Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Akstur með ferðamenn
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
22.10.2007 at 23:01 #201025
Ég hef áhuga á að taka einn og einn rúnt með ferðamenn á fjöll, er einhver hér sem þekkir þennan bransa og hvað þarf að uppfylla til að teljast hæfur í þetta?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.10.2007 at 23:10 #600720
þú þarft að kunna sögu lands nokkuð vel jarðfræði gróðurfar atvinnuvegi sögu iðnaðar til að geta verið leiðsögumaður,vera vel talandi á því tungumáli sem þú notar í leiðsögninni,svo þarftu eitthvað rekstraleyfi á bílinn,það þýðir hærri tryggingar held ég. VSK númer,þetta er unnið í verktöku.Þetta dettur mér svona helst í hug.
kv Bubbi
22.10.2007 at 23:26 #600722sem má ekki gleima þú þarft að vera með meirapróf og hafa gild ökuréttindi til að keyra leigubíl, einnig þarftu að sækja um hópferðalefi fyrir ökutækið hjá vegagerðinni.
Kveðja Addikr
22.10.2007 at 23:39 #600724VSK númer í það minnsta óþarft þar sem akstur ferðamanna er ekki VSK skyld starfsemi.
22.10.2007 at 23:43 #600726Fyrir utan það sem er komið fram hér að ofan þarf bíllinn líka að fara í svokallaða leyfisskoðun hópferðabíla. Það er gert á hefðbundnum skoðunarstöðvum. Hægt er að nálgast skoðunarhandbók hópbíla á vef vegagerðarinnar.
23.10.2007 at 08:27 #600728Þú verður að bílinn með hópferðaleifi. vera með gilt leigubílapróf. Vegagerðinn sér um eftirlit með því hvort þessi leifi séu til staðar. Þegar leifinn er klár þá er best fyrir þig að skrá þig hjá þeim aðilum sem eru að sleja þessar ferðir. Það eru nokkur jeppafyrirtæki sem eru með jeppa í verktöku.
kv
Þórður Ingi
23.10.2007 at 09:05 #600730Það þarf að leyfisskoða jeppan, en það gefur þér ekki nokkurn rétt til að aka með ferðamenn, heldur er þetta bara eitt rukkunarkjaftæðið í viðbót. Sá sem selur jeppaferð, eða stendur fyrir henni, verður að hafa rekstrarleyfi frá vegagerðinni. Þau leyfi eru hinsvegar framseljanleg til bíla sem eru minni en 8 farþega, og er sérstakt eyðublað notað til þess. Síðan þarf að vera á þokkalegum bíl, og eru Patrolar lang mest í þessu.
Góðar stundir
23.10.2007 at 10:01 #600732öll fyrirtæki sem selja ferðir verða að vera með ferðaskrifstofuleifi. Þess vegna er best að fá þau leifi sem bíllinn þarf að vera með og ráð sig sem verktaka hjá söluaðila. Það er ekki vit í að fara af stað og selja sjálfur með einn bíl.
kv
Þórður Ingi
23.10.2007 at 12:42 #600734Hlynur eru menn ekki að mala gull í þessum bransa ? eða hvað?
23.10.2007 at 16:23 #600736Takk fyrir svörin, ég var einmitt að hugsa þetta sem verktaki hjá ferðþjónustfyritæki sem sér um öll leyfi.
Ég hef meira próf og bíllinn er Trooper 7 manna.
23.10.2007 at 17:16 #600738Sælir.
Svo ég fari aðeins út fyrir efnið, þá hef ég lengi velt fyrir mér hvernig hægt er að stunda þessa atvinnugrein á 44" Patrol þar sem fullbreyttur Patti er rétt um 3 tonn og heildarþyngd sama bíls er rétt rúm 3 tonn, vigtar því líklega um 3,5 tonn með 7 manns.
Hvernig hafa menn snúið sig út úr þessum vanda til að hafa allt á hreinu ef eitthvað kemur upp á?Kv. Smári.
24.10.2007 at 08:25 #600740ég átti svona patrol með öllum þessum leyfum og hann viktaði um tonni léttari en hann átti að vera, á skráningarskirteini, sennilega verið farið með óbreyttan patta í viktun því annars heldurðu ekki leyfi fyrir 7 manns.
Kveðja Lella
24.10.2007 at 14:47 #600742Pattinn minn beinsk 44" bíll var með hópferðaleyfi þegar ég keypti hann og hann var skráður fyrir 7 manns. Ég viktaði hann á 38" (MT á 14" breiðum stálfelgum) og var þyngdin á honum (2.6-2.7 tonn)mjög nærri lagi og í skoðunarvottorðinu (allir tankar voru tómir og ekkert dót í bílnum). Það er því lítið mál að fá "góða" vikt með smá tilfæringum fyrir breytingaskoðun.
kv
Agnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
