This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Ingi Björnsson 18 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Smá hugrenningar.
Var að hugsa eftir að ég las „yfirlýsinguna“ hér á spjallinu um reglugerðarríkið sem við lifum í. Nú á ég mér svona 3 uppáhalds áhugamál sem öll eru í hættu og umræðu þessa dagana. Það er jeppar, mótorhjól og veiðar á fuglum. Það er sífelld umræða um utanvega akstur á jeppum og hjólum, hraðakstur bifhjólamanna eða stytting á rjúpnaveiðitímabilinu í blöðunum og á vefnum. Og ekki alltaf sanngjörn, þó að stundum eigi hún vel við því við erum jafn áhugalaus að halda reglur og við erum mörg. Spurning hvaða áhugamáli maður ætti að fara að koma sér upp sem ekki verður sett reglugerðarfargan á og að lokum lögð niður vegna þess að hún þykir ekki æskileg. Ætli sé ekki bara best að fara í hestamennsku, því að þá sameinar maður jeppann og mótorhjólið og getur þvælst yfir allt og uppum allt án þess að minnst sé orði á það og það er alveg sama hvert maður færi að það myndi seint flokkast undir utanvega akstur. Svo væri möguleiki að maður hræddi líftóruna úr einni og einni rjúpu á truntunni.
Góðar stundir
Peve sem er hræddur um að áhugamálin verði lögð niður af einhverjum mönnum sem öllu stjórna og virðast ekki skilja hvað það er mikilvægt að eiga sér áhugamál.
You must be logged in to reply to this topic.