This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 22 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.05.2002 at 19:24 #191493
AnonymousSælir félagar.
Var rétt í þessu að horfa á fréttir á stöð 2. Þar var Ómar með smá pistil, þar sem einhverjir höfðu verið að aka úti í mýri, og höfðu unnið stór náttúru spjöll. Ég verð að segja að ég varð mjög hneykslaður að sjá hvernig landar okkar geta farið svona með landið. Er ekki mál til komið að sporna við þessháttar akstri, og hvetja fólk til að passa upp á þá náttúru perlu sem við eigum. Gott væri að heyra frá fleirum sem sáu fréttina. Bílarnir eru enn fastir þarna í mýrinni. Hvað er hægt að gera við svona há…ta?
Samúðarkveðjur Gretar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.05.2002 at 19:31 #460882
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll
Ef grannt var skoðað var ferhyrningur á númera plötum 2ja bílana, og LADA sportinn var á gulum númerum
= Varnarliðsmenn.Landinn hefur meiri reynslu en þetta, að ég held.
Kv.
Alfreð
06.05.2002 at 19:32 #460884
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll
Ef grannt var skoðað var "TÍGULL" á númera plötum 2ja bílana, og LADA sportinn var á gulum númerum
= Varnarliðsmenn.Landinn hefur meiri reynslu en þetta, að ég held.
Kv.
Alfreð
06.05.2002 at 19:33 #460886Ég sá þetta líka. Þarna eru verulega veikir einstaklingar á ferð sem klárlega eru gersamlega tómir á milli eyrnanna og já, ég er virkilega fúll og það gerist ekki á hverjum degi.
Benedikt
Akureyri
06.05.2002 at 19:48 #460888
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir. Ég hringdi í RUV. Fékk samband við Ómar kallinn. Hann sagðist ekkert hafa verið að spá í hverjir þetta voru, Jeppar eru bara jeppar, úti í mýri, tígul fyrir fram skipti hann engu máli. Hann sagðist ekki einu sinni hafa vitað að það væru Kana bílar. Þið ættuð bara að hringja í kallinn og spjalla við hann. Ég varð svo hissa að ég varð orðlaus, vissi ekki hvað ég átti að segja við hann, hann var greinilega úti að aka, í algjöru feni, t.d. Þá skipti engu máli þótt tígull væri á númerinu,og kanar að öllum líkinum að keyra, það gæti vel hafa verið íslendingur undir stýri, anyway.
06.05.2002 at 20:08 #460890Þetta voru sko alvöru Tepppi. 3 eða 4 Bronco af stærstu gerð.
Hvernig væri að skella sér uppeftir og skreyta bílana svolítið.Vantar engan boddýhluti í Bronco??
muhahahhaah
07.05.2002 at 00:16 #460892Ég skil ekki alveg hvaða máli það skiptir hvort að þetta séu kanar eða íslendingar þetta er alveg jafn alvarlegt hverrar þjóðar sem bílstjórarnir eru. Ég hef nú ekki orðið var við svona viðbrögð þegar íslenskir bílstjórar hafa verið að keyra Blindfullir útí laug í Landmannalaugum eða verið að festa sig í drullu útum hvippinn og hvampinn, þá er ekki talað um að fara að stela hlutum úr bílunum þá standa menn saman og reyna að hylja skömmina. Stundum kanski smá tuð í einum fréttatíma og svo búið. Ég held að það væri nær að bjóða þessum mönnum sem langar að skoða landið okkar aðstoð og kanski smá kennslu í akstri á okkar fallega landi.
07.05.2002 at 00:24 #460894Ég held að þetta séu ósjálfráð viðbrögð í fólki og það þarf enginn að segja mér að þegar þú fréttir að þetta væru kanar þá hefurðu hugsað eins og allir aðrir "helvítis kanar", en svo er það bara frá því að það sem er gert er gert og ekkert sem breytir því núna. En þetta er alveg rétt sem þú segir það á frekar að kenna mönnum heldur en að hrekja þá frá ferðamensku á íslandi með ofsa og illindum út af reglum sem hafa líklegast ekki verið predikaðar yfir þeim eins og okkur sem erum fædd og uppalin á Íslandi.
07.05.2002 at 00:28 #460896100% sammála GeiraSaem !!
Ég verð nú að viðurkenna að ég var soldið fúll þegar ég sá þessa frétt og fannst þetta algjörir asnar en maður verður að líta á þetta frá þeirra sjónarhóli líka. Þarna eru þeir að reyna að ferðast á landi sem þeir þekkja ekki neitt og vita kannski ekki hvert þeir eiga að snúa sér til að fá leiðbeiningar.
Hvernig væri ef einhver innan f4x4 setti sig nú í samband við kanana og byði þeim með í ferð sem yrði skipulög fyrir þá og kæmi á einhverju sambandi fyrir framtíðar samvinnu til að koma í veg fyrir að svona slys gerist aftur. (Upplýsingum á ensku) Það gæti líka verið fín mont-ferð fyrir þá sem vilja sýna þessum könum hvernig á að breyta alvöru jeppum í staðinn fyrir þessa disco-trukka þeirra.
Tökum hausinn úr litla sandkassanum og reynum að vinna saman í stað þess að vera neikvæðir og gagnrýna allt og alla. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
07.05.2002 at 07:22 #460898
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eins og fleiri varð ég mjög reiður að sjá hverslags aðfarir hafa verið í þeim sem voru búnir að nánast grafa jeppana þarna úti á Reykjanesi, að öllum líkindum er hér um kana að ræða, það er ekki til svona stór hópur af Íslendingum á óbreyttum bensín hákum, en það er ekki aðalatriðið heldur hvernig skal bregðast við. Að hvetja til skemmdarverka á þessum bílum er lýsir sýst skárra innræti heldur enn þessi akstur, hafi viðkomandi gert sér grein fyrir þeim langvarandi skemmdum sem þeir voru að vinna. Svona öfgatillögur, að sjálfsögðu birtar undir dulnefni, eiga ekki heima á spjallrásinni okkar ef við ætlumst til að mark sé tekið á okkur.
Og þá komum við að aðalatriðinu, í Bandaríkjunum er það víða hið mesta sport að spóla sig á kaf í svona drullupittum, og þykir víða vera allt í lagi, enda jafnar landið sig þar víða á stuttum tíma. Er ekki tími til kominn að Umhverfisnefnd verði styrkt hraustlega til að ljúka við bækling um hættur við akstur í náttúru Íslands, bæði varðandi gróðurskemmdir og viðsjárverðar ár og hugmyndin var að afhenda öllum útlendingum sem eru hér á ferð á fjórdrifstækjum. Þeir eru búnir að leggja mikla vinnu í þetta þarfa verk, en held þá skorti stuðning frá opinberum aðilum og þeim sem þyrftu að dreifa þessu. Einnig líst mér vel á þá hugmynd að ná sambandi við þá aðila á Vellinum sem stunda jeppaferðir og upplýsa þá um alverlegleika svona mála og að Íslensk náttúra býður upp á margt betra en svona drullumall.kveðja
Ásgeir R-1605
07.05.2002 at 09:57 #460900
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Örugglega ágæt hugmynd að 4×4 bregðist við þessu með því að koma fræðslu á framfæri við herinn um það hvernig menn hagi sér á jeppum í íslenskri náttúru. Það virðist þó vera að það hefði ekki komið í veg fyrir þau náttúruspjöll sem þessir aðilar gerðu, því þeir fóru í nótt, þvert á tilmæli lögreglu, og sóttu eitthvað af bílunum (náðu ekki öllum) og frömdu með því tiltæki enn frekari náttúruspjöll þarna. Fyrir nokkru var hérna á vefspjallinu umræða um reglugerðir og frelsi í ferðamennsku, ég held að þetta sýni að það þurfa alltaf að vera einhverjar grunnreglur sem t.d. banni utanvegaakstur nema við tilteknar aðstæður, því þó flestir sýni ábyrga hegðun eru alltaf einstaka menn sem gera það ekki og þá þarf að vera hægt að beita viðurlögum. Það getur átt jafnt við um heimamenn sem kanana eða túrista. En það er ekkert tilefni til að dæma alla bandaríska starfsmenn hersins eftir þessum gaurum.
Kv – Skúli
07.05.2002 at 10:05 #460902Á aðalfundi Ferðaklúbbsins 4×4 í gærkvöldi voru þessi mál rædd nokkuð og stjórninni falið að senda út fréttatilkynningu þar sem þessi utanvegaakstur er fordæmdur. Þarna voru á ferð 6 bílar, 4 bandarískir og 2 íslenskir. Myndirnar sem Ómar sendi frá sér voru alveg skelfilegar og svona hegðun er alveg ólíðandi. Samkvæmt nýjustu fréttum í Bylgjunni í morgun var sendur út "björgunarleiðangur" í gærkvöldi þar sem flestir bílarnir voru losaðir og enn meiri spjöll unnin. Þetta er náttúrulega orðið lögreglumál og mér finnst sjálfsagt að beita þungum refsingum og láta þetta fólk laga til eftir sig.
Þrándur
R-1610
07.05.2002 at 10:16 #460904Hef til sölu frampart af stóra Bronco og afturhurð af Lödu sport. Þið eruð gjörsamlega veruleikafyrtir að halda að einhver fari uppeftir að stela af þessum bílum. Það stelur enginn haugdrullugum boddýhlutum.
Ég hef aldrei staðið með fullum Íslendingum og hvað þá með fullum Íslendinum að keyra utanvegar. Ég hef frekar gefið mig út fyrir að vera mjög á móti alls konar "nývegamyndun" og slóðavíkkun.
Mér finnst að það ætti að taka hart á þessu máli eins og flestum landskemmdum og má þar nefna "bætta hálensdisvegi".
Kanarnir fóru ekki að tilmælum lögreglu svo afhverju ættu þeir að vilja keyra í halarófu á eftir hrísgrjónadollum.Nú er ég ekki að dæma alla Ameríkana og vildu örugglega margir grípa tækifærið fegins hendi ef góðviljaðir Íslendingar bjóða þeim á rúntinn. En þeir sem eru sekir verða að gjalda fyrir verknað sinn. Enginn vetlingatök á glæpamönnum.
Björn O.
P.S Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist á Reykjanesinu og þið megið trúa því að svona hlutir eigi sér mun oftar stað en ykkur grunar, Ómar er ekki alls staðar.
07.05.2002 at 10:30 #460906
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér finnst eins og menn vorkenni þessum aumingjum sem lentu í að fara í þessa drulluferð, að 4×4 eigi að hafa verið búnir að bjóða fram aðstoð við kanann ofl. Hversu veruleikafyrrtir eruð þið??? Mönnum sem haga sér svona er nákvæmlega sama um hvað klúbbar eins og okkar er að gera, þeir asnast bara áfram. Það er ekki eins og þeir viti ekki hvað þeir eru að skemma, tala nú ekki um ef Íslendingar hafa verið með í för.
Gerum okkur grein fyrir því að menn lenda ekki í að fara í svona ferð, tala nú ekki um að fara aftur og ætla að ná í bílana og gera meiri skemmdir.
Okkur Íslendingum og sérstaklega jeppamönnum finnst vænt um náttúruna og auðvitað verða menn reiðir þegar þeir sjá svona lagað.
Tökum hart á þessu, sama hvort þetta eru útlendingar eða Íslendingar, það er ekki það sem skiptir máli heldur eru sektir líklega það eina sem kemur í veg fyrir að menn geri svona.
Sektarkveðjur Elvar
07.05.2002 at 12:32 #460908Skítt með allar refsingar og sektir. Er ekki um að gera að senda þá sem eru sekir í þessu máli að sá og tyrfa í skemdirnar eftir sig og láta þá sjá til þess að staðurinn grói aftur í sitt fyrra horf. Og svo er náttúrlega skylda að senda Ómar með myndavélina og hafa þetta í beinni í fréttatímanum.
Annars efast ég um að þetta hafi verið tilgangur ferðarinnar hjá þeim en ef svo er þá á að láta þá annast svæðið fram á næsta vor og borga það úr eigin vasa.
07.05.2002 at 12:53 #46091007.05.2002 at 13:01 #460912
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það virðist því miður vera aðalmálið uppi á velli að vera á sem skítugustum jeppa og ef hámarki sælunar er náð (dulla upp um allan bíl) þá er jeppin ekki þvegin næstu vikurnar. Ljótt en satt þó !
Enda er Reykjanesið farið að bera þess merki að furðulega þenkjandi menn ferðast þar um á jeppum og skellinöðrum þar sem ekkert virðist heilagt. Fyrir umþb mánuði síðan gekk ég frá Höfnum yfir í Sandvík. Það verður að segjast að það svæði er ekki til prýði fyrir jeppa og mótorhjólamenn vegna þess að það var allt sundurskorið af nýlegum förum eftir bæði jeppa og mótorhjól.
Það tókst að koma af stað hugarfarsbreytingu hjá jeppamönnum fyrir tveim áratugum en ég held að það hafi nokkrir orðið eftir ásamt því að strákarnir á skellinöðrunum eru enn í moldarkofanum að þessu leiti. Það er ekkki til það fjall eða hóll á Reykjanesi sem þeir hafa ekki gert tilraun til að komast upp á. Þessu til staðfestingar bendi ég á spólför upp fellið við hliðina á Djúpavatni og stöðuga umferð þeirra upp á Helgafell (bæjarfjall Hafnfirðinga).
Allir þeir einstaklingar sem ég hef kynnst í 4×4 hafa haft það að aðalsmerki að hlúa að landinu en hjá skellinöðruköppunum virðist ríkja algert stjórnleysi. Hver man ekki eftir mótorhjólamanninum sem slasaðist uppi á fjallabaki í fyrra og þyrlan þurfti að sækja vegna þess að allir vegir voru lokaðir á svæðinu vegna aurbleytu og þess að landið var ekki tilbúið undir umferð vélknúin tækja.Annars
Gleðilegt ferðasumar
Kveðja
Gummi J.
07.05.2002 at 13:06 #460914
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Stebbi
ég veit náttúrulega ekki hversu löghlýðinn þú ert en allavega er mín reynsla sú að ef maður brýtur af sér og næst þá er beitt sektum, því hegningarvinna er víst ekki til á Íslandi.
Ég held að það þýði ekki að senda menn að laga svona eftir sig, en það er hægt að sekta menn og nota peningana til að sá í förin.
Menn sem ferðast um lokaða vegi eru þar á sína ábyrgð ef ég skil rétt, og þá væntanlega gildir það sama hvort sem þeir skemma bílana eða jarðveginn.
Kveðja Elvar
07.05.2002 at 13:31 #460916Sælir félagar.
Í morgun var eftirfarandi fréttatilkynning send frá Klúbbnum til fjölmiðla:
Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4 fordæmir þann utanvegaakstur sem skýrt var frá í fréttum að kvöldi 6. maí 2002.
Háttsemi eins og þessi er í fullkominni andstöðu við stefnu klúbbsins, en hann hefur barist gegn utanvegaakstri
allt frá stofnun félagsins árið 1983.Þessi fréttatilkynning hefur nú þegar verið birt í Fréttablaðinu á Vísi.is
Kv.
Kjartan G
07.05.2002 at 15:33 #460918
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að kúbburinn ætti að nota tækifærið og velta af stað smá vitundarvakningu um þessi mál, í fjölmiðlum og annarstaðar og gera landanum ljóst hvar við 4×4 menn stöndum í þessum málum, Ég held að við verðum að passa okkur því JEPPAMENN eru oft stimplaðir sem ein heild, þegar kemur að neikvæðri umræðu, þar að leiðandi þurfum við að vera vel vakandi fyrir umræðu um þessi mál.
Með sumarkveðju
07.05.2002 at 16:06 #460920Halda menn virkilega að með því að vera í 4×4 séu menn öðrum æðri á ferð í byggð eða óbyggð… Alveg með ólíkindum þessi pistill sem sendur hefur verið á hina ýmsu fréttavefi á Íslandi hafi yfirleitt verið saminn… Nei félagar í
4×4 það er ekki okkar að fordæma aðra og hvað þá opinberlega, við erum engir löggæslumenn né dómarar.Það mætti kanski athuga með að setja "oliugildru" í kringum gáminn upp í SETRI svona rétt til að fylgja lögum um náttúru og náttúruvernd
kv
Jon
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.