This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 15 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Í gærkvöldi kynnti Century Aluminum, móðurfyrirtæki Norðuráls rekstarniðurstöður síðasta árs. Niðurstaðan var tap upp á rúmlega 100 miljarða króna. Eftir viðbrögðum markaðarins að dæama þá virðast fjárfestar telja að dagar fyrirtækisins séu taldir.
Þegar rekstartölurnar vour kynntar í gærkvöldi, kom fram að fyrir 3 mánuðum hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins sagt að ál verð þyrfti að veru 18-1900 dollara á tonnið, til að endar næðu saman.
Eins og hér má sá, þá er álverðið nú rétt rúmlega 1300 dollarar á tonnið:
Þegar fyrirtækið fer í þrot, þá munu Orkuveitan og Landsvirkun tæplega geta greitt af lánum vegna virknana sem reystar voru fyrir Norðurál, m.a. Hellisheiðarvirkjun.
Í þessu samhengi er vert að minna á að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir fjárfestingar í tengslum við áliðnað hafa hrundið ofþenslu í efnahagslífinu af stað.
Nú erum við að súpa seyðið af stefnu, sem auk þess að valda óbætanlegum skaða á náttúru Íslands, hefur stuðlað að því að rústa efnahag okkar.-Einar
You must be logged in to reply to this topic.