This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years ago.
-
Topic
-
er með grand vitara 2001 árgerð, ég var að setja undir hann 9″ ford að aftan sem er undan Ford LTD, þegar ég er að keyra í fjórhjóladrifinu þá virðist eins og bíllinn sé eitthvað þvingaður og svo vill hann alls ekki fara úr fjórhjóladrifinu. hann er á 38 tommu dekkjum, þau eru ný, keypti Ground hawg á tilboði í hjólbarðahöllinni. Prófaði að setja 35 tommu undir aftur en var að flýta mér og hafði ekki tíma nema til að setja að aftan, og þegar ég fór að keyra virðist hann láta betur að stjórn og hægt að taka hann úr drifi, þetta er frekar hvimleitt ég fór inn í Jökulheima um daginn og þegar ég kom til baka þá fannst mér vera mikil gírolíu lykt og virtist sem drifin væru sjóðandi heit. Ef einhver þekkir þetta vandamál eða hefur lent í einhverju svipuðu þá væri gaman að heyra einhverjar lausnir.
You must be logged in to reply to this topic.