This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Þengill Ólafsson 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Það eru tvær ansi áhugaverðar greinar í 24stundum í dag. Í annari þeirra rætt við Agnesi um fjallaferðir og er þar flott grein og Agnes svarað af miklum sóma… Enda orðin þaulvön blaðaviðtölum.
Hin greinin fannst mér öllu sérkennilegri – þar er rætt við einhvern Björn á VDO verkstæði, sem er titlað sem breytingaverkstæði í greininni. Þar lætur þessi Björn í það skína hvað eftir annað að breytingar umfram 34 – 35″ séu óskynsamlegar og ef að bílum sé breytt „skynsamlega“ eins og hann kallar það þá séu þeir stöðugri og betri fyrir íslenskar aðstæður. En að hald því fram að það sé ekki skynsamlegt að breyta upp fyrir 35″ finnst mér sérkennilegt að starfsmaður á breytingaverkstæði láti útúr sér og láti um leið í það skína að bílar á stærri dekkjum en 35″ (skynsamlegu stærðinni) séu óöruggir í umferð.
Eins er látið sterklega í það skína að þeir sem séu að breyta sjálfir séu ekki að skila góðri vinnu….
Ja ekki versla ég við VDO í framtíðinni ef að þetta lýsir þekkingu þeirra á jeppabreytingum.
Benni
You must be logged in to reply to this topic.