Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Afstýrum umhverfisslysi
This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.07.2010 at 11:37 #213413
Mér er mikið niðri fyrir og verð því að leita á náðir ykkar kæru félagar. Svo virðist sem að umhverfisslys sé í uppsiglingu á Fimmvörðuhálsi verði ekkert að gert. Hinn mikli útivistarmaður og göngugarpur Páll Ásgeir Ásgeirsson fór að skoða vegsummerki í kringum gosstöðvarnar í og við Eyjafjallajökul. Með samböndum sínum fékk hann opnaða akstursleið fyrir sig og sína upp með Skógá, sem lokuð er okkur hinum með læstri keðju, svo hann þyrfti ekki að ganga upp á Fimmvörðuháls frá Skógum. Þetta mun vera sama aðgangsmódelið og planlagt er við Vonarskarð og fleiri staði innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í ferð sinni uppgötvaði Páll Ásgeir opna hálf fulla olíutunnu sem einhver hafði þurft að skilja eftir og ekki komist til að sækja. Vil ég fara þess á leit við þá sem til þess geta komist að skjótast eftir þessari tunnu, en hún er eina vegsummerkið um hina miklu umferð fólks á allskonar farartækjum til að skoða gosið.
Frekari uppýsingar má nálgast í pistli á vef Páls Ásgeirs titlaðri Skýrsla af Fimmvörðuhálsi:
http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/06/30/skyrsla-af-fimmvorduhalsi/. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.07.2010 at 01:18 #697560
Stefán, það eina seem Bassi sagði væri að hann gæti rennt þarna uppeftir, það kom ekki orð um það hvort hann vildi gera það einn eða í samfloti með öðrum, bara það að hann er tilbúinn að fara. Í póstinum á undan spurðir þú hvort einhver væri til í að fara með þér, og nú segir þú síðan að enginn vilji fara með þér? Það skil ég ekki alveg. Við skulum ekki fara að gera úlfaldahjörð úr einni mýflugu hérna þó svo að kjánaprikið hann Palli fari hamförum á bloggsíðunni sinni.
05.07.2010 at 11:42 #697562Sæll Kristin.
Þetta kom bara svona út hvernig sem menn velta því fyrir sér .PUNKTUR.
Ef einhver heldur það að ég beri einhvern kala í garð Bassa þá er það mikill misskilningur, ég þekki hann þó nokkuð vel , við höfum ferðast saman verið í ferða hóp saman ofl.ofl.
Þetta voru orðaskifti okkar á milli og áttu ekki að verða til þess að menn eins og þú færi í að taka afstöðu með eða á móti og búa til eitthvað skríbenta mál úr þessu.
Við erum full færir um að ræða saman án þess að fá utanað komandi hjálp til þess, sem hefur það eitt að markmiði að skapa íllindi milli manna og frá bið mér þáttöku í svoleiðis umræaðu og bið ég þig og aðra að láta nú gott heita og kommenta ekki meira um þetta.
Ég á eftir að gera það endanlega upp mið mig hvort ég fer eibíla eða ekki , en ef ég fæ einhvern með mér þá er Bassi fínn ferðafélagi harðduglegur , ósérhlífinn og ráðagóður þannig að hann væri fínn í þetta , svo fer það eftir vinnu og aðstæðum hvers og eins hvort menn komast frá á virkum dögum .
Svo er það eitt en að umræðan um téðann Pál Ásgeir ekki vera alver að gera sig , mér finnst menn alla vegana sumir ættu að gæta sýn, svona finst mér vera leið til að gera íllt verra og ég held að við þurfum eithvað uppbyggilegt í umræðuna akkurat núna þegar þreingir að okkur .
Mér finnst frekar að það ætti að reyna að vinna menn á sitt band,frekar en að ala á ovild
Kv. Stefán Baldvinsson R-266
05.07.2010 at 12:40 #697564
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þótt við séum ekki sammála sjónarmiðum Páls Ásgeirs um lokanir í Vatnajökuls þjóðgarði að þá held ég við getum öll verið sammála um að við viljum afstýra þessu umhverfisslysi…. það er ekki eins og að þetta sé eitthvað stórmál ef það er vitað um þennan tunnugarm…..
Ég hugsaði einmitt þetta þegar ég sá fréttina að fara þarna uppeftir og sækja tunnugarminn, síðan er ég bara búiinn að vera í hálendisgæslu, kom heim í nótt og er að sjá þessa umræðu fyrst núna. Ég var búinn að lofa mér í verkefni í kvöld að draga eitthvað risa hjólhýsi frá selfossi og upp á laugarvatn annars væri ég svo til í að renna með ykkur…. ég hefði getað kippt pallhúsinu af hiluxnum og þá hefði verið hægt að setja tunnuna á pallin… bara svona sem hugmynd…
Ég veit ekki hvenær ég losna en sennilega verðið þið/þú löngu farnir af stað.
Annars er síminn hjá mér 895-9029 e-mail oae@simnet.is ef það verða einhverjar breytingar á dagsetning eða tímasetningu.
Kv.
Óskar Andri
R-3237
05.07.2010 at 13:23 #697566…sko…
Það er alltaf vont þegar menn komast í þann ham að fara að persónugera deilur og skoðanaskipti.
Ég er allavega þannig gerður að þegar ég les á svona spjalli yfirlýsingar eins og: " Hann Jón er asni" þá afgreiði ég það í huganum þannig líklega sé sá sem skrifar bara sjálfur asni.
Hins vegar ef menn taka þá línu að segja eitthvað eins og t.d.: "Mér finnst að það sem hann Jón er að segja vera bull vegna þess að…." þá er mun meira mark takandi á því vegna þess að það er verið að fjalla um mál en ekki persónu og rök látin fylgja.
En endilega sækið þið he%&#/is tunnuna.
05.07.2010 at 16:38 #697568Sæl öll.
Ég er búinn að fá leifi til að sækja tunnuna og allt umfram að fara á 2 ur. bílum er ekki leift, en helst bara á einum bíl.
Þannig að tunnumálinu fer vonandi að ljúka, þið fáið einhverja ferðasögu að ferð lokinni.
Ég stefni að því að fara snemma á miðvikudags morgun ef veður leifir.
Kv. S.B.
05.07.2010 at 17:07 #697570Ég myndi ráðleggja þér að fara þá á tveimur bílum, allavega miðað við þær aðstæður sem ég sá þarna síðast. Síðasti spölurinn getur verið blautur eða var það minnsta kosti þá. Og helst sleppa kerru, fá einhvern pikka með í för.
Kv – Skúli
05.07.2010 at 18:02 #697572Sæll Skúli
Ég hafði samband við Pál Ásgeir og fékk greinar góða lýsingu á aðstæðum á svæðinu.
Slóðinn að Baldvinsskála er mjög góð, tunnu fjandin er ca. 1 km fyrir ofan skálan við gönguslóðann taldi hann að það væri mjög ervitt yfir ferðar og skil ég það þannig að það sé fyrir mikla mis bráðnun þannig að það yrði eithvað hjakk að komast að tunnuni. Enn ef ég kemst ekki með kerruna að henni verð ég með nóg af ílátum með mér og tæmi bara úr henni þángað til að hún verður viðráðanleg.
En varst þú á ferðinni eftir að Páll var þarna, hvernig er þessi 1ni. km. yfirferðar öllu jafna, heldurðu að það sé djúpur snjór á þessum kafla þannig að maður eigi von á að sökva mikið í
Gott væri að ef þú vildir gefa mér góða lýsingu af aðstæðum á svæðinu, ef það er eithvað sérstakt að varast eða eithvað sem þú teldir að gott væri fyrir mig að vita þannig að ég hefði umsögn frá fleirum sem til þekkja.
Kv. S.B.
05.07.2010 at 19:37 #697574Það er lengra síðan ég var þarna þannig að lýsing Páls á aðstæðum á örugglega betur við. Sennilega ríflega hálfur mánuður síðan ég var þarna. Þá var ennþá talsverð bleyta og snjór neðan við Baldvinsskála. Ef vegurinn er fínn þangað er það semsagt ekki vandamálið en vel hægt að koma sér í vandræði í fönnunum þar norður af, hægt að lenda í hliðarhalla og veseni á þessum tíma. Þá gæti komið sér vel að vera með annan bíl með og kannski spil. Ég skal játa að stundum hef ég þvælst þarna einbíla en það hefur oft orðið til þess að ég fer styttra en ég hefði þurft og meðan snjór er notum við í dag aðra leið til að komast upp að skála, en sú leið nýtist ekki til að nálgast tunnuna.
Kv – Skúli
05.07.2010 at 20:23 #697576Stefán á heiður skilinn fyrir framtakið. Ég myndi bjóðast til að koma með á öðrum bíl, en veit ekki hvort nokkrum væri greiði gerður ef ég silaðist uppeftir á Unimog. Þess í stað vil ég leggja í púkk og taka þátt í eldsneytiskostnaði.
Vil ég því biðja Stefán um að setja inn reikningsnúmer og kennitölu svo við sem heima sitjum getum lagt þessu máli lið.
Það er eitt að fjargviðrast yfir einhverju án þess að benda á einhverjar lausnir og annað að taka á sig rögg og leysa málið. Páll Ásgeir má taka þetta sem sneið til sín.
Með kærri kveðju og þakklæti fyrir snaggaraleg viðbrögð.
05.07.2010 at 21:09 #697578ég er að skoða hvort ég kemst með á miðvikudagsmorgun. væri gott að vita tíma á brottför úr bænum og svo framvegis. Lofa engu öll kvöld væru talsvert þægilegri en ég er að skoða þetta.
eins á ég að geta reddað tunnum og brúsum ef þig vantar
kv Bæring
05.07.2010 at 23:07 #697580Hver getur eiginlega átt svona fína tunnu ? Er eitthvað á sveimi á hálsinum sem fóðrað er á svartagulli úr samsvarandi gljáfægðum tunnum.
06.07.2010 at 00:14 #697582Sæll Bassi og þakka þér fyrir.
Það er drullu spá á morgun en það verður farið að draga mikið úr veðrinu á miðvikud. en komið nokkuð gott á fimmtud.
Ég ætla að sjá þróunina á þessu á morgun og taka ákvörðun út frá því, það er reyndar hægt að taka meiri áhættu ef það eru tveir bílar í ferðinni.
Ég fer helst ekki seina en kl. 08 hvor dagurinn sem verður fyrir valinu.
Það væri gott að fá eihvað af brúsum ef að þyrfti að forfæra þetta eithvað á handafli ,ég er með eithvað af ílátum líka.
Sendu mér símanúmerið þitt , mín uru 8930754—5571454.
Sigurður ég veit ekki hvernig ég á að svara þér. Mér finnst með þessiri tillögu þinni um kosnaðar þátttöku að ég skinji þann sanna félagsanda og samstöðu sem á að ríkja hjá öllum sönnum félögum og það eitt og sér er fullt innlegg fyrir mig og meira virði en nokkrir peningar.
En ef það er þinn og einhverja annara vilji að taka þátt í þessu þá mun ég ekki taka það frá ykkur, en ég þarf samt að ígrunda það mjög vel hvort að samviskan ofl leifi slígt.
Ég þakka svo innilega fyrir mig.
Kv. S.B.
06.07.2010 at 10:06 #697584Daginn
Ég væri hlyntur því ef félagsmenn gætu lagt eitthvað í púkkið því að ef einhverjir vita hvað svona rúntur kostar þá eru það félagsmenn 4×4. Ef menn vilja ekki gefa upp bankanúmer hér er kannski spurning hvort félagið vilji verða milliliður í þessu.
Mér þætti reyndar eðlilegast að félagið sjálft legði til allan beinan kostnað við svona hluti. Þetta er hagsmunamál félagsins og skiptir miklu máli til afspurnar.
Óháð peningum og slíkum pælingum er sannlega ástæða til að þakka leiðangursmönnum fyrir að láta sig þetta varða og leggja til viljann, tíma og tækjabúnað til að ljúka málinu og forðast það að þetta nýja landslag sé skírt með hráolíu. óvígðri í þokkabót.
Takk drengir, þið eigið hug minn allann.
Kv Jón Garðar
06.07.2010 at 13:12 #697586Smá pæling. Hversu góðar líkur eru á að þessi olía sé steinolía, og á hverju ganga þyrlur???’ er einhverjar líkur á að við séum að skipuleggja stuld á steinolíu frá þyrluþjónustunni eða hvað þeir heita nú???
en númerin mín stebbi… 8400952
annars er lífið sjaldann einfallt, ég er næstum búinn að fá grænt ljós á að skrópa í vinnuna á morgun, en ég var að klára sumarfríið mitt í gær, en svo er hitt hvort maður þurfi ekki að skrúfa nelgdu 44" undir frekar en að vera að berjast eithvað á munsturslausum mudder….En það væri gaman að vita hvort þyrluguttarnir kannist einhvað við þetta
06.07.2010 at 16:19 #697588Sæll Bassi.
Með innihaldið í tunnuni mundi ég ekki vilja fá þetta á tannkinn, hún er búin að standa þarna tappa laus eihvern tíma þannig að innihaldið er örugglega vel blandað af ösku og vatni og mér er nær að halda að það sé meira af vatni og allskonar fok skít en heinni olíu.
Ég var að tala við Veðurstofuna um veður horfur á staðnum á morgun og framm yfir helgi.
Útlitið er þannig að það er gersamlega vonlaust að fara þarna uppeftir næstu daga, Það getur slegið allt upp í 15-20 m/s þannig að það er vonlaust að vera þarna fyrir öskufoki.
Það spáir hægri breitilegri átt á mánud. og þriðjud. og einhverri vætu um helgina þannig að það ætti að vera skaplegt að athafna sig þar á mánud,.
Þannig að eins og málin standa núna stefni ég á mánudaginn.
En við ykkur sem viljið stirkja þetta málefni vil ég sega þetta .
Ég treisti mér ekki til að taka við peningum persónulega frá ykkur , mér finst bara rangt af mér að gera það.Það eru ótal ástæður fyrir því sem ér vil ekki fara að telja hér upp og annað samviskan bíður ekki upp á það.
Ég vona að þið skiljið mig og takið þessu ekki ílla en ég er afskaplega þakklátur ykkur fyrir þá góðvild sem þið hafið sýnt okkur og það er meira virði en allt annað.
En ef að menn vilja samt sem áður gera eithvað legg ég til að það fari í gegnum klúbbin og það er hægur vandi að tala við Sveinbjörn formann um þetta.
Svo enn og aftur þakka ég fyrir okkur.
Kv. S.B.
06.07.2010 at 17:02 #697590[quote="ulfurinn":28cywtwd]Sæll Bassi.
Með innihaldið í tunnuni mundi ég ekki vilja fá þetta á tannkinn, hún er búin að standa þarna tappa laus eihvern tíma þannig að innihaldið er örugglega vel blandað af ösku og vatni og mér er nær að halda að það sé meira af vatni og allskonar fok skít en heinni olíu.[/quote:28cywtwd]skil þig ekki alveg. en ég var að meina með innihald tunnunar og fl. er að hvort það sé ekki sjens að þyrlu guttarnir eða einhverjir (björgunarsveitir)???? aðrir hafi verið með þessa tunnu þarna sem neiðarbyrgðir, og hvort væri ekki rétt að tala við þá um það hvort þeir kannist við þetta og hafi þá kanski bara áhuga á að ná í draslið sjálfir.
07.07.2010 at 00:51 #697592Sæll Bassi.
Sveitarfélagið veit af tunnuni og lögreglan á Hvolsvelli líka og ég reikna með því að björgunarsveitin viti að þessu líka.
Þeir fóru þarna uppeftir um helgina að mig minnir til að aðstoða 2 menn sem voru viltir í þoku þarna , ég veit ekki til þess að þeir hafi skift sér neitt af þessu.
Þetta er hráolía þannig að það er ekki þirlu tengt og olía sem hefur staðið í opnu íláti er tæplega orðin nothæf þannig að ég efast um að nokkur telji þetta nothæfar neiðarbirðir.
En það er sjálfsagt að tala við strákana á Hvolsvelli ,þeir vita örugglega um það hvort þetta tengist hjálparsveitunum eithvað og ég hringi í þá á morgun og kanna málið.
Kv S.B.
07.07.2010 at 13:10 #697594Setti þetta á eyjuna: [url:37uf1cjc]http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/06/30/skyrsla-af-fimmvorduhalsi/comment-page-1/#comment-1379[/url:37uf1cjc]
Dagur Bragason // 7.7 2010 kl. 13:07
Ég held að að Stefán ætti að spara bílinn og efast ég að hann drífi þarna uppeftir með kerru, enda ekki vegur alla leið (ef ég skil staðsetninguna rétt).
Líklega væri verra ef hann reyndi og hætt við spóli og spjöllum.
Ég talaði við Skúla H framkvæmdastjóra Útivistar og spurði um göngufólk sem gæti tekið með sér tappa í tunnuna og lokað henni og ætti það að geta komið í veg fyrir mengun og síðan væri hægt að sækja blessuðu tunnuna þegar snjólög væru trygg.
Kveðja Dagur
07.07.2010 at 14:44 #697596Sæll Dagur.
Mér finnst svona inngrip og afskifti af þinni hálfu allveg óskiljanleg og til þess eis fallin að skapa óþarfa kjaftæði og jafn vel ílllindi um þetta og áttaðu þig á því að þú ert ekki ein um þá hugsun að valda ekki spjöllum á náttúrunni og mér finnst þú lýsa mjög miklu vantrausti á mig um hæfni mína að standa skinsamlega að hlutunum og ég vil ekki frekari afskifti af þinni hálfu um þetta mál.
Ég er búinn að vinna þetta í samráði við klúbbin,sveitestjórn og með vitneskju lögregluna á staðnum. það verður farið þarna upp eftir meðal annars til að meta aðstæður hvort hægt sé að fara að opna þetta fyrir allmenna umferð ofl.
Ég er í mjög góðu sambandi við sveitastjórn staðarins og það verður ekkert gert sem orkar tvímælis eða án hennar samþikkis.
Ég lét umhverfisnefnd klúbbsins vita af þessu líka þannig að það eru allir með.
Ég haft samband við Skúla og Pál Ásgeir og páll var þarns síðast og fékk góða lýsingu á staðháttum þarna,slóðin upp eftir er mjög góður að Baldvinsskála og það er 1 km sem er kanski spunning með, það fer þarna uppeftir einvala lið og ef ekki er hægt að komast að tunnuni á bíl verður tappað úr henni á brúsa og flutt þanig að bílunum.
Þannig að það er gert ráð fyrir öllu meira að sega ef þetta er ekki hægt án þess að skemma, að ganga frá þessu þannig að það verði allt í lagi með tunnuna og hægt að sækja hana seina.
Það hefði verið heppilegra fyrir þig Dagur að hrínga bara í mig og ræða málið og kinna þér hvað væri í gangi heldur enn að rjúka til með einhver skrif út og suður og fara að dírigera etthvað í málunum sjálfur þá værirðu ekki í þeirri stöðu núna að gera sjálfan þig að hálfgerðum kjána.
Svo vona ég að umræðu um þetta verðu freistað þángað tið að þessiri ferð verður lokið.
Það verður hæg breitileg átt á mánudar og ÞÁ VERÐUR FARIÐ.
Kv. S.B.
07.07.2010 at 15:50 #697598Það er eins með þetta mál og önnur að skoðanir á því eru skiptar.
Það er mín skoðun að Stefán hafi sýnt aðdáunarverða röggsemi og að öll hans aðkoma beri vott um gott verkvit og fagmannlega nálgun.
Ég lít svo á að verkstjórn sé í höndum Stefáns. Þeir sem geta og vilja aðstoða hann láti hann vita af sér.
Einnig tek ég undir tillögu um að klúbburinn hafi milligöngu um að standa straum af kostnaði. Við sem heima sitjum getum þá lagt i púkk og sýnt í verki að klúbbfélagar standa saman um að auka hróður klúbbsins og standa vörð um náttúruna.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.