Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Ákeyrsluskilti við þingvelli.
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 12 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.07.2012 at 20:36 #223942
Sælir félagar.
Ég rakst á þetta á netinu í dag.
Nú langar mig að spyrja: Finnst ykkur þetta eðlilegt?
Eru einhverja líkur til að maður sjái þetta í skafrenningi/byl á veturnar?
Kveðja, fastur sem mun líklegast keyra á þetta á leiðinni á næsta blót (ef bíllinn verður einhvern tíman klár)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.07.2012 at 22:09 #756051
Það var umræða um þetta á Bylgjunni í dag, Reykjavík síðdegis við Ólaf Guðmundsson hjá F.i.b. Hann var ekki par sáttur við þetta og skildi engan undra. Þetta er eitthvað það vanhugsaðasta umferðamannvirki sem ég hef séð og er þó af löngum lista af taka. Keyrði fram hjá þessu um helgina og vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. L.
23.07.2012 at 23:07 #756053Ég er nú búin að glápa lengi á þessa mynd. Er þetta hraðahindrun? Er þetta gert fyrir umferðaeftirlit? Er þetta til að stöðva alla umferð. Er þetta spes fyrir F4x4 til að hleypa úr? Er þetta fyrir göngufólk til að komast út úr rútum? Er þetta gert til að fjölga slysum á Íslandi? Þetta er svo vitlaust að ég efast um að viðkomandi hafi vit á að taka þetta niður áður en eitthver drepur sig!!!
Kv. SBS. Trúir ekki því sem hann sér!!!
23.07.2012 at 23:15 #756055það er álíka gáfulegt mannvirki þegar maður keyrir inn í Grindavík, þó þetta við þingvelli sé mun verra í myrkri
þetta verður án efa keyrt niður , og hver ber þá ábyrgðina á tjónum?
23.07.2012 at 23:17 #756057Ps , þetta er svona við báða enda þjóðgarðarins.. þannig þið hafið 2 tækifæri til að keyra þetta niður
24.07.2012 at 01:13 #756059[quote="kjartanbj":44q79t3s]Ps , þetta er svona við báða enda þjóðgarðarins.. þannig þið hafið 2 tækifæri til að keyra þetta niður[/quote:44q79t3s]
Ég skellti upp þegar ég las þetta svar. Og já ég mun líklegast ná þessu 2svar og þurfa að fá mér skiltagrind framan á jeppann. Sérstalega styrkta til að standast þessi skilti og þar með í leiðinni lemstra gangandi enþá fremur en ég geri núna með ljósagrindinni.
24.07.2012 at 10:40 #756061HEHE. Óbrotin lína sitt hvoru megin við skiltið. Hvernig á að komast framhjá þessu? Gegn um Nesjavelli???
24.07.2012 at 10:53 #756063Þar sem þetta er boðmerki ekki satt þá tel ég að það sé verið að bjóða upp á utanvega akstur
kv vesteinn
24.07.2012 at 11:17 #756065Ha,ha,ha!! Þessi var góður. Glöggur er lögreglumaðurinn. Ef þetta á að vera til að hægja á umferð og skapa öryggi á leiðinni um Þingvelli er þessu öfugt farið. Í fyrsta lagi skapraunar þetta bílstjórum og þegar þeir eru komnir framhjá fær pinninn að kenna á því. Þarna verður hætta á útaf og aftaná keyrslu. Menn fipast og geta lent framan á bíl sem kemur á móti svo ég tali nú ekki um þegar vetur er og ísing á veginum. Væri nú ekki betra að breikka veginn og klippa trjágróðurinn sem blindar hlykkjóttar hættulegar beygjur á milli merkjanna. Síðan mætti setja hraðamyndavélar á tveimur stöðum til að draga úr umferðarhraða.
Kv. SBS.
24.07.2012 at 11:24 #756067[quote="SBS":3m8y7bdf]Ha,ha,ha!! Þessi var góður. Glöggur er lögreglumaðurinn. Ef þetta á að vera til að hægja á umferð og skapa öryggi á leiðinni um Þingvelli er þessu öfugt farið. Í fyrsta lagi skapraunar þetta bílstjórum og þegar þeir eru komnir framhjá fær pinninn að kenna á því. Þarna verður hætta á útaf og aftaná keyrslu. Menn fipast og geta lent framan á bíl sem kemur á móti svo ég tali nú ekki um þegar vetur er og ísing á veginum. Væri nú ekki betra að breikka veginn og klyppa trjágróðurinn sem blindar hlykkjóttar hættulegar beygjur á milli merkjanna. Síðan mætti setja hraðamyndavélar á tveimur stöðum til að draga úr umferðarhraða.
Kv. SBS.[/quote:3m8y7bdf]Einmitt, sammála þessu. Við ættum kannski að taka gatna- og vegamálin í okkar hendur
24.07.2012 at 21:57 #756069Er þetta ekki bara photoshoppað, ég trúi því ekki að nokkur geri svona.
25.07.2012 at 13:16 #756071Jæja.. þeir virðast hafa tekið eftir umræðunni og tekið mark á henni: [url:1pcicx3d]http://www.visir.is/umdeildar-umferdareyjar-teknar-nidur/article/2012120729490[/url:1pcicx3d]
Segið svo að röfla á netinu virki ekki 😀
25.07.2012 at 13:27 #756073Varðandi þessa hönnun:
[img:2f1n2x32]http://www.flickmylife.com/wp-content/uploads/2012/07/wut.jpg[/img:2f1n2x32]
Mynd hlekkjuð frá flick my life[img:2f1n2x32]http://img.visir.is/apps/pbcsi.dll/bilde?Site=XZ&Date=20120725&Category=FRETTIR01&ArtNo=120729490&Ref=AR&NoBorder&MaxW=800&MaxH=700[/img:2f1n2x32]
mynd hlekkjuð frá dvÞá held að viðkomandi hönnuður hafi ekki oft ekið að vetrarlagi úti á landi. Maður er oft með lífið í lúkunum í hálku að reynandi eftir framska megni að halda sig á götunni. Sé búið að rigna á frosið malbik tel ég að maður eigi ekki mikinn séns á öðru en að lenda á þessu nema að maður hafi verið nærri því stopp þegar maður keyrði framm á þetta.
Mér þykir mjög gott að það sé búið að falla frá þessu við þjóðgarðinn en það verður að hafa í huga hvernig svona útbúnaður sést að vetrarlagi. Ísland er kannski fallegt og milt á sumrin en í vonsku veðrum á veturnar þarf þessi búnaður að sjást og nóg að skiltum til að maður eigi möguleika á því að sleppa við að lenda á honum.
Kveðja, Birkir ,,fastur“
25.07.2012 at 15:17 #756075Ég er búin að vinna fyrir vegagerðina í mörg ár,,, og benti þeim á svona breytingu að aðeins mála svona eyjar og örvar einnig málaðar,,,,,, breikkunin samt til hliðar ,,tókst í alla staði,,,, þetta er á v/Grindarvíkurveg og upp í Mel og Stapafellsnámur og fleira,,,,, mikið af gömlum körlum þarna hjá vegagerðinni og gamlar hefðir sem og reglur sem má aldrei breyta,,,,, 😉
takk fyrir,,,A.Sig /Ö1235
25.07.2012 at 15:58 #756077Jæja, þetta var skynsamlegt og skal ég taka með ánægju aftur stóru orðin sem ég viðhafði hér áður. Hver ætli verði næsta lausn. Trúlega að hafa spælegg við sitthvern enda þjóðgarðsins. Nei það held ég varla. Menn verða að virða hraðatakmarkanir og fara varlega. Þessi kafli innan um hátt Birkikjarrið og þar sem mjór vegurinn er allur í hlykkjum er stórhættulegur. Fer ég oftast það um með lífið í lúkunum, hræddur um að fá eitthvern snögglega framan á mig. Ökum varlega og gerum vegin akfærann.
Kv. SBS.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.