This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Mér er mikið niðri fyrir og verð því að leita á náðir ykkar kæru félagar. Svo virðist sem að umhverfisslys sé í uppsiglingu á Fimmvörðuhálsi verði ekkert að gert. Hinn mikli útivistarmaður og göngugarpur Páll Ásgeir Ásgeirsson fór að skoða vegsummerki í kringum gosstöðvarnar í og við Eyjafjallajökul. Með samböndum sínum fékk hann opnaða akstursleið fyrir sig og sína upp með Skógá, sem lokuð er okkur hinum með læstri keðju, svo hann þyrfti ekki að ganga upp á Fimmvörðuháls frá Skógum. Þetta mun vera sama aðgangsmódelið og planlagt er við Vonarskarð og fleiri staði innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í ferð sinni uppgötvaði Páll Ásgeir opna hálf fulla olíutunnu sem einhver hafði þurft að skilja eftir og ekki komist til að sækja. Vil ég fara þess á leit við þá sem til þess geta komist að skjótast eftir þessari tunnu, en hún er eina vegsummerkið um hina miklu umferð fólks á allskonar farartækjum til að skoða gosið.
Frekari uppýsingar má nálgast í pistli á vef Páls Ásgeirs titlaðri Skýrsla af Fimmvörðuhálsi:
http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/06/30/skyrsla-af-fimmvorduhalsi/.
You must be logged in to reply to this topic.