Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › aftan ákeyrsla á fjórhjól (rauð númer)
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Tryggvi Ómarsson 14 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.10.2008 at 20:52 #203012
góða kvöldið,ég lennti í því leiða atviki að það var keyrt aftan á mig á fjórhjólinu mínu sem er torfæruskráð semsagt rauð númer.Ég var að keyra á malbiki og sló af til að beygja inn afleggjara til vinstri, en náttúrulega ekki með stefnuljós og vissi ekki af bíl sem var að reyna að taka framúr og dúndraði aftan á mig og einhenti mér og hjólinu út af veginum ca 10-15metra.Hjólið er stórskemmt og ég með brákuð rifbein.
Þekkir einhver hér á spjallinu rétt minn á svona rauðri skráningu gegn aftan ákeyrslu bestu kveðjur einn lemstarður í sjokki -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.10.2008 at 21:08 #630454
Sko mér þykir leitt að segja þér að þú ert algerlega í órétti. Rauð númer leyfa þér einungis akstur á löglegum æfingasvæðum og einkalandi. Þannig er þetta bara.
04.10.2008 at 21:12 #630456samt talaði ég við tryggingarfélagið í dag og hann taldi það ekki skifta máli,aftanákeyrsla er alltaf aftanákeyrsla.Svo þykir mér helvíti hart að borga bifreiðatryggingar og kaskó af svona tæki og vera einangraður af einhverjum akstursvæðum.Margur segir að maður megi fara styðstu leið út úr bænum og styðstu leið að sækja bensín!
04.10.2008 at 21:16 #630458Tekið af http://www.sniglar.is/read_news.php?news=1473
Torfæruflokkur: Gífuleg fjölgun hefur verið í þessum flokki síðan á síðasta ári (hér eru ekki motocross-keppnismenn, en hjólin á rauðum númerum og því ekki leyfð á öðrum stöðum en í brautum og á einkalandi og þarf því að koma hjólunum á staðinn með bíl /kerru ).
——————————————————————Miðað við þetta þá held ég að þú sért nánast alveg réttlaus , ef ekki bara algjörlega réttlaus. Og í vondum málum í þokkabót ef bíllinn skemmdist.
Bataóskir.
Karl H
04.10.2008 at 22:42 #630460Ef tæki er ekki götuskráð er ekki heimilt að aka því á götum og er þar með réttindalaust á götum og alltaf í órétti á götum. þannig skil ég þettta
04.10.2008 at 22:55 #630462Passaðu þig bara á því að fá þetta skriflegt hjá tryggingafélaginu. Þetta eru svín og reyna eftir fremsta megni að svína á okkur.
Kveðja
Þengill
04.10.2008 at 22:56 #630464þetta kemur í ljós,ég læt ykkur vita útkomuna.En hvernig var það aftur með lausan búfénað á vegu úti eða malbiki,er það ekki rétt munað hjá mér að ógötuskráð kind er alltaf í rétti?
04.10.2008 at 23:08 #630466Í lögum nr. 50. frá 1987 segir: "22. gr. [Eigi má aka fram úr öðru ökutæki rétt áður en komið er að vegamótum eða á þeim. Heimilt er þó að aka fram úr öðru ökutæki ef skilyrði til framúraksturs eru að öðru leyti fyrir hendi og
a. ökutækin eru á akbraut með tveimur eða fleiri akreinum í akstursstefnu þeirra,
b. aka skal hægra megin fram úr vegna ökutækis sem beygt er til vinstri,
c. umferð á vegamótum er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum, eða
d. umferð hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegi, sbr. 2. mgr. 25. gr.]1)" Í 2. málsgrein 25. greinar eru síðan talin upp þau tilvik sem veita forgang gagnvart umferð af hliðarvegi og er þar m.a. minnst á heimreiðar og í 1. málsgreininni er minnst á bið- og stöðvunarskyldu. Samkvæmt þessu dygði ekki einu sinni að hjólið væri götuskráð því ekki má beygja í veg fyrir frammúrakandi umferð, og skiptir þá ekki máli hvers konar ökutæki verið er á, ef það sem ætlunin var að fara inná hefur minni rétt en vegurinn sem ekið er eftir. Þá batnar ekki málstaðurinn ef ekki var gefið stefnumerki til vinstri. Þetta veit ég svo á eigin skinni því þetta kom fyrir spúsu mína fyrir nokkrum árum og var þó örugglega ekki um að ræða að tryggingafélagið ætlaði að svindla á henni því þá vann hún hjá því og var bara vel kynnt þó ég segi sjálfur frá.
En með því að ég er þónokkuð þrár datt mér í hug að skoða veginn og þegar í ljós kom að frammúrakandinn hafði ekið yfir óbrotna línu til að taka fram úr slapp ég við mikið argaþras og óhamingju auk peningaútláta. En jafnvel slíkt tilvik mun ekki bjarga manni sem ekur á ólöglegu ökutæki; torfæruskráð hjól átti ekki að vera þarna og þar við situr.
Hvað varðar ógötuskráðar kindur er það ekki svo að þær séu alltaf í rétti. Um þær gilda ýmsar reglur og fer eftir því hvort lausaganga búfjár er bönnuð á svæðinu, hvort um er að ræða tilkynntan rekstur eftir vegi, hvort fé er rekið snögglega inn á veg og svo framvegis. Þó hvílir alltaf sú skylda á ökumanni að aka nægilega hægt þegar ökutæki nálgast búfé á eða við veg sbr. 36 grein laganna.
05.10.2008 at 01:03 #630468Ég er nú búinn að eiga nokkur góða samtöl við bæði tryggingafélög og okkar góða ríkislögreglustjóra vel á aðra klukkustund bara við stjóra og samkvæmt öllu þá eru rauð númer alltaf ólögleg nema á álfsnesi og bolöldu. Alls staðar annars staðar er maður ólöglegur nema eins og fram kemur að þú sért á einkalandi frá þér eða landeiganda. Þannig að maðurinn sem keyrði aftan á þig er í 100% rétti og getur sótt sitt mál gagnvart þér miðað við skemmdir á bílnum hjá sér því miður. Ég hef átt nokkrar samræður við 3 tryggingafélögin Vís, Tryggingamidstodin og Sjova og allstaðar er það við sama hornið ef þú ert ekki á viðurkenndri torfæruakstursbraut á rauðum númerum þá ertu að brjóta landslög og þar af leiðandi ólöglegur í allri umferð. Fáranlegt en svona eru lögin…
05.10.2008 at 11:02 #630470"Þannig að maðurinn sem keyrði aftan á þig er í 100% rétti og getur sótt sitt mál gagnvart þér miðað við skemmdir á bílnum hjá sér"
Tryggingarnar á rauðu númerunum ættu væntanlega að dekka tjónið á bílnum sem keyrði aftaná, svo er spurning hvort tryggingafélagið geri kröfu á hjóleiganda þar sem hann var ekki í braut. Annars hefur það staðið í umferðalögum í mörg ár að torfæruskráð tæki mega fara styðstu leið á milli staða, svo er það spurning um túlkun á "styðstu leið".
05.10.2008 at 11:34 #630472Stebbi, hvar stendur þetta að það megi fara styðstu leið á milli staða. Ég á torfæru tæki og er búinn að reyna að kynna mér hvar ég megi nota það. Ég get hvergi séð þessa styðstu leið og ég held að það sé út af því að þú mátt nánast hvergi vera á þessu. Eins og oft hefur verið kveðið að allur akstur utan vega er bannaður og ekki máttu vera á þessum tækjum á vegum landsins þannig… Einungis á löggiltum æfingasvæðum og einkalandi.
05.10.2008 at 13:09 #630474Samkvæmt umferðarlögum er bannað að aka á annað ökutæki, fólk eða búfénað.
Greiða tryggingar ökutækis tjón sem af því hlýst, en svo er eiganda ökutækis eða tryggingafélas frjálst að leita bóta með dómi.
Lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að ekið var á hross frá mér á vegi þar sem lausaganga búfjár var bönnuð tryggingar bílsins greiddu hestinn í topp en eigandi bílsins stefndi mér fyrir rétt til að láta mig greiða viðgerðina á bílnum sem ég var svo dæmdur til að gera.
Tel að þarna sé svipað mál á ferðinni
Kv
SIGGI
05.10.2008 at 13:44 #630476Það er alveg búið að taka fyrir þetta með á milli staða been there done that var kærður og þurfti að borga 35þús fyrir það!!!! Tryggingafélagið á mjög líklega eftir að rukka þig fyrir skemmdirnar á bílnum sem keyrði aftan á þig því þeir hafa fullann rétt á að sækja það á þig.
05.10.2008 at 16:33 #630478Ábyrgðartrygging bílsins, tryggir þann skaða sem bíllinn veldur, sama hversu ólöglegur þú ert (kanski fyrir utan ölvun?), svo framarlega sem þú sért í rétti skv. umferðarlögum.
Ég þekki til dæmis, þ.s. númerlaust ökutæki lenti í árekstri innanbæjar, en var í rétti, og þar með var það ábygðartrygging ökutækisins í órétti sem ber skaðan af.
Ef þetta verður e-h vandamál, get ég bent þér á góðan tryggingalögfræðing.
06.10.2008 at 17:57 #630480Þakka þér fyrir Kristján!kem ábyggilega til með að notfæra mér þessa ábendingu.
06.10.2008 at 18:56 #630482Ef þú ert í rétti ertu í rétti. Ef þú ert að beygja á kross götu áttu að líta aftur fyrir þig áður en þú beygir og því líklega í órétti.
Kveðja Magnús.
06.10.2008 at 20:08 #630484þannig var þetta Magnús,ég er að keyra á ca 50-60kmh slæ af til að fara að beigja til vinstri,ég er ekki einu sinni kominn á vinstri akrein þegar ég heyri ískrið í dekkjunum þá rétti ég hjólið af og gef allt í botn en engu að síður beigir bíllinn með allt klossað og bombar aftan á mig á hægri akrein.Hann semsagt bremsaði frá vinstri akrein yfir á hægri 34metra og aftan á mig.Svo er rétt að það komi fram að cirka300-500metrum aftanvið okkur tókum við báðir hægri (90*) beigju á gatnamótum,þetta sýnist mér allaveganna vera óþarflega mikil hröðun aftan við annað ökutæki og hvað þá framúraksturs ætlun við afleggjara!
kveðja Gunnar Tryggvi
06.10.2008 at 22:47 #630486TORFÆRUTÆKI.
43. gr.
Eigi má aka torfærutæki á vegi, sem ekki er einkavegur, frekar en hér greinir.
Sá sem þarf að aka yfir veg, sem ekki er einkavegur, má aka eftir veginum skemmstu leið sem
hentug er. Sama er ef aðstæður utan vegar gera það nauðsynlegt að aka eftir veginum.
Ökumaður torfærutækis skal nema staðar áður en ekið er inn á veg. Vegfarandi á veginum skal
hafa forgang.
Eigi má flytja farþega á torfærutæki, sem er á hjólum, eða á ökutæki sem tengt er við
torfærutæki þegar ekið er á vegi, sem ekki er einkavegur, eða á einkavegi þar sem umferð er almenn.
Á vegi, sem ekki er einkavegur, eða á einkavegi, þar sem umferð er almenn, má eigi aka
torfærutæki hraðar en 40 km á klst.
Ákvæði 1., 4. og 5. mgr. gilda eigi um akstur í þágu öryggis- eða heilsugæslu.
10.10.2008 at 10:04 #630488jæja ég hringdi í tm í gær og þeir eru búnir að dæma mig 2/3 bótaskyldan, sem sagt ég borga 2/3 af minni sjálfsábyrgð og sama hjá hinum.En ég er ekki sáttur við þessa niðurstöðu og ætla lengra með þetta þangað til næst kv Gunnar
14.03.2009 at 07:43 #630490Þetta getur verið erfitt mál, en gangi þér rosalega vel.
14.03.2009 at 14:17 #630492Mér finnst iðgjöldin á svona græju vera svínslega há miðað við að það er varla hægt að segja að maður sér tryggður. Fyrir hvað er maður eiginlega að borga ?
Ég skil dónaleg iðgjöld ef menn fá að laumast á þessu innan um aðra umferð eitthvert til að komast á braut ( svo lengi sem menn séu ekki bara á rúntinum )
En mér finnst þetta nú bara jaðra við móðgun
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.