FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Álfelgur

by Ágúst Úlfar Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Álfelgur

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson Ágúst Úlfar Sigurðsson 23 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.02.2002 at 22:25 #191334
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant

    Getur nokkur frætt mig um það hvernig best sé að meðhöndla álfelgur sem eru orðnar mattar og freknóttar ?
    Helst vildi ég heyra af einhverjum töfraaðferðum sem kosta ekkert og gefa felgunum áferð eins og nýjar væru án fyrirhafnar, en margt fleira kemur til greina, einkum og sér í lagi ef það virkar.

    Kveðjur

    Wolf

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 15.02.2002 at 22:37 #459136
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll Wolf.

    Ég er vondaufur um að þú finnir aðferð sem virkar, en kostar ekkert, hvorki fé né fyrirhöfn.

    Þetta vandamál með álfelgurnar er auðvitað löngu alþekkt og þegar tæringin (freknurnar) eru orðnar stórar, þá mæli ég helst með því að láta pússa felgurnar og mála. Ég þekki ekki aðferð sem gerir þær eins og nýjar (jafnvel þótt þú værir til í að eyða fé og fyrirhöfn). Hins vegar eru vel málaðar (sprautaðra) álfelgur hið mesta augnayndi.

    Ég vil samt taka fram að ég hef ekki lagst í djúpar pælingar vegna þessa vandamáls, en sýnist þó að fæstum sem ég þekki þetta hafi tekist að "skvera" illa farnar álfelgur.

    Ferðakveðja.

    BÞV





    15.02.2002 at 23:11 #459138
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Steinull eins og maður notar á potta og pönnur gerir oft ótrúlegt gagn á matta og skítuga hluti úr járni og áli

    Hlynur R2208





    16.02.2002 at 10:46 #459140
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Það er til efni sem heitir autosol og er í litlum túpum sem fást í bílanaust. Þetta efni er til að hreinsa ál og gerir það eins og nýtt en ef felgurnar eru með húð s.s lakki yfir verður þú bara að láta pússa þær upp og sprauta.
    Það er til sýra líka sem þrífur ál en álið verður matt eftir á svo það er ærið verk að ná glansi á þær aftur.





    16.02.2002 at 13:29 #459142
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ‘Eg var með álfelgur einu sinni og þreif þær með ofnhreinsi(fæst í flestum eldhúsum) og stálull, ef þú leifir ofnhreinsinum að liggja á í nokkrar mín. og stríkur svo yfir með stálullinni og skolar svo með vatni þá verða þær mjög fínar.

    Kveðja Halli Þór





    16.02.2002 at 16:30 #459144
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Er ekki bara málið að hreinsa þetta með sýruni sem fæst í bílanaust td. þá fer hver einasta skítaarða af og síðan þegar því er lokið þá sprautar þú felgurnar með glæru þá ættu þar að verða eins og nýjar.
    kv.
    Glanni.





    17.02.2002 at 12:59 #459146
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Las það einhverntíman í Four Wheeler að kók væri ansi gott hriensiefni, enda er sagt að ef maður hefur nagla í kókglasi yfir nótt er eins víst að hann verði horfinn að morgni…





    18.02.2002 at 09:16 #459148
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir.
    Það er fyrirtæki í Garðabænum sem heitir ÁLVERIÐ og þeir hafa verið að "Rafbrynja" álfelgur(reyndar bara Weld Racing)
    Það skiptir engu hvort felgurnar séu nýjar eða gamlar.
    Það fellur ekkert á felgurnar eftir þessa meðferð.
    Ég fór með felgurnar mínar og þær voru "brynjaðar" og það er bara flott.
    Síminn þar er 565 6060 – Álverið í Skeiðarási.

    Steini





    18.02.2002 at 19:45 #459150
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það fæst álhreinsir hjá whurt. Þú úðar honum á og pússar vel svo þrífurðu felguna vel og sprautar með glæru lakki,verður ekki betra bara passa að hreinsiefnið fari ekki á dekkið.





    18.02.2002 at 20:08 #459152
    Profile photo of Ari Þráinsson
    Ari Þráinsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 338

    Eg hef verið að sandblása og mála álfelgur og það virðist vera það eina sem dugar í langan tima þú getur fengið meiri upplysingar í 5552407 með jeppakveðju.
    Ari





    20.02.2002 at 23:10 #459154
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Þakka ábendingarnar.

    Wolf





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.