This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Guðmundsson 11 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Alkóhól fyrir Bensínvélar.
Metanól
Efnametanól (tréspíri) er fljótandi alkóhól (við stofuhita) sem má nota á
bensínvélar í veikum blöndum með bensíni og efnið er baneitrað mönnum.
Hreint metanól (CH3OH) er ekki hægt að nota á óbreyttar bensínvélar vegna mikillar
tæringar sem það veldur á málmum eins og áli. Vandamálið er þá leyst með því að
nota veika íblöndun metanóls með tæringarverjandi efnum. Metanól inniheldur
helmingi minna orkumagn en bensín eða 17,0 á móti 34,8 MJ/lítra og því nýtast
brunaeiginleikar þess illa í bensínvélum. Metanól hefur þó háa oktantölu (123) og
þolir því mun meiri þjöppun en bensín. Til að nýta betur eiginleika metanóls hafa
verið hannaðar og smíðaðar vélar sem geta brennt hreinu metanóli. Þessar vélar
eru sérstaklega varðar gegn tæringu og hafa háa þjöppun eða allt að 14:1
samanborðið við 9:1 í bensínvélum. Hærri þjöppun gefur betri varmanýtni 1 .
Evrópusambandið heimilar nú mest 3% íblöndun af metanóli í bensín2.
Næstum allt metanól sem notað er í dag er efnasmíðað úr jarðgasi. Til stendur
hérlendis að framleiða metanól með því að nota vetni og jarð-CO2 frá
jarðvarmaorkuveri. Slíkt framleiðsluferli yrði hið fyrsta sinnar tegundar þar sem
þetta ferli yrði notað. Vetnið verður framleitt á staðnum með rafgreiningu vatns
en vetnið er látið bindast með hvötum CO2 frá útblæstri borholu samkvæmt
eftirfarandi efnahvarfi:
CO2 + 3 H2 → CH3OH + H2O
Það er að koltvíoxíð binst vetni og myndar orkuberann efnametanól og vatn.
Þegar kílói af vatni er sundrað í vetni og súrefni nemur heildar orkuþörfin 39,7
kWh 3 . Því þarf að minnsta kosti fimm sinnum meiri orku til að framleiða
rafgreiningarvetnið en orkumagnið verður í framleiddu efnametanóli samkvæmt
efnahvarfinu hér að ofan.Etanól
Lífetanól (C2H5OH, vínandi), er endurnýjanlegur orkugjafi sem hefur náð miklum
vinsældum í Brasilíu og Bandaríkjunum. Lífetanól er alkóhól eins og metanól en
hentar þó betur á núverandi bensínvélar en metanól. Blöndur yfir 15% eru samt
ekki ráðlagðar á óbreyttar vélar. Etanól hefur lægra orkumagn en bensín eða 23,5
MJ/lítri á móti 34,8 MJ/lítri, en bruni etanóls er hreinni. Etanól hefur mjög háa
oktantölu (129), hærri oktantala er þó ekki fullnýtt nema með hærri þjöppun líkt
og þegar notað er metanól.
Brasilía er fremst í heiminum í lífetanólvæðingu bílaflotans enda eru þar stærstu
framleiðendur sykurs í heiminum, en etanól er m.a. framleitt úr sykri með gerjun
og eimingu1 . Þar eru svokallaðir E85 bílar ráðandi en E85 stendur fyrir 85%
etanól 15% bensín. E85 bílar eru sérstaklega hannaðir til að ganga á etanóli og
hafa því flest vandamál við notkun þessa endurnýjanlega eldsneytis verið leyst í
þeim bílum. Þjöppunin er aukin, tæringarvörn notuð á alla fleti sem etanól snertir,
innspýtingu breytt til móts við minna orkumagn o.s.frv. Etanól gufar ekki eins
auðveldlega upp og bensín en þetta veldur miklum vandamálum á kaldari svæðum
því undir 13°C hættir etanól að gufa upp. Lausnin hér væri því að minnka
íblöndun etanóls í bensínið2.Bútanól
Lífbútanól verður til á svipaðan hátt og etanól eða við gerjun á lífrænum efnum
eins og maís og sykurrófum. Einnig eru til framleiðsluaðferðir þar sem efnið
verður til í grænþörungum eða kísilgúrþörungum þar sem lífmassinn er hreinsaður
meðal annars með að nýta sólarorku. Og við má bæta að unnt er að nota
vistvænan og grænan úrgang sem fellur til við þörungaolíuvinnslu til að framleiða
þennan orkugjafa.
Orkumagn bútanóls er einungis 10% minni en bensíns og töluvert meira en
etanóls eða metanóls (tréspíra). Unnt er að nota bútanól í flestum bensínvélum í
staðinn fyrir bensín án þess að breytinga sé þörf á vélunum. Allnokkrar tilraunir
hafa gefið til kynna að farartæki sem ekið er á bútanóli eyði svipað og ef sama
farartæki notaði bensín. Ef bútanól hefur verið notað sem íblöndun í bensín þá
hafa náðst betri afköst og betra tæringarþol en ef etanól eða E85 hefur verið notað.
Það sem mælir sérstaklega með notkun bútanóls á bensínvélar er að það hefur svo
til sömu eiginleika og bensínið og er einfalt í framleiðslu. Einnig að hægt er að
flytja bútanól eftir dreifikerfi bensíns vegna þess hve líkir þessir orkugjafar eru.
Það er til dæmis erfiðara hvað varðar etanól og metanól. Því má gera ráð fyrir að
bútanól verði í framtíðinni arftaki bensíns sem umhverfisvænt eldsneyti3.
Skoða ætti af alvöru möguleika á framleiðslu þessa efnis hérlendis og þá með
sjálfbærni eldsneytisgjafa í huga og sem aftaka bensíns.
You must be logged in to reply to this topic.