This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Ófeigsson 20 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir gáfumenn og konur!
Ég náði mér í air conditioning compressor (dælu) úr gömlum ford núna ekki fyrir löngu og er að koma þessu fyrir í húddinu hjá mér.
Mig langaði bara að spyrja spekúlantana hérna um tvennt:
1. Hvernig hafið þið leyst smurnings vandamál? er nóg að setja smurglas á innsogs-endann og hún sogar nógu mikið til að smyrja sig? eða þarf maður að hanna einhverja aðra lausn?
2. hvað geta þessar elskur pumpað upp mikinn þrýsting? ég var að spá í að láta mína pressa í 10 bör inná 5 lítra kút sem verður boltaður á grindina hjá mér. það er c.a. 150 psi ef druslan ræður við það…. ég finn hvergi á netinu einhverjar tölur um hvað svona elskur geta framleitt mikinn þrýsting.
Vona að snillingarnir hérna hafi einhver svör handa mér…
kveðja,
Lalli
You must be logged in to reply to this topic.