This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Jón Snæbjörnsson 19 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Ég verð dálítið hugsin vegna allra þessara frétta um álversbygginga, en nú er í kortunum nokkur álver. Þ.a.s Reyðarfirði, Norðurlandi, Helguvík, stækkun Norðuráls og stækkun í Straumsvík. Auðvita er gott og blessað að uppbygging eigi sér stað en þó skiptir máli hvers eðlis hún er, og þykir mér þetta æði einhæft. Og áhættusamt að ætla sér að lifa eingöngu á Áli í framtíðinni þar sem vægi áls í þjóðarframleiðslunni eykst jafnt og þétt. Það er ekki langt síðan landslýður hafði áhyggur vegna þess að við lifðum eingöngu á fisk útflutning, og þótti það einhæft. En sá útflutningur hefur þó traustan neytendahóp, þar sem fólk þarf þó alltaf að næra sig. En álsala er jú freka háð eftirspurn, og þarf ekki mikinn samdrátt á heimsmælikvarða til þess að það geti breyst. Einnig geta forsendur breyst þannig að óhagkvæmt gæti verið að framleið ál eða það væri dregið úr því líkt og er að gerast í Þýskalandi núna og gerðist í Noregi fyrir nokkrum árum. Þar í löndum skipti það ekki eins miklu máli, því þau lönd byggja ekki framfærslu sína á eins fáum atvinnugreinum og við.
Einnig mætti velta fyrir sér fórnarkostnaðnum, vegna virkjunarframkvæmda tengda þessu. Hver ætli hann sé, hvar þar að virkja og hversu mörg uppistöðulón þurfum við í viðbót. Til þess að skapa nægilega orku fyrir öll þessi álver.
Það er greinilegt að af öllum þessum ál áformum verður, þá hlýtur það að tákna virkjun Skjálfandafljóts, Skaftárveitu, þ.a.s að veita Skaftá í Langasjó og fá margveldisáhrif í gegnum allar virkjanirnar í Tungnaá og Þjórsá. Norðlingaveita hlýtur einnig að koma aftur inn í myndina á ný ásamt fleiru. Það væri í raun áhugavert að fá að sjá heildarmyndina.
Með þessum vangaveltum vill ég ekki að ég verði stimplaður virkjunar andstæðingur, heldur þarf að huga að því hvenær er nóg komið af álverum og hvort við eigum að eiða öllum kóda okkar í eina atvinnugrein sem þar að auki skapar í raun ekki nægilega mörg störf miðað við fjárfestinguna á bak við hvert starf.
Auk þess má segja að Landsvirkjun eigi eitt sameiginlegt með okkur ferðamönnum, Það er að, fá að nýta landið. Og eigum við það sameiginlegt með Landsvirkjun. Hvort sem mönnum líkar það vel eða illa.
En Æjatolar náttúruverndar hafa hins vegar hrakið jeppamenn frá sér með öfga sjónarmiðum. Þar sem þeir sjá sem einu útgönguleiðina í verndun hálendisins, að loka því fyrir ferðamönnum og er þeim þar sérstaklega uppsigað við jeppamenn.
Þessir öfgamenn virðast eiga innangengt í kerfið, t.d hjá umhverfisráðuneytinu.
Umhverfisráðuneytið virðist ekki sjá neinar aðrar lausnir en boð og bönn enda miklu ódýrara að fá vanhæft fólk til þess að semja fáránlegar reglugerðir á nokkrum klukkustundum. Heldur en að gera eitthvað vitrænt í málunum.Finnst mér það í raun til skammar að frjáls félagasamtök, sem hafa ekki úr miklu að spila, skuli vera þeir aðilar sem gera einhverja sýnilega hluti í málunum og á ég hér við stikun leiða og merkingar á hálendinu og áróðurs bæklinga gegn utanvegarakstri.
Jæja nóg tuðað í bili, enda nennir enginn að lesa svona langlokur.
Kv Jón Snæland
You must be logged in to reply to this topic.