyrirtækið ND vinna að því, í samstarfi við Evrópusambandið, að unnt verði að taka upp sjálfvirka hringingu úr bílum í Neyðarlínuna, beri slys að höndum. Það mun jafnframt þýða að allir bílar verða undir gervihnattaeftirliti.

    Nái áformin fram að ganga ber ast Neyðarlínunni strax upplýsingar um staðsetningu bílsins, hraða sem ekið var á, númer bílsins, tegund og mögulegan fjölda farþega auk þess sem upplýsingar fást um hversu mikið höggið var. Verkefnið gengur undir heitinu e-Call sem stendur fyrir emergency call.

    ,,Við erum fulltrúar Íslands í þessu verkefni og vinnum að undirbúningi að þessu kerfi hér. Það er ósk Evrópusambandsins að það verði í öllum bílum framleiddum fyrir Evrópumarkað frá og með árinu 2010,“ segir Friðgeir Jónsson, framkvæmdastjóri ND, fyrirtækis sem sérhæfir sig í tækni á sviði eftirlits með aksturslagi.

    Hvernig lýst ykkur á svona fréttir og hvar er persónuvernd núna.
    Kveðja Þorgeir

  • Creator
    Topic
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)
  • Author
    Replies
  • 14.11.2007 at 09:16 #603138
    Profile photo of Andri Már Johnsen
    Andri Már Johnsen
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 62

    þetta er bara ekkert nema góðar fréttir. Flýtir viðbragðstíma þegar eitthvað kemur upp á, kemur væntanlega í veg fyrir, allavega minnkar hættuna á að bílnum sé stolið. Hægt að fylgjast með utanvegaakstri og sporna gegn hraðakstri.
    Einu slæmu áhrifin sem ég sé eru einmitt þau að menn geta síður komist upp með hraðaksktur og utanvegaakstur, sé ekki að persónuvernd eigi eitthvað að fara að púkka upp á svoleiðis vesen.





    14.11.2007 at 09:21 #603140
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Nú verður nóg að gera hjá sýslumannsfíflinu á Selfossi.

    Kv Izan





    14.11.2007 at 09:32 #603142
    Profile photo of Trausti Jónsson
    Trausti Jónsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 136

    Skrá yfir sektir og önnur viðurlög vegna brota á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna nr. 662/2006 og reglugerð um notkun ökurita nr. 661/2006.

    Brot á eftirfarandi ákvæðum reglugerðanna varða sektum samkvæmt þessari skrá:
    1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 662/2006 – Daglegur aksturstími að hámarki 10 klukkustundir
    Umframtími í klst. Umfram í % Sekt ökumanns kr. Sekt eiganda kr.
    ½ 5 10.000 15.000
    1 10 20.000 30.000
    1½ 15 30.000 45.000
    2 20 40.000 60.000
    2½ 25 50.000 75.000
    3 30 60.000 90.000
    3½ 35 70.000 105.000
    4 40 80.000 120.000

    2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 662/2006 – Aksturstími á hverjum 14 dögum að hámarki 90 klukkustundir
    Umframtími í klst. Umfram í % Sekt ökumanns kr. Sekt eiganda kr.
    4½ 5 10.000 15.000
    9 10 20.000 30.000
    13½ 15 30.000 45.000
    18 20 40.000 60.000
    22½ 25 50.000 75.000
    27 30 60.000 90.000
    31½ 35 70.000 105.000
    36 40 80.000 120.000

    1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 662/2006 – Akstur án hlés að hámarki 4,5 klukkustundir
    Umframtími Umfram í % Sekt ökumanns kr. Sekt eiganda kr.
    14 mínútur 5 10.000 15.000
    27 mínútur 10 20.000 30.000
    41 mínúta 15 30.000 45.000
    54 mínútur 20 40.000 60.000
    1 klst. og 8 mín. 25 50.000 75.000
    1 klst. og 21 mín. 30 60.000 90.000
    1 klst. og 35 mín. 35 70.000 105.000
    1 klst. og 48 mín. 40 80.000 120.000

    3. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 662/2006 – Daglegur hvíldartími – tveir ökumenn – að lágmarki 8 klukkustundir
    Brot í tíma Brot í % Sekt ökumanns kr. Sekt eiganda kr.
    24 mínútur 5 10.000 15.000
    48 mínútur 10 20.000 30.000
    1 klst. og 12 mín. 15 30.000 45.000
    1 klst. og 36 mín. 20 40.000 60.000
    2 klst. 25 50.000 75.000
    2 klst. og 24 mín. 30 60.000 90.000
    2 klst. og 48 mín. 35 70.000 105.000
    3 klst. og 12 mín. 40 80.000 120.000

    1. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 662/2006 – Daglegur hvíldartími að lágmarki 9 klukkustundir
    Brot í tíma Brot í % Sekt ökumanns kr. Sekt eiganda kr.
    27 mínútur 5 10.000 15.000
    54 mínútur 10 20.000 30.000
    1 klst. og 21 mín. 15 30.000 45.000
    1 klst. og 48 mín. 20 40.000 60.000
    2 klst. og 15 mín. 25 50.000 75.000
    2 klst. og 42 mín. 30 60.000 90.000
    3 klst. og 9 mín. 35 70.000 105.000
    3 klst. og 36 mín. 40 80.000 120.000

    2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 662/2006 – Daglegur hvíldartími – lágmark 12 klst. (Lengdur hvíldartími)
    Brot í tíma Brot í % Sekt ökumanns kr. Sekt eiganda kr.
    36 mín. 5 10.000 15.000
    1 klst. og 12 mín. 10 20.000 30.000
    1 klst. og 48 mín. 15 30.000 45.000
    2 klst. og 24 mín. 20 40.000 60.000
    3 klst. 25 50.000 75.000
    3 klst. og 36 mín. 30 60.000 90.000
    4 klst. og 12 mín. 35 70.000 105.000
    4 klst. og 48 mín. 40 80.000 120.000

    10. gr. reglugerðar nr. 662/2006 – Vikulegur hvíldartími – lágmark 45 klst.
    Brot í tíma Brot í % Sekt ökumanns kr. Sekt eiganda kr.
    2 klst. og 15 mín. 5 10.000 15.000
    4½ klst. 10 20.000 30.000
    6 klst. og 45 mín. 15 30.000 45.000
    9 klst. 20 40.000 60.000
    11 klst. og 15 mín 25 50.000 75.000
    13½ klst. 30 60.000 90.000
    15 klst. og 45 mín. 35 70.000 105.000
    18 klst. 40 80.000 120.000

    10. gr. reglugerðar nr. 662/2006 – Vikulegur hvíldartími – lágmark 36 klst. í bækistöð flytjanda
    Brot í tíma Brot í % Sekt ökumanns kr. Sekt eiganda kr.
    1 klst. og 48 mín. 5 10.000 15.000
    3 klst. og 36 mín. 10 20.000 30.000
    5 klst. og 24 mín. 15 30.000 45.000
    7 klst. og 12 mín. 20 40.000 60.000
    9 klst. 25 50.000 75.000
    10 klst. og 48 mín. 30 60.000 90.000
    12 klst. og 36 mín. 35 70.000 105.000
    14 klst. og 24 mín. 40 80.000 120.000

    10. gr. reglugerðar nr. 662/2006 – Vikulegur hvíldartími – lágmark 24 klst. annars staðar en í bækistöð flytjanda
    Brot í tíma Brot í % Sekt ökumanns kr. Sekt eiganda kr.
    1 klst. og 12 mín. 5 10.000 15.000
    2 klst. og 24 mín. 10 20.000 30.000
    3 klst. og 36 mín. 15 30.000 45.000
    4 klst. og 48 mín. 20 40.000 60.000
    6 klst. 25 50.000 75.000
    7 klst. og 12 mín. 30 60.000 90.000
    8 klst. og 24 mín. 35 70.000 105.000
    9 klst. og 36 mín. 40 80.000 120.000

    kr.
    2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Ökutæki ekki búið ökurita.
    Sekt ökumanns 30.000
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 45.000

    1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Ökuriti vinnur ekki rétt.
    Sekt ökumanns 10.000 – 40.000
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 15.000 – 60.000

    3. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Starfsskýrslur, ökuritaskífur og rafrænar upplýsingar sem tilgreindar eru í 1. mgr. 12. gr. ekki varðveittar í a.m.k. eitt ár.
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 60.000

    4. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Tengingar milli aflrásar bifreiðar og ökurita ekki innsiglaðar.
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 60.000

    5. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Ökumaður hefur ekki nægilega margar ökuritaskífur (bifreið er búin skífuökurita).
    Sekt ökumanns 30.000
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 45.000

    6. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Ökumaður hefur ekki ökumannskort (bifreið er búin rafrænum ökurita).
    Sekt ökumanns 30.000
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 45.000

    7. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Eftirlitsmanni ekki veittur aðgangur að upplýsingum.
    Sekt ökumanns 40.000
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 60.000

    8. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Ökumannskort, skífur og önnur gögn ekki vel læsileg, hrein og óskemmd.
    Sekt ökumanns 10.000 – 40.000
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 15.000 – 60.000

    12. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Eftirlitsmanni ekki veittur aðgangur að ökuritaskífum.
    Sekt ökumanns 40.000
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 60.000

    13. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Lögreglu eða eftirlitsmanni ekki afhent útprentað blað úr rafrænum ökurita.
    Sekt ökumanns 40.000
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 60.000

    1. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Skífa notuð lengur en einn akstursdag.
    Sekt ökumanns 20.000
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 30.000

    1. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Fleiri en ein skífa notuð á sama akstursdegi án þess að heimild 1. mgr. 13. gr. i. f. eigi við.
    Sekt ökumanns 20.000
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 30.000

    3. og 4. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 661/2006 – Skífa ekki rétt útfyllt.
    Sekt ökumanns 20.000
    Sekt eiganda eða stjórnanda í starfi 30.000





    14.11.2007 at 09:57 #603144
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Þessi reglugerð er alveg öskrandi dæmi um það að blýantanagarar og lögfræðingar kunna ekki stærðfræði.
    -haffi





    14.11.2007 at 10:13 #603146
    Profile photo of Trausti Jónsson
    Trausti Jónsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 136

    Föstudagur Reykjavík 21:00 – Hrauneyjar 24:00
    Laugardagur Hrauneyjar 8:00 – nýjidalur 24:00
    Sunnudagur Nýjidalur 8:00 – Reykjavík 22:00

    Þetta ferðalag mun kosta ökumanninn að lágmarki 600.000.kr í sekt

    og að auki "líklega" brot á 24 grein hegningarlaga (ef eg man rétt) og er maður þá í sama rétti og dauðadrukkinn ökumaður. Þreyta er jafn alvarlegur glæpur og áfengisdrykkja, í dag er bara erfitt að sanna það upp á menn.

    Það er engin undankomuleið því að stóri bróðir fylgist með.





    14.11.2007 at 10:26 #603148
    Profile photo of Andri Már Johnsen
    Andri Már Johnsen
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 62

    Sönnunarbyrðin er samt þeirra og þeir verða að kosta eftirlit á staðnum með öllum sem fara á fjöll þá. Ekki reyna að halda því fram að það sé keyrt í einum rykk, það er sífellt verið að stoppa, fá sér kaffi, hleypa úr, dæla í, spá og spauglera. Hvaða sönnun hafa þeir fyrir því að ekki hafi verið skipt um ökumann yfir daginn. Þeir geta ekki fylgst með því öðruvísi en að vera á staðnum.





    14.11.2007 at 10:33 #603150
    Profile photo of Andri Már Johnsen
    Andri Már Johnsen
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 62

    1. gr.
    Markmið.
    Markmið reglugerðar þessarar er að mæla fyrir um hámarks aksturstíma þeirra ökumanna
    sem reglugerðin gildir um hvern dag, hverja viku og hálfsmánaðarlega, um skyldu þeirra til að
    gera hlé á akstri og til að taka daglega og vikulega hvíld frá akstri.

    2. gr.
    Gildissvið.
    Reglugerðin gildir um aksturs- og hvíldartíma ökumanna bifreiða sem ætlaðar eru til
    farþega- eða vöruflutninga í atvinnuskyni á vegum sem opnir eru almennri umferð, það er
    hópbifreiðar og vörubifreiðar, svo og sendibifreiðar sem dregur eftirvagn, sé heildarþyngd
    vagnlestar yfir 3500 kg, með þeim undantekningum sem um getur í 3. mgr. og 4. gr.
    Reglugerðin gildir einnig eftir því sem við á, um þann sem er í bifreiðinni til þess að
    leysa ökumanninn af þegar hann tekur hvíld.
    Reglugerð þessi gildir ekki um bifreið sem:
    a) notuð er til farþegaflutninga í reglubundnum ferðum, sé ökuleiðin ekki lengri en
    50 km
    b) lögregla, slökkvilið eða almannavarnir nota
    c) notuð er í tengslum við störf við fráveitu, flóðavernd, vatns-, gas- og rafmagnsveitu,
    viðhald á vegum og eftirlit, sorphreinsun, símaþjónustu, póstflutninga,
    útvarps- og sjónvarpssendingar og við að miða út útvarps- eða sjónvarpssendibúnað
    eða móttökutæki
    d) notuð er í neyðartilvikum og við björgunarstörf
    e) ætluð er sérstaklega til að nota við læknisþjónustu
    f) notuð er til að flytja búnað fyrir fjölleikahús og tívolí
    g) ætluð eru sérstaklega til að nota við aðstoð á vegum
    h) er reynsluekið á vegum vegna tækniþróunar, viðgerðar eða viðhalds eða vegna
    þess að bifreiðin er ný eða endurbyggð og hefur ekki verið tekin í notkun
    i) notuð er til að flytja vörur til persónulegra þarfa en ekki í atvinnuskyni
    j) notuð er til að safna mjólk frá búum og flytja til baka mjólkurílát eða mjólkurafurðir
    til dýraeldis.

    Þetta er heldur ekki rétt, ef einhver fer á fjöll á sínum einka bíl þá er hann þar ekki í atvinnuskini svo ég held að það sé nú hægt að anda léttar.





    14.11.2007 at 11:53 #603152
    Profile photo of Þorvaldur Sigurðsson
    Þorvaldur Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 691

    Í þessari umræðu gætir talsverðs misskilnings. Menn tala eins og í gang sé að fara eitthvert allsherjar gervihnattaeftirlit með akstri og verða sér til lítils álitsauka með fúkyrðum í garð valinkunnra Stonesaðdáenda og sumir rugla síðan saman við atvinnubíla með ökurita sem aldrei verður settur í einkabíla. Sannleikurinn er hinsvegar sá að hér er um að ræða neyðarsenda sem vinna á sama plani og sjálfvirkir neyðarsendar í flugvélum; þ.e.s. eir fara í gang við högg og skýra þá frá staðsetningu bifreiðarinnar eftir höggið. Þegar slíkir sendar voru settir í flugvélar fyrir fáeinum áratugum stukku líka til lítthugsandi menn og töldu að um væri að ræða stórfellda árás á persónufrelsið. Þær raddir hljóðnuðu síðan þegar einmitt um það leyti varð sviplegt slys á Mælifellssandi þar sem varla leikur nokkur vafi á að allir hefðu bjargast hefði slík græja verið í þeirri flugvél sem þar fórst. Og nú dettur engum í hug að amast við slíkum sendum í flugvélum. Vonandi berum við gæfu til að slíkt verði sett í bíla og gert að staðalbúnaði; það er enginn vafi á að slíkt bjargar mannslífum.
    Lifum heilli með neyðarsendi;
    Þ





    14.11.2007 at 23:47 #603154
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Ég er nú sammála þeim sem á undan skrifar að við þurfum að vanda aðeins orðaval okkar… þetta er ekki klúbbnum til framdráttar…
    En hvað varðar þetta e-call… er það alveg klárt að þetta er ekki notað til daglegs eftirlits…
    Svo annað sem að ég held að suðurnesjamenn vilji vita… fer neyðarsendirinn í gang þegar bíllinn… sekkur…
    kv. stef… bara að spöglera





    15.11.2007 at 01:57 #603156
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Ég veit ekki alveg af hverju, en mér fannst þetta svolítið fyndið:

    "f) notuð er til að flytja búnað fyrir fjölleikahús og tívolí"





    15.11.2007 at 09:23 #603158
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Einar þetta undanþáguákvæði var sérstaklega sett inn fyrir Trúðagengið, eins og kunnugt er aka sumir þeirra á fjöll á vörubílum og þegar trúðar fara á fjöll á vörubílum gat það valdið misskilningi. Því var sérstaklega tekið fram í reglugerðinni að ákvæðið ætti ekki við um fjölleikahús. Fyrrverandi formaður klúbbsins kom þessu í gegn.
    Kv – Skúli





    15.11.2007 at 12:00 #603160
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Já Trúðagengið er að verða eitt af máttarstólpunum í þjóðfélaginu, farið að setja sér undanþáguákvæði fyrir okkur í lögum.
    ég sem hélt að við værum farin að snúa okkur að vænlegri hlutum en jeppamennsku td verður eftir okkur ein af metsölubókunum fyrir jólin
    Kveðja, Lella





    15.11.2007 at 12:00 #603162
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Hvað er þetta trúðagengi… er það á lífi… mig minnir að ég hafi lesið um þá í … þjóðsögunum… og var sú saga … frekar stutt.
    Kv. Stef





    15.11.2007 at 13:19 #603164
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Það var nú sagt í gamla daga að á mjóum þvengjum lærðu hundarnir að stela. Manni dettur nú í hug að forsjárhyggjan væri nú bara að smeygja tánni inn fyrir dyragættina, þá verði léttara um vik að koma öllum fætinum innfyrir. Það má sjá á þeim viðbrögðum, sem koma m.a. fram í dagblöðum í dag, að margir hafa áhyggjur af því að persónu- og ferðafrelsi verði ekki mikils virði þegar einu sinni er búið að koma þessum búnaði inn í bílana, því það er þegar að finna tillögur um að þessi búnaður verði notaður til að sýna hvaða bifreiðir séu að fara fram úr hámarkshraða á hverjum tíma. Ennfremur munu tilteknar opinberar stofnanir vilja fá möguleika á að geta séð hvað hver bifreið er stödd á hverjum tíma. – Aukið eftirlit með "hraðakstri" hefur ekki minnkað ofsaakstur sýnist manni, þótt stóra bróður hafi upp á síðkastið tekist að stórauka tekjur ríkissjóðs af hraðasektum með því að sekta fólk fyrir að aka á 94 km hraða þar sem hámarkið er 90 km – og þá spyr ég, er fólkið sem er að aka milli 94 og 100 km hraða þeir sem eru að valda tjónum? – Í framhjáhlaupi langar mig að minnast á það sem kemur fram í einu dagblaði (24 st.) í dag um að stórir jeppar valda mun færri tjónum en önnur ökutæki. Nú er það sumsé orðið staðfest af opinberri nefnd – sem við vissum náttúrulega allan tímann.





    15.11.2007 at 15:56 #603166
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    akkúrat sammála síðasta ræðumanni.
    Ætli tryggingarfélögin verði ekki fljót að ná sér í aðgang að þessu. Nei Stóri bróðir er nú að verða full áberandi
    Kveðja Lella





    15.11.2007 at 16:53 #603168
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Hjartanlega sammála Ólsaranum hérna. Um leið og svona búnaður er komin í bílana verður byrjað að hamast á næsta skrefi.
    Stjórnvöld hafa allstaðar og alltaf viljað fylgjast með þegnunum og borið fyrir sig allskonar afsakanir og afsökunin með öryggi er ekki ný. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræðið að standa á móti svona tilburðum.





  • Author
    Replies
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.