Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Áhugaverður fyrirlestur?
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2007 at 11:34 #199296
Sælir félagar
Þar sem mikið hefur verið fjallað um öryggi jeppa hér á vefnum datt mér í hug að setja inn þessa auglýsingu sem skrifstofa VFI/TFI sendi út.KS
******************************************
Eru Jeppar ÖRUGGARI í umferðinni en fólks-
bifreiðar?Fyrirlesari: Guðmundar Freyr Úlfarsson, Ph.D., verkfræðingur og
sviðsstjóri samgöngusviðs byggingarverkfræðideildar
Washingtonháskóla Í
St. LouisMánudaginn 8. janúar í
Öskju, stofu 132
kl. 16:00 – 17:00Allir velkomnir
Greint verður frá rannsókn þar sem athugaður er munur á meiðslum ökumanna jeppa og fólksbifreiða í árekstrum tveggja ökutækja og í slysum er varða eitt ökutæki, t.d. útafakstur. Einnig er greint frá rannsókn á mun breyttra og óbreyttra jeppa. Leitast er við að svara spurningum um hvort jeppar eru öruggari í umferðinni en fólksbifreiðar og hvort breyttir jeppar séu hættulegri en óbreyttir í árekstrum við fólksbifreiðar.
******************************************
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.01.2007 at 11:35 #573864
Þú varst fljótari en ég – ég ætlaði að fara að setja þetta hérna inn
Ég mun allavega mæta þarna og fylgjast með þessu, það verður mjög áhugavert að heyra hvað þarna fer fram.
Benni
07.01.2007 at 19:36 #573866Ég vil hvetja alla til þess að mæta á þennan fyrirlestur. Þetta er mál sem varðar okkur alla.
-Einar (tækninefnd)
08.01.2007 at 08:12 #573868Bara að minna á að fyrirlesturinn er í dag klukkan 4.
08.01.2007 at 08:25 #573870Ég er ekki með það alveg á hreinu í hvaða húsi þessi
fyrir lestur er og staðsett
kv,,,MHN
08.01.2007 at 09:28 #573872Náttúrufræðahúsið í mýrinni rétt hjá Erfðagreinigu.
kv. vals.
08.01.2007 at 18:49 #573874Jæja, þá er þessi fíni fyrirlestur búinn. Helsta niðurstaðan og sú veigamesta er vafalítið sú að enginn munur er á slysum á breyttum jeppum og óbreyttum í árekstri við fólksbíla.
Mér fannst reyndar ótrúlega léleg mæting á þennan fyrirlestur frá jeppamönnum, ég bjóst við að sjá mikið fleiri, jafnvel fullt útúr dyrum.
kveðja,
Lalli
08.01.2007 at 20:16 #573876Samt fátt sem kom á óvart í þessu, er í samræmi við niðurstöður sem maður hefur verið að sjá frá öðrum löndum.
Vonandi að þetta verði svo gefið út svo það sé hægt að rýna almennilega í þessar tölur.
08.01.2007 at 20:47 #573878Svo sem ágætlega áhugavert en þó bara staðfesting á rannsóknum Árna og félaga í Orion.
Eitt kom mér þó á óvart, enginn munur var á alvarleika slysa fyrir 20 árum og í dag. T.a.m. virtist ekki vera neinn munur á hættu á dauðsfalli við að velta í jeppa þá og í dag. Þrátt fyrir allar þessar framfarir í öryggi bíla virðist jafn hættulegt að velta jeppanum mínum (sem ég á ekki í augnablikinu) og fyrir 20 árum síðan.Annars var aðalniðurstaðan að ég á að senda konuna út í búð á jeppanum en keyra Volvoinn þegar ég fer út á land…
kv
Agnar
08.01.2007 at 20:47 #573880Já ég ætlaði að mæta en varð að vinna.
Það var þó gott að þetta var ekki einhver halelulja samkoma gegn breyttum jeppum.
Væri athyglisvert að komast yfir tölur og niðurstöður þessara ágætu manna.
08.01.2007 at 22:13 #573882Var að sjá um fyrirlesturinn í tíufréttum.
Mér fannst nú umræðan eða allavega framsetningin í fréttunum sett fram þannig að væri frekar neikvæð í garð jeppa þó að það hafi vissulega komið fram mjög skýrt að breyttir jeppar væru ekkert hættulegri en aðrir jeppar.
Það kom t.d. fram að það væri tvöfalt meiri hætta á að velta jeppa við útafkeyrslu en fólksbíl. Þetta fannst mér mikil speki en ég vissi þetta nú reyndar fyrir þó ég sé ekki verkfræðingur : )
Neikvætt fannst mér hvað það væri mikil áherlsa lögð á að ökumenn fólksbíla væru í meiri hættu við árekstur við jeppa, svona tal er vatn á myllu atvinnuröflara. Hætta við árekstur tveggja farartækja og tjón hvors hefur meira að gera með massa tækjanna frekar en gerð hvort sem það er jeppi eða eitthvað annað tæki.
08.01.2007 at 23:31 #573884Fréttamennska hefur þvímiður almennt séð lítið með staðreyndir og "fair and balanced" frásögn að gera. Ég hef aldrei átt hlut að máli sem kemist hefur í fjölmiðla og verið 100% sáttur við meðferð fréttamanna á framsetningu og/eða staðreyndum.
Margt (kannski flest) af því sem kom fram má "skýra" með því að setja massa inn í grundvallarlögmál newtonskrar eðlisfræði. Hins vegar þarf að huga að öðru t.d. byggingarlagi og hvar bílarnir rekast saman. Samanber [url=http://www.nhtsa.dot.gov/nhtsa/announce/testimony/SUVtestimony02-26-03.htm:4uatjn2c]þennan vitnisburð[/url:4uatjn2c] þar sem m.a. segir:
[i:4uatjn2c]When controlling for impact location, and comparing light trucks to passenger cars of comparable weight, we found that light trucks were more than twice as likely as a car to cause a fatality when striking a car.[/i:4uatjn2c]
Þarna er búið að g.r.f. þyngdarmuninum en samt er tvöfalt líklegra að það verði banaslys. Samræmis nokkuð vel því sem kom fram í fyrirlestrinum í dag.Ég myndi segja að fyrirlesturinn hefði verið ágætlega balanseraður og það komu bæði fram jákvæð og neikvæð atriði gagnvart jeppum (óháð breytingu). Að mínu mati dró fyrirlesari mjög varfærnislegar ályktanir út frá gögnunum og þó umfjöllunin um aðferðafræðina hafi verið lítil lofaði hún góðu. Ég bíð hins vegar spenntur eftir alvöruskýrslu sem hægt er að skoða.
Það er mikill munur á staðreyndum og skoðunum 😉
08.01.2007 at 23:46 #573886Já, áhugavert en eins og fleiri átti ég ekki heimangengt á þessum tíma.
.
Hlakka til að sjá þessar tölur, trúi ekki öðru en að einhverjum takist að koma höndum yfir þær. Finnst hinsvegar eitt stundum gleymast í umræðunni um umferðaröryggi þegar verið er að bera saman jeppa og fólksbíla…
.
…Auðvitað er verra að lenda á þyngri hlut. Að sama skapi og það er verra að keyra á steinvegg á 200 km hraða en á 35 km hraða. Í Svíþjóð, og reyndar hér líka, hafa þessi rök verið notuð sem meðmæli með því að banna jeppa (reyndar yfirleitt talað um breitta og því gaman að sjá að enginn munur virðist vera þar á). En… hvað með vörubíla, rútur, strætisvagna, flutningabíla, tankbíla, steypubíla, kranabíla o.s.frv… á þá ekki að banna þá líka? Þar er miklu meiri massi á ferðinni en í einni jeppatík, og ef keyrt er t.d. frá Reykjavík til Akureyrar að kvöldi til mætir maður margfalt fleiri svoleiðis bílum heldur en breyttum jeppum.
.
Eru til einhverjar samanburðartölur um hvort er verra að lenda framan á fólksbíl eða fullhlöðnum flutningabíl? Líklega ekki – enda getur hvaða barn sem er sagt sér það sjálft.
.
En skyldi vera einhver munur á því þegar svona flutningabíll lendir framan á jeppa, eða þegar hann lendir framan á fólksbíl? Þá fyrst værum við að tala um tölur sem mér þætti gaman að sjá.
.
Ég hef alltaf litið á það sem svo að þar sem það sé fólkið í smábílunum sem slasist, hljóti það að vera smábílarnir sem eru hættulegir, ekki satt? Bönnum því smábíla, frekar en jeppa…
.
Einar Elí
Ps. keypti olíu með afslætti á Select í gær og spældi þá ferðafélaga sem eru ekki klúbbnum
09.01.2007 at 00:42 #573888
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sat þenna góða fyrirlestur og tek undir að það sem þarna kom fram er í samræmi við Orion skýrsluna. Í niðurlaginu kom fram að mesta hættan í umferðinni stafar af þeim sem sitja undir stýri á ökutækjunum og virða ekki umferðar reglur. Það þarf ekki milljarða framkvæmdir á vegakerfinu til að laga það, eða betur hannaða bíla. Það eina sem þarf er hugafarsbreytingu sem kostar ekki neitt.
ÓE
09.01.2007 at 13:06 #573890Það vakti athygli mína að þarna sat Runólfur frá FÍB og spurði spurninga sem átti greinilega að draga fram neikvæða hluti um breytta bíla.
Þetta sjónarmið hefur svo sem komið fram hjá honum áður en merkilegt samt að sjá þetta svona – spurningavalið var svo áberandi.
Það snérist t.d. um hvort breyttir væru ekki valtari, og hvort ekki væri erfiðara að sjá gangandi og hjólandi úr breyttum bílum – hvorutveggja var þó sem betur fer hrakið, bæði af fyrirlesara og með ágætu innleggi Freysa.
09.01.2007 at 14:01 #573892Maður skilur svosem hvað er að baki þeim misskilningi að breyttir bílar séu valtari en óbreyttir, þó svo prófanir hafi sannað að þessu sé í mörgum tilfellum öfugt farið. Ef mönnum sést yfir áhrif þess að bílarnir breikka er þetta eðlileg ályktun, þó röng sé í flestum tilfellum. En mér er fyrirmunað að skilja hvernig hægt sé að álykta að erfiðara sé að sjá gangandi og hjólandi úr breyttum bílum, því hærra sem þú situr hlýtur yfirsýnin að aukast. Einkennileg kenning verð ég að segja..
09.01.2007 at 14:15 #573894Ekki nóg með aukningu á breidd bílsins, heldur lækkar þyngdarpunktur bílsins svona hlutfallslega, vegna aukinnar þyngdar dekkja og felgna.
Tölfræðin sem kynnt var á þessum fyrirlestri, kemur hún frá Bandaríkjunum eða héðan af Frónni?
kv
Rúnar (sem var fastur í vinnunni í gær).
09.01.2007 at 14:37 #573896Í fyrirlestrinum var nær eingöngu byggt á rannsóknum á umferðarslysum á Íslandi.
Ég held að menn ættu að fara varlega í að telja sér trú um að breyttir bílar séu ekki valtari en óbreyttir. Ég veit a.m.k að minn bíll er miklu valtari eftir en fyrir breytingu, og er hann þó lægri en flestir beyttir jeppar.
Við breytingu á mínum bíl, þá brekkaði hann um 7.5 sm (miðja hjóls í miðju hjóls), en þyngdarpunkturinn hækkar um tæplega 20 sm (10 vegna dekkja, 10 vegna hækkunar), ef tekið er til þyngdaraukningar í dekkjum og felgum (120-140 kg) þá lækkar þessi tala aðeins. Ef gengið er út frá 15 sm hækkun, og að núningsstuðull milli dekkja og malbiks, sé 1.0, þá þyrfti bíllinn að breikka um 30 sm í stað 7.5, til að verða ekki valtari. Ef notaður er hærri núnigsstuðull, þarf meiri breikkun.
Óbreyttur bíll eins og minn, rennur til frekar en að velta, ef honum er þverbeygt að sléttu þurru malbiki. Ég hef lent í því að lyfta öðru framhjólinu í beyju á sléttu malbiki, sem betur fer var ég ekki á mikill ferð og náði að koma honum á öll fjögur með því að rétta hann af. Ef ég hefði ekki gert það, hefði bíllin næstum örugglega oltið.
-Einar
09.01.2007 at 14:37 #573898Gögnin sem fyrirlesturinn í gær fjallaði um voru íslensk frá 1991 – 1999 (eða var það 2001?). Bæði skráningar bíla og slys.
Freysi kom með mjög gott innskot um að samkv. hans prófunum væri breyttur bíll (eins og þeim er breytt nútildags) jafnstöðugur eða stöðugri en óbreyttir.
Punkturinn um erfiðleikann við að sjá var að mér heyrðist (ég var aftast og sumt úr salnum heyrði ég illa) að aðrir ökumenn væru að kvarta undan því að stórir bílar gerðu þeim erfiðara að sjá gangandi og hjólandi. Kannski var ég að heyra vitlaust eða misskilja.
Reyndar er almennt með stóra bíla hvort sem það er jeppi eða ekki t.d. minivans að það er erfiðara að sjá t.d. börn beint fyrir aftan bílinn en að blindi bletturinn (aftur til hliðar) sé stærri er ég ekki að kaupa.
09.01.2007 at 17:35 #573900Gögnin fyrir breyttu bílana voru frá 1991 en slysagögnin almennt voru mun eldri, talan 30 þúsund slys var nefnd minnir mig í þessu samhengi.
kv
Agnar
10.01.2007 at 01:15 #573902Nei, nú er ég ekki alveg sammála þér AgnarBen.
Slysagögnin voru frá ’91-’00 ef ég man rétt.En könnunin með breyttu jeppana, þ.e.a.s. um hvað þeir séu mikið keyrði o.s.frv. var gerð 2001.
Eða er ég kannski líka að bulla???….að muna tölur eru svo sem ekki mín sterka hlið, en ég held að það hafi örugglega ekki verið nein gögn eldri en ’91.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.