This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 22 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.05.2002 at 19:24 #191493
AnonymousSælir félagar.
Var rétt í þessu að horfa á fréttir á stöð 2. Þar var Ómar með smá pistil, þar sem einhverjir höfðu verið að aka úti í mýri, og höfðu unnið stór náttúru spjöll. Ég verð að segja að ég varð mjög hneykslaður að sjá hvernig landar okkar geta farið svona með landið. Er ekki mál til komið að sporna við þessháttar akstri, og hvetja fólk til að passa upp á þá náttúru perlu sem við eigum. Gott væri að heyra frá fleirum sem sáu fréttina. Bílarnir eru enn fastir þarna í mýrinni. Hvað er hægt að gera við svona há…ta?
Samúðarkveðjur Gretar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.05.2002 at 18:12 #460922
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef einhvern vegin trúað því hingað til að við búum í þjóðfélagi þar sem menn þurfa ekki að vera löggæslumenn eða dómarar til að eiga rétt á að segja skoðun sína. Og hátterni þessara einstaklinga gefur fullt tilefni til þess að 4×4 klúbburinn segi sína skoðun á því, enda hefur frá upphafi það verið eitt af aðalmálum klúbbsins að beita sér fyrir góðri umgengni um landið. Ég fæ ekki séð að klúbburinn sé að setja sig á neitt háan hest með því, hann er einfaldlega að fylgja eftir þeim gildum sem hann stendur fyrir. M.ö.o. ég styð fyllilega ályktun aðalfundarins.
Kv – Skúli
07.05.2002 at 18:36 #460924JEPPAMENN eru ein heild sama hvort þú borgir félagsgjöld til ferðaklúbbsins eða ekki, alveg eins og þú ert jafn hvítur og Hitler var þó að þú sért íslendingur.
Það er mín skoðun að það ætti að nota þetta atvik sem prófstein á hegningarvinnu við náttúruspjöllum og ef mennirnir laga ekki til eftir sig þá borga þeir bara sekt eða fara í steininn. Og þá meina ég ekki að tyrfa bara yfir drulluna og fara síðan heldur að sjá til þess að þetta grói þó að það taki 1 – 2 sumör.
07.05.2002 at 18:53 #460926
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eftir að hafa séð verksummerki í sjónvarpinu þá getur maður varla orða bundist. Fyrir mér gildir einu hver á í hlut, jeppa-, mótorhjóla eða hestamenn, svona gera menn einfaldlega ekki. Í svona tilvikum á að sekta menn duglega og jafnvel gera farartæki upptæk. Andvirðið ætti síðan að nota í að græða upp og lagfæra skemmdir. Ég held að háar fjársektir sé það eina sem dugir til að koma vitinu fyrir svona fólk. Þetta á hvað ekki síst við um útlendinga sem koma hingað og halda að þeir geti ekið vítt og breitt um hálendið utan vega. Auðvitað á að fræða menn um hvaða reglur eru í gildi en menn eiga heldur ekki að vera feimnir að beita háum sektum ef leikreglurnar eru brotnar. Menn sem leika svona leik eiga ekkert erindi inn á viðkvæmt hálendi landsins.
Ég vil taka undir ályktun klúbbsins að forfæma þennan verknað en ég vildi ganga lengra og leggja til að háum fjársektum yrði beitt öðrum til varnaðar.
07.05.2002 at 19:56 #460928
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mer finnst hvort þetta voru kanar eða ekki koma málinu einfaldlega ekki við á nokkurn hátt. Staðreyndir málsins, eins og ég skil það er
1) Viðkomandi ók eftir vegi sem var lokaður með hinrun.
2) Viðkomandi óhlýðnaðist lögreglu sem sagði þeim að bíða með að reyna að ná upp bílunum þar til þornar.Sem sagt sýndi stórkoslegt gáleysi og óhlýðnaðis lögreglu. Af hlutust alvarlegar skemmdir. Það eru til lög, og lögvenjur, sem eru gerð til að taka á slíkt, og eiga að gera það í þessu máli eins og í öðrum sambærilegum málum.
kk.
Magnús
07.05.2002 at 23:03 #460930
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hér eru menn réttilega að gagnrýna þá sem gerðu ótrúleg spjöll á reykjanesi, Ég fór þarna um í fyrra sumar og þá sá ég mikil spjöll víða í brekkum og börðum, þannig að þeir eru ekki fyrstu mennirnir sem þarna fara um skemmandi.
Ég var á ferð við rætur Úlfarsfell á sunnudag 5.maí og þá kom ég að tveimur bílum föstum í drullu. Skemmdirnar í kringum slóðann upp á fellið eru mjög miklar og ætti að loka þessum slóðum á þessum árstíma.
það eru nokkrar myndir í albúminu mínu af þessum bílum.P.s. ég reyndi ekki að fara yfir pyttinn.
07.05.2002 at 23:49 #460932Hvar er ykkar ástkæri formaður og æðstiprestur. Hefur hann ekkert um málið að segja ef það er ekki myndavél á staðnum?
08.05.2002 at 08:22 #460934Ef upp kemst um félaga innan okkar raða þe 4×4 sem af einhverjum óútskíranlegum / óþekkjanlegum / ókönnuðum örsökum keyra utanvega ! eigum við þá að fordæma þá og reka með reysn úr félagsskapnum ásamt fjölskildu þeirra ?
kv
Jon
08.05.2002 at 08:58 #460936Sælir félagar.
Í víkurfréttum á netinu undir fréttir ( http://www.vf.is/ ) eru myndir frá lögreglunni í keflavík af kanabílunum á svartakafi í drullu, og ég vildi óska að þetta væri eina tilfellið sem að þetta ætti sér stað. En því er víst ekki að heilsa, því að kanarnir fara þangað ansi oft til að spóla í drullu og ber svæðið þess glöggt merki. Og vafalaust fara líka margir íslendingar þangað í sömu erindagjörðum. Hver man ekki eftir fárinu með fjórhjólin á sínum tíma, og ég man ekki betur en að þá hafi komið myndir í sjónvarpinu af landskemdum eftir þau og það vill svo til að það var einmitt á svipuðum slóðum. Svæðið er illa farið þarna víða eftir jeppa og mótorhjóla umferð. Ég er sammála því að það ætti að sekta menn fyrir svona vísvitandi skemdir, og þá gildir einu hvort að það séu útlendingar eða íslendingar sem eru sökudólgarnir, því að þessir menn fara líklega ekki þangað til að laga gróðurskemdirnar eftir sig.
Reyndar sá ég síðastliðið haust ljót för eftir torfæruhjól skáhalt upp Hekluhlíðar og í nágrenni við Heklu og það var ekki eftir neinum slóðum, það var ljót sjón að sjá þessa djúpu skurði sem hjólin höfðu skilið eftir sig.
Tökum okkur á öll sem eitt og reynum að fá náungan, Íslenskan eða Útlendan, til að ganga betur um okkar viðkvæma land.Gleðilegt ferðasumar.
Helgi V. V Biering Ö-1299
08.05.2002 at 09:24 #460938Í myndaalbúm 4×4 eru komnar ákaflega fróðlega myndir en því miður frekar lágkúrulegar "arholm" ég legg til að slíkar myndir séu ekki birtar í myndaalbúmi 4×4 heldur fordæmdar opinberlega og siðan sendar beint til yfirvalda til frekari skoðunar.
kv
Jon
08.05.2002 at 09:40 #460940
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er á móti því að banna þessar myndir á síðunni. Það er ekkert áunnið að birta ekki myndir sem eru okkur á móti skapi. Við þurfum mikið frekar að herða (á)róðurinn og kynna betur okkar sjónarmið, ekki bara hér á síðunni þó hún sé að verða sterkur vettvangur, heldur líka út á við og sennilega meira þar. Ef til vill þurfum við sérstakan fjölmiðlafulltrúa?
Í samtali við Árna Reynisson nátturuverndarmann kom nýlega fram að hann vill fara að loka þeim slóðum sem "ekki má aka" og datt mér þá í hug varnaðarorð formanns okkar.
Með þessu athæfi jeppamannana hafa náttúruverndarmenn fengið nýtt vopn og beita því gegn jeppamönnum almennt.
Við þurfum að gera okkur gildandi á þessum vettfangi og vinna að viðunnandi lausn, þannig getum við komið okkar sjónarmiðum að og haft áhrif á umræðuna.Einar Gylfason R2322
08.05.2002 at 10:16 #460942Sælir félagar
Mikilvægt er að taka faglega á þessum málum en fara ekki offari með látum og upphrópunum.
Stjórnin fundaði með umhverfisnefnd vegna þessa í gær og var nefndinni falið að vera í sambandi við náttúruverndaryfirvöld á Reykjanesi. Einnig ætlum við að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við þá aðila sem þarna voru að verki.Og Stebbi, ég skil ekki alveg sneiðina.
Kveðja
Kjartan Gunnsteinsson
formaður
08.05.2002 at 10:19 #460944
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hárrétt Einar, 4×4 á að vera gildandi í þessari umræðu og vinna með öðrum að því að draga sem mest úr hættunni á að svona lagað gerist. Bæði vegna þess að jeppamenn almennt vilja ekki sitja undir því að þeir séu að eyðileggja landið og breyta grónu landi í moldarflag og ekki síður vegna þess að við erum að ferðast um landið og þessar gróðurskemmdir skemma ánægjuna fyrir okkur þegar við komum á þessi svæði. Okkar hagsmunir eru þannig þeir sömu og náttúruverndarmanna eða annarra ferðamanna. Enda var ekki annað að heyra á Árna Reynissyni í fréttum í gær að hann hafi fullan skilning á okkar sjónarmiðum.
Kv – Skúli
08.05.2002 at 10:39 #460946Í ofangreindu samtali við Árna kom fram að Landmælingar og einhver annar aðili væru að vinna að því að skrásetja alla slóða á landinu og síðan ætti að fara í gang vinna með sveitarstjórnum landsins að ákveða hvaða slóðar eiga að vera að vera opnir og hverjir lokaðir.
Ég er skíthræddur um hvað kann að koma út úr svoleiðis vinnu. Þá er mér líka spurn hverjar lagaheimildir þessara aðila eru til að ákveða þetta.
Hvergi var minnst á F4x4 í þessu sambandi. Hér þurfum við að ná að pota fingrum okkar inn, og vinna með þessum aðilum. Klúbburinn var stofnaður á sínum tíma til að við fengum bílana okkar löggilta, og nú er komið að næsta álíka mikilvæga máli, að fá að ferðast um landið okkar, sem virðist alltaf vera að lokast meira og meira.
Rúnar Sigurjónsson
R2018
08.05.2002 at 10:44 #460948Ég held að Stebbi viti ekki af formannaskiptum. Hann heldur að BÞV sé ennþá formaður.
Mér finnst það reyndar ekki skrýtið. Það hefur ekkert verið tilkynnt hér á vefnum að það sé búið að kjósa nýjann formann. Það komast ekki allir á þessa fundi og þessvegna er þetta kjörinn vettvangur til að koma tilkynningum á framfæri (eins og t.d. þessu "smáatriði" um formannaskipti).
Kv, Valdi
08.05.2002 at 11:01 #460950Er hjartanlega sammála ykkur hér að ofan, vinna með hlutunum en ekki á móti, uppfræða menn og koma í skilning um mikilvægi virðingar / skilnings við náttúrlendur okkar.
kv
Jon
09.05.2002 at 03:46 #460952Grær þetta ekki? Þarna hafa verið unnunin náttúrspjöll í marga tugi ára, þetta er rallleið…. EN ÞETTA VAR EKKI RÉTT!!!!!!! Og ekki rétt að farið … EN þeir sem vita minnst tala mest…..
09.05.2002 at 09:17 #460954Sem áhugamanni um rall verð ég að segja það að bera saman rallkeppni og utanvegaakstur jeppa er í besta falli dæmi um ótrúlega fávisku.
Því ætla ég ekki að fjölyrða um muninn á því.
Hinsvegar líst mér mjög vel á nýustu upplýsingar um hvernig klúbburinn er að taka á málunum varðandi títt nefndan utanvegarakstur. Aftur á móti hef ég meiri efasemdir um fordæminguna. Því eins og segir bibilíusögunum ?sá yðar sem saklaus er kasti fyrsta steininum?.
Ekki má heldur gleyma að stór hluti af ferðamennsku jeppamanna er utanvegaakstur, málið er að ekki er sama hvar eða hvenær með tilliti til gróðurskemmda.
Þá held ég að rétta leið klúbbsins til að rétta hlut jeppamanna gagnvart almenningsáliti sé meiri auglýsingamennska kringum góð mál samanber landgræðsluferðir og fleira, frekar en ná athygli í gegnum svona mál. Gæti virkað eins og búmmerang.Góðar stundir.
Ebbi.
09.05.2002 at 15:18 #460956Fyrirgefðu kjartang en þetta var nú ætlað BÞV sem ég hélt að væri enþá æðstiprestur í utanvegaprestakalli. En ég ætla þá að nota tækifærið til að óskaþér til hamingju með titilinn og vona að þú vinnir gott starf, því að það starf sem ferðaklúbburinn vinnur endurspeglast ekki alltaf bara á klúbbinn heldur jeppaeigendur í "heild" sinni.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.