Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Álkassar.
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Óli Gunnarsson 22 years ago.
-
CreatorTopic
-
15.01.2003 at 22:34 #191997
AnonymousHvort er þægilegra að hafa álkassa á toppnum eða eða á afturhurð. EF kassin er á afturhurðinni safnast ekki mikil drulla á hann. P.S hvernig stendur á verðlagningunni á álkössunum eða finnst ykkur kæru félagar þeir ekki dýrir. Kveðja Þórður.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.01.2003 at 08:43 #466552
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll
"Spurningin hvort sé þægilegra að hafa álkassa á toppnum eða á afturhurð" Það fer algjörlega eftir því í hvað á að geyma í þessum kössum. Ég er nú sjálfur með álkassa á afturhurð þar geymi ég allt sem ég vill ná í auðveldlega, og það safnast ekkert meiri drulla á hann heldur en á hurðina sjálfa. Ég held að verðið á þeim sé nú bara í góðu lagi. Ég athugaði nú á sínum tíma hvað kostaði efni í svona kassa og miðað við að ég mundi fá kunningja minn til að beygja efnið í hann og ég sjálfur mundi sjóða hann saman. Þá var þetta engan veginn að borga sig. Venjulega eru menn að láta sprauta þessa kassa með misjöfnum árangri og kostnaði. Ég lét Rafbrynja hann hjá Hilmari(898 3727) og það á að vera alveg viðhaldsfrítt og það er það. Ég var akurat að athuga í gær hvað kostaði að kaupa tilbúinn aukatank í Pattann hjá honum Kidda(sá sem er með linkin á síðunni) og það er alveg á tandurhreinu að ég nenni ekki að smíða hann sjálfur miðað við verðið hjá honum.
Annars er allt dýrt ef maður þarf ekkert á því að halda.Kv
Steini
16.01.2003 at 10:47 #466554
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eins og alltaf er ekkert eitt svar við því hvort sé betra, spurningin er hvað ætlar þú að geyma í kassanum og hvernig er bíllinn. Ég hef verið að velta fyrir mér einhverjum kassa til að henda dráttartóginu í og einhverju fleiru. Upp á aðgengi væri þæginlegast að hafa kassan aftan á en þar sem ég er með hlera sem opnast niður er erfitt að koma því við á hentugan hátt. Á hinn bóginn ef ég set hann á toppinn flækist hann fyrir mér þegar ég set bílinn inn í skúr. Ef þú ætlar að geyma einhverja þyngd í kassanum myndi ég líka hika við að hafa hann að aftan, sérstaklega ef bíllinn er afturþungur fyrir. En ef þetta er bara fyrir dráttartógið og viðgerðagallan og kannski eina eða tvær bjórdósir er örugglega langbest ef hægt er að setja kassan á hurðina.
Steini, hvað fékkstu út í efniskostnaði í kassann? Mér finnst helv. mikið að borga tugi þúsunda fyrir svona kassa. Reyndar sama hvar borið er niður, allt sem framleitt er fyrir jeppamarkaðinn er svínslega dýrt.
Kv – Skúli
16.01.2003 at 11:42 #466556
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Heil og sæl.
Ég er einn af þeim sem er að spá í að fá mér kassa á aftur hlerann á bílnum undir t.d dráttartóg ofl, mér blöskraði hreinlega þegar ég kannaði verðið ef mig misminnir ekki var það 34900 kr. Að smíða svona kassa úr rafgalvaniseruðu 1 mm
þykku blikki, álíka sterkt og 2mm ál og sennilega ekki mikið þyngra kostar ekki nálægt þessu, efnið í kassan sem ég teiknaði upp kostar 2000-2500 kr. Vinnan við að klippa
og beygja efnið kostar annað eins c.a. 1 klukkutími í vinnu.
Ég ætla reyndar að sjóða þetta saman sjálfur og mála en að láta sjóða það saman ef menn treysta sér ekki í það kostar c.a. hálftíma í vinnu og 1500 kr.Ég kannaði líka verðið á 2mm áli í sama kassa og var það örlítið dýrara en járnið en vinnan við að beygja það sú sama suðan var líka örlítið dýrari.Samkvæmt mínum upplýsingum gætirðu verið kominn með álkassa fyrir innan við 15000 kr,stálkassa samsoðinn fyrir innan við 10000 kr. Í verðinu á álkassanum er líka reiknað verð á samsetningu sama hvort hann er hnoðaður og kíttaður eða bara soðinn. Kosturinn sem ég sé við stálið er að það er auðvelt að mála það það er minna mál að sjóða það og er ekki eins viðkvæmt og álið.Kær kveðja
Gunnar Már
16.01.2003 at 13:05 #466558
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var að fá mér álkassa á Trooperinn minn. Ég er með loftdælu í honum, dráttartóg og startkapla. Ég fór í símaskránna og fann blikkara sem smíðar svona kassa. Ég borgaði 20 kall fyrir hann svart. ( ég má ekki segja hver gerði það ) Svo keypti ég grunn og lakk í Orku fyrir ca 3 þús. og sprautaði hann sjálfur. Helv. flottur
16.01.2003 at 16:35 #466560Ég er með álkassa á afturhurðinni á bílnum sem ég smíðaði sjálfur. þetta er kassi út 2mm áli með 17mm rúfmet einangrun og 0,8mm ríðfríu stáli að innan sem tengist við áli með þéttikanti sem er einnig þéttikantur fyrir lokið, s.s. einangraður kassi með drenstút. Eftir að ég setti hann á bílinn hef ég skilið kæliboxið eftir heima og fiskikassinn (slorkassinn) kemur ekki lengur inn í bílinn, þess á milli geymi ég spottann og eitthvað smálegt í honum. Ég er mjög ánægður með notagildið en eins og áður er skrifað fer það allt eftir þörf hvers og eins hvaða geymslu menn kjósa sér en þar sem ég er að bögglast við veiðar af ýmsu tagi þá kemur hann mjög vel út.
Kveðja , Vals
16.01.2003 at 17:34 #466562Datt eitt í hug.
Hjá Formverki er hægt að fá fíberkassa aftaná hurð, þeir eru hringlaga og líta út eins og þarna væri ca 33" varadekk. Ég held að tvær þykktir séu fáanlegar. Þetta finnst mér snilldarhugmynd, enda fæstir kassarnir beinlínis augnayndi.Mbk,
Lalli
16.01.2003 at 21:30 #466564Sælir allir, hvað hafa menn verið að nota til að einangra kassana með að innan. Ég hef heyrt að það sé allt frá því að vera ekki neitt, upp í það vera með þykka bólstrun innan á kössunum. Hvað segið þið um þetta.
Sverrir
16.01.2003 at 21:45 #466566Þeir kassar sem ég þekki til (reyndar ekki margir) eru óeinangraðir. Ég myndi ætla að gott væri að hafa einhverja festingu eða hillu ofarlega innaní td fyrir dælur og verkfæri, en góð drengöt neðst. Fátt er leiðinlegra en að draga upp grænmyglað klakastykki þar sem kaðallinn átti að vera. Veita verður vatninu út.
Einnig er gott að gera ráð fyrir þyngdardreifingunni, skipuleggja þunga hluti, td dælu, fremst í boxið næst hurðarlöm oþh. Þessu virðast margir gleyma þegar drullutjakkurinn er spenntur aftaná bílana. Armurinn er talsverður og það á einnig um kassann. Jæja, þetta er kannski útúrdúr,en engu að síður þankar í umræðunni.Kveðja,
Lalli.
17.01.2003 at 08:40 #466568
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fáið ykkur bara Pick-up, þeir koma orginal með stórum og góðum kassa!!!
Kveðja
Siggi_F
17.01.2003 at 09:55 #466570Mér þætti gaman að sjá mása beygja og sjóða kassa á 1,5 tíma þú kannski hringir í mig.
Einngrun í kassana fáið þið hjá þeim í bílasmiðnum á bíldhöfða.
17.01.2003 at 12:02 #466572
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Beggi.
Ef þig vantar kassa þá er alveg sjálfsagt að hjálpa til.
Það vill nú þannig til að ég er járnsmiður og og er búinn að skoða þetta nokkuð vel og ég er tilbúinn ef ég er með allar græjur nálægar t.d. klippur, beygjuvél og þráðsuðu
að vera klukkutíma að smíða svona kassa. En þar sem ég er ekki með þessi verkfæri í bílskúrnum hjá mér þá fæ ég að komast í klippur og beyguvél í blikksmiðju og þráðsuðu á öðrum stað og þetta eru ekki tæki sem ég hef unnið á áður en ég er samt tilbúinn til að gera þetta á einum og hálfum tíma og drekka einn kaffibolla á meðan.
Sem járniðnaðar maður veit ég vel hvaða tíma verkin taka í raun. Margir iðnaðarmenn segja þegar þú spyrð þá hvað þessi og þessi hlutur taki langan tíma þá segja þeir kanski tvo tíma en eru svo kanski þrjú korter þetta er gert út af reikningnum sjáðu til það er miklu betra að skrifa tvo tíma
heldur en einn.Kær kveðja Gunnar Már
17.01.2003 at 12:55 #466574
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvaða fyrirtæki eru það sem eru að smíða álkassa á toppin á bílum og selja?
17.01.2003 at 14:38 #466576Prófílstál (Briddebilt) eru að smíða þetta. Þeir eru uppá höfða.
Kveðja,
Góli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.