Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Algeng bilun í V6 Toyota ???
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Guðmundsson 16 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
05.10.2008 at 17:29 #203015
er með Hilux V6 3.0 og hann fór altíeinu að ganga á 5, er búinn að skipta um þræði og hamar og lok (reyndar allt notað) en hann er allveg eins, er eitthver algeng bilun í þessum bílum eins og spíssar eða eitthvað ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.10.2008 at 20:09 #630518
hann er ’90 árgerð og fór að ganga svona þegar hann var í snjó
05.10.2008 at 20:37 #630520Held að það sé varla algengt, en hjá mér fór þó næst fremsti spíssinn hægra megin og ekki flókið að mæla þá, en þú verður þó að rífa soggreinina burt til að komast af þessu , og mundu að setja nýjar þéttingar og ætti varla að vera mikið mál að fá notaðann í lagi. Það er alveg must að skipta um spíssaþéttingar í þessum vélum því þær vilja morkna og þá fer vélin að draga falskt loft og eyða mun meiru en hún á að gera. þú nefnir að vísu ekki hvort þú sért búinn að skipta um kerti á þeim cylender sem hann gengur ekki á , en ég bíst við að þú hafir nú byrjað á því. Gæti verið sniðugt að athuga plöggin á tölvunni hvort hún sé að detta úr sambandi.
05.10.2008 at 21:19 #630522ég setti ný orginal kerti, og þá fer ég bara í það að athuga spíssana,
05.10.2008 at 21:22 #630524samt er eins og hann sé að fá nóg bensín því að hann er að sprengja aðeins
05.10.2008 at 21:34 #630526
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Lenti einu sinni í svipaðri bilun gekk bara á 5 cyl af 6, jarðsamband aftan á vélinni var laust, við hvalbakinn minnir mig.
05.10.2008 at 22:38 #630528Lenti í svipuðu með V6 4.3L chevy en þar var innsogs ventillinn orðinn aflagaður og boginn
Villi
06.10.2008 at 09:37 #630530Lenti i svipuðu fyrir mörgum arum. Þa var það afhleypivirinnn fyrir spissana sem liggur i tvennu lagi fra tölvu og splittast upp i 3 hvoru megin. þessi splitting var jöguð i sundur og sambandslaus. Til að finna þetta þarf að rekja sig eftir virum, skræla upp lummið eftir þörfum. Splitting er a versta stað þar sem lummid hoppar af boddy yfir a vel og þvi er alltaf hreyfing a þessu tengi.
Snorri.
06.10.2008 at 18:19 #630532Það kemur oft lofttappi fyrir framan hitaskynjarana á vélinni. Og þá nær ekki að koma heitt vatn að skynjaranum og þá heldur bíllinn alltaf að hann sé kaldur. Ég lenti í þessu á Toyotunni hjá mér, reyndar 2.4 bensín. En hafði heyrt af þessu með V6 vélina og prófaði að athuga þetta. Hann gekk svona eins og þú segir, mér fannst minn alltaf bara ganga á 3 cyl. Prófaðu að skrúfa hann úr eða hreinlega að fá annan notaðann og skipta um, sakar ekki að prófa.
07.10.2008 at 01:42 #630534sem félagi minn lenti í og það leyndi sér ekkert þegar kertið fór á 200km/h út úr vélarrýminu. en þetta var lagað með nýjum kertum og !nýjum! þráðum og ath hvort allir þræðir gefi neista. nýlegir notaðir þræðir eru stundum ekkert betri en gamlir notaðir þræðir, ágætt að hafa það í huga.
22.10.2008 at 14:28 #630536ég er búinn að þjöppumæla og athuga spíssa, milliheddspakkningu ofl. og spíssaþéttingarnar eru ekki til í landinu eða amk ekki í toyota, kistufelli og vélalandi… fær maður þetta bara í umboðinu ? það þarf að sérpanta þetta þar..
22.10.2008 at 14:28 #630538og ég er búinn að kaupa nýtt kveikjulok hamar og þræði og kerti allt orginal..
23.10.2008 at 15:54 #630540á ekki einhver auka vél ? mig vantar þessar spíssaþéttingar
24.10.2008 at 23:58 #630542Ég reif þetta hjá mér fyrir ríflega ári síðan, þá voru þétingarnar svosem ekkert slæmar að sjá, en það var slatta skítur og tæring með þeim. Þreif upp og setti feiti með við samsetningu. Eftir það gekk vélin langtum betur og varð töluvert minna frek á eldsneyti….alveg spurning um að setja þetta saman með feiti allavega til að prófa kenninguna um vakúmleka.
25.10.2008 at 06:37 #630544Það er alveg spurning um að prófa gömlu aðferðina með því að spreyja eter með spíssunum og sjá hvort hann taki við sér með fölsku lofti.
Gæti samt verið erfitt að komast að spíssunum þar sem soggreinin liggur soldið leiðinlega nálægt þessu.
Ef þú færð þessa hringi ekki í bílapartabúðunum eða vélaverkstæðunum er ég nokkuð viss um að
Landvélar, Barki, Fálkinn eða Poulsen eigi þetta til fyrir þig á skikkanlegu verði. Passaðu þig bara á að taka olíuþolna hringi en ekki hefðbundna svarta.Ég er með svona bíl ´89 árg. og skipti um þessa hringi hjá mér í vetur. Það sá svo sem ekkert á þeim og voru enn mjúkir en skipti um þá samt.
Hann er frekar skikkanlegur í eyðslu, yfirleitt í kringum 15l./100km Þetta er beinskiptur Ex-cap V-6.Kv. Sigurþór
26.01.2009 at 22:31 #630546ég er löngu búinn að finna útúr þessu, Fuel rail og spíssarnir voru pakkaðir af drullu þannig að hann náði ekkert að ganga, ég tók fuel railið í sundur og þreif það og spíssana, skipti um bensínsíuna og hann er eins og nýr, borgar sig að skipta um bensínsíu !
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.