FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Air contition dælur.

by Halldór Backman

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Air contition dælur.

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Magnús Sigurðsson Magnús Sigurðsson 22 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.04.2003 at 13:24 #192467
    Profile photo of Halldór Backman
    Halldór Backman
    Participant

    Sælir.

    Ég er með reimdrifna dælu í bílnum hjá mér, alveg gargandi öfluga. Hef samt ítrekað lent í vandræðum með smurkerfið á dælunni. Vitið þið um einhvern snilling/sérfræðing í svona dælumálum?

    Kv.
    HB R-2484

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 10.04.2003 at 14:14 #472272
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Það eru eflaust nokkrir aðilar sem gefa sig út fyrir að gera við svona. Ef þú gætir hugsað þér að eiga eitthvað við þetta sjálfur þér get ég sagt þér þetta.

    Mjög algengt er að ekki sé hugað nógu vel að því að dælan sé smurð reglulega.
    Til eru sjálfsmyrjandi dælur.Þær dælur eru þá þannig að sérstakt glas er fyrir olíu á úttakinu og allt loft sem fer um úttakið fer í gegnum filter sem lætur olíuna leka ofaní glaðsið. úr glasinu liggur svo slanga sem oían lekur eftir í inntakið. Þannig að sama olían er notuð aftur og aftur.
    Það er talsverður kostur að filtera olíuna úr úttakinu, eins og menn vita fer olía ekki vel með dekkjagúmmí og fleira.

    Ég er nokkuð viss um að þú getur fengið svona filterglas í Bílanaust og T-stykki,slöngur o.þ.h. t.d. í Landvélum.
    Gangi þér vel.
    Elvar





    10.04.2003 at 19:15 #472274
    Profile photo of Magnús Sigurðsson
    Magnús Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 430

    Þetta glas er í raun vökvaskilja sem þýðir að hún skilur bæði olíu og vatn. Svo þegar vatnið skilur sig frá olíunni er vatn neðst og olía efst sem þýðir að dælan fær alltaf vatn í startinu og tel ég þetta vera helstu orsökina fyrir þessum slæmu sögum um ágæti AC dælna.
    Kveðja Magnús.





    11.04.2003 at 11:48 #472276
    Profile photo of Halldór Backman
    Halldór Backman
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 38

    Sæll Elvar.

    Ég er með nýtt smurglas og vökvaskilju frá Landvélum. Að ráði Landvélamanna setti ég þrýstiloka hinumegin við glasið til að minnka olíufruss út með loftinu. Þegar ég læt dæluna ganga þá fæ ég ekki séð neina hreyfingu á olíunni úr glasinu. Svo tek ég eftir því að dælan hitnar mikið þegar hún er í gangi. Ég er búinn að fara yfir allar lagnir. Mér datt því í hug að það sé eitthvað annað sem er að og réttast að fá fagmann í verkið, nema þú sért með einhver önnur ráð.

    kv.
    HB





    11.04.2003 at 12:00 #472278
    Profile photo of Gunnar Sigurðsson
    Gunnar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 11

    Ég mindi vera með stilanlegt smurglas sog meginn og olíu/vökvaskilju útblásturs meginn,þannig að þá þartu ekki að vera að hringrása með sömu olíuna,þanig að þegar stilanlega smurglasið er búinn með olíuna þá seturu nýa í staðinn og hendir olíuni sem er í olíuskiljuni.
    kveðja 1314





    11.04.2003 at 16:55 #472280
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Nú er úr vöndu að ráða Halli.
    Ég held að það sé rétt hjá þér að fá fagmann til að líta á dæluna. Ég hef ekki nægilega mikla þekkingu til að vita hvort dælan eigi að hitna. Mig grunar þó að almennt eigi svona dælur ekki að hitna svo mikið að þú brennir þig.

    Þú bendir á að olían virðist ekki hreyfast í glasinu þegar dælan gengur. Fagmaður eða reynslubolti gæti eflaust svarað því hversu mikið magn olíu sé æskilegt inná dæluna og hversu oft þarf að skipta um olíu.

    Það hljómar skynsamlega það sem gunso skrifaði að setja þetta þannig upp að ekki sé verið að hringsóla með sömu olíuna aftur og aftur til að losna við raka.

    Fáir þú lausn þinna mála þá er áhugavert að sjá lausnina hér á spjallinu.

    Gangi þér vel
    Elvar





    11.04.2003 at 21:50 #472282
    Profile photo of Magnús Sigurðsson
    Magnús Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 430

    Svona AC dæla þarf mjög litla smurningu. Mér sýnist svona fljótt á litið að smurglasið sé að stríða þér. Þessar dælur hitna ekki svo mjög mikið. Ég átta mig ekki alveg á þessum þrýstiloka sem þú ert að tala um.
    Kveðja Magnús.





    12.04.2003 at 02:01 #472284
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er eðlilegt að svona dælur hitni, loft hitnar við samþjöppun, því meira sem meira er þjappað. Ég notaði aircondition dælu í 6 ár án vandkvæða.
    Ég gaf henni smuringu með því að setja smá olíu á inntakið annaðslagið. Ég held ég hafi eitthvern tíman gefið henni Militec, veit ekki hvort það breytti neinu.

    -Einar





    12.04.2003 at 14:59 #472286
    Profile photo of Halldór Backman
    Halldór Backman
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 38

    Sælir aftur.

    Magnús – þessi þrýstiloki kann að heita eitthvað annað á fagmáli, þetta er bara afar einfalt ca. 1 tommu langt stykki sem er þannig gert að það hleypir ekki út lofti nema ákveðnum þrýstingi sé náð. Ertu einhverju nær?

    Einar – hvernig olíu notaðir þú og hversu ört gafstu dælunni "sjúss"

    Gunnar – hvar fær maður svona stillanlegt smurglas sem þú ert að tala um? Mér líst eiginlega best á þessa lausn sem þú ert að tala um.

    Kv.
    HB R-2484





    12.04.2003 at 16:13 #472288
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég notað vélarolíu úr lítill smurkönnu. Gaf dælunni eitt eða tvö skot, fyrir lengri ferðir. Það gerðist tvisvar að ég gleymdi dælunni í gangi í nokkra tíma, án þess að hún skaðaðist.
    Ég efast um að það sé til bóta að vera með þennan þrýstiloka. Hann eykur mótstöðu og hitamyndum í dælunni.

    -Einar





    12.04.2003 at 20:33 #472290
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hæ hallib

    Dælan er með vinslu stig 40-70 gráður miða við 7 bar siðan er hitin frá vel svo 80-100g er í lægi en með smurkerfið er ég buin að teingja dæluna við öndunarkerfið frá vel svo hun er að fá motoroliu frá velinni og það hefur virkað í 5 ár Kv Gunni R-2536





    12.04.2003 at 22:51 #472292
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er fékk mér rakaglas og tengdi undan því inná sogið og læt svo skyljuna skylja smurninguna frá áður en ég nota svo loftið ,einsog fleiri hafa reyndar verið að gera, vandamálið hefur verið að mér finnst skyljan ekki alltaf alveg hafa undan sérstaklega ef kalt er í veðri, það er þó skárst að nota sjálfskiptiolíu hefur mér sýnst, þetta er sáralítil smurning sem dælan þarf þannig að ég setti 1/4" nálaloka á smurninguna inn á dæluna og læt bara rétt dropa inn á hana, þetta er eftir því sem ég kemst næst skársta leiðin en maður getur aldrei verið alveg öruggur um að fá ekki neina smurningu með. Best er að verða sér úti um dælu með sjálfstæðu sveifarhúsi.





    12.04.2003 at 23:18 #472294
    Profile photo of Magnús Sigurðsson
    Magnús Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 430

    Þú getur fengið svona smurglas í landvélum. Ertu ekki með loftkút? Gott er að blanda einsstakasinum millitek eða prolong í olíuna.





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.