Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Álkassi á þak, loftræsting
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Garðar Helgason 16 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.10.2008 at 00:17 #203125
Sælir félagar.
Ég er að fara að skella álkassa uppá þak hjá mér, svona langur og mjór einsog margir eru með. Ég hef hugsað þetta ma undir fatnað, kuldagallann og regngallann og fleira þannig að mig vantar að halda þessu rakalausu. Hvernig hafa menn verið að loftræsta þetta svo virki best, án þess að það skafi inn eða sé forljótt?Svo annað, hvar fást bestu drullusokkarnir fyrir minnsta verðið?
Er á 35″.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.10.2008 at 08:38 #631830
Setja fílt á allar hliðar sem fæst í bílasmiðnum þá ætteru að losna við ragan og loft gat á botninn, þegar hann er tómur þá safnast ekki raggi í kassan
kv,,, MHN
28.10.2008 at 09:09 #631832Færð drullusokka hjá Stál og Stönsum á góðu verði, held að þeir séu jafnvel ódýrastir.
29.10.2008 at 00:39 #631834Er það að virka að setja bara einangrun í hann? Maður þekkir það úr húsasmíðinni að td hálendisskálar eða hús sem eru ekki upphituð nema stundum að þau eru höfð óeinangruð einmitt svo það safnist ekki raki í þeim…
29.10.2008 at 08:39 #631836Sæll
Ég er í svipuðum spögleringum, nema ég er með kassa aftan á afturhurðinni og er með lofdæluna þar. Það er ekki gott að hún sé í blautu rými.
Kassinn minn er úr plasti og þal geymir hann hita pínulítið betur.
Ég gataði botninn með nokkrum litlum götum og vandaði ekki fráganginn sérstaklega þar sem straum og loftleðslurnar koma inn í hann.
Ein hugmyndin vara að setja ljósaperu parkljós eða sambærilegt sem hitagjafa.
Ég held að í öllu falli séu til betri staðir tl að geyma fatnað og svefnpoka. Svona geymsla allavega til lengri tíma kemur til með að svíkja þig á ögurstundu.
Kv Jón Garðar
29.10.2008 at 09:25 #631838Maður geimir ekki föt í þessum kössum þegar er ekki bílinn notgun þau meikla, ég er með plastkassa á aftan með gati á botninum og er laus við allan raka. Hvað álkassa varðar sem eru langir er sett 2 göt við sinkvorn endan í botninn, svona um 4 cm svo loft leiki um kassan, þá ertu laus við rakann. Hvað einokrun varðar ertu laus við glamur frá honum og heldur betur hita. Hvað skála varðar sagga þeir og slaga ef er ekki loft túða sem er alltaf opinn, sama á við bíla sem standa lengi
kv,,, MHN
29.10.2008 at 17:53 #631840Ég er á toy extracab og nota hann sem vinnubíl, verkfærin í pallhúsinu og mér leiðist voðalega að hafa kuldagalla og regngalla annaðhvort í skítnum á pallinum eða í kuðli afturí. Bíllinn er nýkominn úr sprautun og núna er ég að bæta ýmsu við, til dæmis ætla ég að setja miðstöð í pallhúsið til að hlýja bæði verkfærunum og hundinum. Spurning að setja líka eliment í álkassann ásamt loftgötum og jafnvel þunnum fölskum botni… bara spurning hvort það myndist ekki alveg örugglega alltaf lofttappi þegar maður fer með lagnir svona hátt. Þess má geta að bíllinn er í notkun alla daga, 1-2klst á dag.
Kannski væri sniðugra að setja bara barka úr pallmiðstöðinni og upp…. Hvað finnst ykkur?
29.10.2008 at 23:38 #631842Sælir.
Hvað varðar öndun á svona kössum þá myndi ég ekki setja göt á botnin… Því þau göt eru á frekar viðkvæmum stað fyrir bleytu og öðru þegar ekið er í mikilli rigningu ekki satt?
Göt eða öndun myndi ég setja neðst í innanverða hliðina á kassanum, þá er hann í sem mestu skjóli. Nú eða bara koma fyrir einhversskonar rist.
Varðandi einangrun í kassann þá er hægt að fá hjá Þ. Þorgrímssyni í Ármúlanum eða Síðumúlanum svona frauð eða svamp mottur með lími á, 13 mm þykkt. Þetta er það sama og er límt inn í brettakanta hjá einhverjum breytingaverkstæðum. Þetta gefur allavega ágætis einangrun og þægilegt að skera niður og líma í kassann og kostar ekki mikið. Ein stór motta, ca 1.5 fermetrar kostar um það bil 3 þúsund krónur.
En til að hita svona kassa upp, hvort sem þeir eru á toppnum eða aftan á þá er auðvitað margt í boði, eins og td. að tengja miðstöðina inn á þá en það gæti orðið svolítið bras. Annars líst mér vel á hugmyndina með að setja peru eða eitthvað til að búa til smá hita. Það sem mér datt hinsvegar í hug er að setja svona töfluhitara eins og er sett í rafmagnstöflur sem eru úti. Ég veit samt ekki hvort að þeir séu fáanlegir 12v eða hvað, en það væri allt í lagi að athuga það.
Kv.
Otti S.
30.10.2008 at 00:07 #631844Það er líka hægt að setja viftu inn í barkan sem eru notaðar í tölfur þær fást í íhlutum stórar seð smáa, ég nota svona viftu til að kæla HIFI magnara heima
kv,,,,MHN
30.10.2008 at 18:39 #631846Sælir
Flestir bílar loftræsta sig þannig að útöndunin er að aftanverðu og loftið sem fer inn kemur inn gegnum miðstöðina, við framrúðu.
Ætli einfaldasta loftræstingin á svona álkassa væri ekki að setja góða rist, sem vatn á ekki greiða leið um, aftaná kassan. Fyrir aftan kassan ætti að myndast örlítið vakúm á keyrslu sem ætti að næga til að draga loft út úr kassanum. Þá þarf að finna góða lausn á að fá þurt eða heitt loft inn í kassan að framanverðu. Það væri kannski hægt að leysa með að útbúa öndun milli kassans og pallhýsisins. Þá dregst örlítið heitt loft frá húsinu og í gegnum kassan á keyrslu. Þarna ættiru að fá einfalda og örugga loftræstingu.
Ef þú gerir þetta á þennan máta ættir þú ekki að þurfa viftu eða eliment.
Með einangrun er Armaflex sennilega best gegn slaga, svona svartar svampkenndar mottur, sama og oft er notað á kaldavatnsrör.
Kv. Olgeir Ö.
30.10.2008 at 20:48 #631848Daginn
Mér líst svoleiðis á að best væri miðað við þráðinn að leggja 6-8mm loftslöngu innan úr miðstöð og upp í kassann framanverðann og bora pínulítil göt 2-3mm þvermáli. Ég myndi bora þau á botninn en eftarlega. Bíllinn er oftar kyrrstæður og það rignir oftar til hliðar heldur en upp milli þaks og kassa.
Markmiðið væri að taka heitt loft úr miðstöðinni og flytja það upp í kassann. líklega verður hann að vera að einhverju leyti einangraður t.d. með tjalddýnu. þannig myndast yfirþrýstingur í kassanum sem er mjög mikilvægur með tilliti til ryks á malarvegum. Jeppar fara oft um á malarvegum þar sem enginn snjór er.
Loftið í kassanum þarf að komast í burtu til að tryggja loftskipti og götin sem loftið fer út um þurfa að vera jafnstór eða minni heldur en það sem það kemur inn um.
Kv Jónsi
Ég held samt enn að besti staðurinn fyrir föt og svefnpoka sé inni í bíl ef það á að stóla á búnaðinn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.