Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Afstýrum umhverfisslysi
This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.07.2010 at 11:37 #213413
Mér er mikið niðri fyrir og verð því að leita á náðir ykkar kæru félagar. Svo virðist sem að umhverfisslys sé í uppsiglingu á Fimmvörðuhálsi verði ekkert að gert. Hinn mikli útivistarmaður og göngugarpur Páll Ásgeir Ásgeirsson fór að skoða vegsummerki í kringum gosstöðvarnar í og við Eyjafjallajökul. Með samböndum sínum fékk hann opnaða akstursleið fyrir sig og sína upp með Skógá, sem lokuð er okkur hinum með læstri keðju, svo hann þyrfti ekki að ganga upp á Fimmvörðuháls frá Skógum. Þetta mun vera sama aðgangsmódelið og planlagt er við Vonarskarð og fleiri staði innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í ferð sinni uppgötvaði Páll Ásgeir opna hálf fulla olíutunnu sem einhver hafði þurft að skilja eftir og ekki komist til að sækja. Vil ég fara þess á leit við þá sem til þess geta komist að skjótast eftir þessari tunnu, en hún er eina vegsummerkið um hina miklu umferð fólks á allskonar farartækjum til að skoða gosið.
Frekari uppýsingar má nálgast í pistli á vef Páls Ásgeirs titlaðri Skýrsla af Fimmvörðuhálsi:
http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/06/30/skyrsla-af-fimmvorduhalsi/. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.07.2010 at 22:23 #697520
Er vitað hver á tunnuna, nákvæmlega hvar hún fannst og stafar einhver veruleg hætta af henni, er komin að því að detta í sundur af ryði þannig að innihaldi leki út? Og síðast en ekki síst, er vitað hversu lengi hún er búin að vera þarna og hver eigandinn er? Bara svona að velta þessu fyrir mér. Eða fór Páll Ásgeir kannski með hana sjálfur fyrst hann fékk leyfi til að keyra uppeftir þar sem okkur hinum er bannað? :):):) Nei, bara segi svona, takist ekki alvarlega. En það er sjálfsagt hægt að fílósófera með þessa tunnu vel og lengi, hvernig væri nú að fara með hugmyndaflugið á fullt og pósta hér einhverjum vangaveltum um tilurð tunnunnar. Kv.. l.
02.07.2010 at 23:00 #697522Að fílósófera um tunnuna já sko….
Litli jeppakarlinn á þessa tunnu ekki, til þess er mjöðurinn of dýr og litli jeppakarlinn hefði aldrei skilið hana eftir og auk þess ekur hann um á sparneytnum jeppa og þarf enga tunnu.
Stóri feiti jeppakallinn á hana ekki heldur, þó hann hefði allveg efni á að skilja hana eftir er hann of nískur til þess.
Tunnan tilheyrir einhverju fyrirtæki sem er með illa launaða starfsmenn sem nenna ekki að vinna vinnuna sína.
Sú staðreynd að það vantar í hana tappann bendir til að þjófótti jeppakarlinn hafi átt leið um og fengið sér smá skvettu.
03.07.2010 at 02:29 #697524Ja sko litli jeppakarlinn á hana ekki eins og þú segir Einar, því hann lifir frá degi til dags og þarf á öllu sínu að halda. Stóri jeppakarlinn á hana ekki heldur því hann er með yfirdrifið nóg af aukatönkum til að þurfa ekki að nota svona tunnur. Ég gæti best trúað að innihaldið væri illa fengin lituð olía sem ekki hefur verið á hættandi að taka með til byggða. :)))
Kv. Magnús G.
03.07.2010 at 12:00 #697526Sælir.
Það er ekkert mál að sækja tunnuna, enn hver á að borga brúsan?
Er Svandís tilbúin að borga, er Páll Ásgeir tilbúin að borga, ég held það , það er nefnilega þannig að sá á fund sem finnur ef engin finnst eigandinn þannig að honum ber sem réttbornum eiganda að bera kostnaðinn að sækja tunnuna það er nefnilega ábyrðar mál að vera alltaf með kjaftin opin.
Ef enginn eigandi finnst skal ég sækja tunnuna á kosnað Páls Ásgeirs.
Forréttindi hljóta að kosta og þeir sem þau hafa og vilja hafa hljóta að bera ábyrð og kosnað .
Kv. S.B.
03.07.2010 at 12:34 #697528Þeir sem settu þessa keðju til að loka þessari leið fyrir öðrum óbreitu jeppa mönnum .Og vilja sitja einir af þessu svæði ættu sína sóma sinn í því fjarlægja þessa TUNNU . OG hana nú
kv,,, MHN
03.07.2010 at 17:26 #697530Sælir
Er í alvöru enginn hér tilbúinn til að skreppa eftir tunnuskrattanum þið viðið "take one for the team". Ætli enginn 4×4 félagi sé tilbúinn til að gera þetta viðvik án þess að velta fyrir sér kostnaði, tryggingum o.s.frv. Ég stóð í þeirri meiningu að umhverfisvernd væri hluti af markmiðum félagsins.
Ef menn eru smeykir við að valda því að menn kenni 4×4 um tunnuna ef þeir taka hana þá er ég þeirrar skoðunar að ef við tökum hana ekki er það okkar sök. Menn hafa alla æfina til að velta fyrir sér hver setti hana þarna en á meðan hún er opin og ef það rignir er umhverfisslys í uppsiglingu.
Kv Jón Garðar
P.s. ég skal fara næstu helgi en mér finnst helvíti hart að á meðan 4×4 telur 6.000 manns að ég þurfi að keyra frá Egilsstöðum á Fimmvörðuháls á meðan flatlendingarnir eru að velta fyrir sér hver á að borga bensínið á bílinn sinn.
03.07.2010 at 19:51 #697532Sæll Jón.
‘Eg skal fara og sækja helvítis tunnuna eftir helgi mig vantar kerru reyndar til þess en ætti að vera hægt að fá klúbbkerruna í verkið en ég get þetta ekki ein.
Get farið seinipart á þriðjud. eða á miðvikud.
Mig munar ekki svo mikið að gera þetta , en ég gat ekki stillt mig um að þreifa svolítið á Páli Ásgeiri ,en í hlutarinns eðli ætla ég ekki að fara nánar út í það.
Hvar er kerran er hún ferða fær?
Hverjir gera komið með mér?
Hv. S.B.
03.07.2010 at 22:02 #697534Sælir félagar.
Ég er búinn að fá lánaða kerru í leiðangurinn og geng í það á morgun og mánud. að fá leifi hjá viðkomandi yfirvöldun til að sækja tunnuna.
Það kemur þá í ljós hvort þau kæra sig um það , kanski er bara búið að redda þessu og þá er það bara gott mál.
En ef af verður vanntar mig 1 eða 2 með mér. Ég er með síma 8930754 og 5571454 ef einhver sægi sér fært að koma með mér.
Ég lofa ykkur svo að filgast með gangi mála .
Kv. S.B.
03.07.2010 at 22:38 #697536það væri þægilegast að fara uppeftir með eins tunnu á kerrunni, dæla sullinu á milli og lyfta svo tunnunni tómri uppá kerruna, ég get rennt annaðkvöld þarna austur eftir, en eru menn vissir um að það sé einhver keðja? Getum við ekki bara farið og sótt tunnudraslið og komið henni heim til Palla litla
kv. Bæring
04.07.2010 at 10:58 #697538Það sem kemur fram hjá Sigurði Inga Jónssyni hér að ofan er mikið umhugsunarefni. Hvern vegna fær Páll Ásgeir Ásgeirsson "leyfi" til að aka veg sem almennnngi er bannað að aka og það tryggt með læstri keðju.
Er hér í uppsiglingu nokkurskonar elítu þjóðfélag þar sem útvaldir fá að fara um "bönnuð" svæði að vild ?
Ég get nú ekki séð í hvaða tilgangi "göngugarpur" ætti að fá að aka þennan veg til að ganga fram og aftur um toppinn á hálsinum "til að kanna aðstæður" þegar almenningur þyrfti að labba alla leið frá Skógum.
Nú er Páll í stjórn Ferðafélags Íslands. Ef til vill hefur hann verið í erindum þessara aðila en ekki sem "göngugarpur" eins og skilja mátti af rækilegri umfjöllun fjölmiðla um gönguafrekið sem leiddi til uppgötvunar á olíutunnu.
Hver sem ástæðan er, þá sýnir þetta okkur hvaða hættulega þróun er í gangi. Verið er að loka slóðum hér og þar, að því er virðist til þess að eins að ferðaþjónustan geti haft þau útaf fyrir sig. Páll Ásgeir, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sýnt sig að vera ötull talsmaður aukinna lokana á slóðum og Dagur Bragason hefur sýnt fram á að það viðhorf er algjör kúvending hjá honum síðasta ári eða svo. Einmitt eftir hann komst í þá stöðu að hafa sérhagsmuni af því að loka náttúrunni fyrir almenningi en leyfa ferðaþjónustufyrirtækjum og félögum að einoka þessi svæði.
Þetta snýst ekki um notkun á ökutækjum eða ekki. Þetta snýst um réttindi almenings til að fara um landið sitt, þetta snýst um ferðafrelsið í heild sinni. Öflin sem vilja ræna okkur ferðafrelsinu til að einoka landið fyrir sig, nýta hins vegar eðlilegan vilja fólks til að vernda náttúruna og virkja þann útbreidda misskilning að náttúrvernd byggist á því að hatast út í allt sem drifið er af mótor.
Við verðum að berjast gegn þessari þróun með öllum tiltækum ráðum.
Fyrst hjálpa hægri öflin fjármálageiranum að ræna sjóðum þjóðarinnar í nafni viðskiptafrelsis svo rækilega að við erum í raun búin að missa fjárræðið og tapa stórum hluta af lífeyrissjóðunum okkar.
Nú vaða vinstri öflin uppi og eru að hjálpa sérhagsmunaöflum að ræna landinu frá okkur í nafni náttúruverndar.Hvað verður eftir ef þetta heldur svona áfram ?
Snorri Ingimarsson
R16
04.07.2010 at 14:35 #697540Sælir félagar.
Það fer eingin þarna innúr nema með leifi viðkomandi sveitarfélags , þessu er lokað vegna náttúruvermdarsjónarmiða.
Ég er komin með þetta allt í vinslu, að fara þarna inneftir að sækja tunnuna ,en það er ekki sjálf gefir að fá leifi til að fara, þannig að yfirlýsingar um að fara bara og ná í tunnuna eru allver út í hött nema menn eigi sand af seðlum til að borga sekt fyrir framtakið.
Slóðanum er lokað með keðju og er það sveitarfélagið sem stendur fyrir lokuninni.
En Bassi minn þér er allveg velkomið að taka þetta að þér en þú verður bara að vinna þetta frá a til ö sjálfur og láttu mig vita þá hætti ég bara við , ég ætla ekki að fara að fljúast á við menn um þetta, en mér finst þetta sérkongaupphlaup vera svolítið skrítið staðin fyrir að hjálpast að hlutunum og vinna með þeim sem lagðir eru á stað með verkið.
En svona er Ísland í dag.
Kv. S.B.
04.07.2010 at 15:29 #697542Þegar tunnudrusla er orði aðal umræðuefnið í klubbnum þá er kominn tími til að hætta í honum og snúa sér að öðrum og verðugari hlutum.
kv Gíslips stendur einhverstaðar að Páll hafi keyrt? gekk hann ekki bara upp og nefndi það að það væri lás á hliðinu? hvað veit ég:=)
en mér finnst menn fullfljótior að stökkva uppá nef sér. Sjá ekki flísina í eigin auga:)
04.07.2010 at 16:21 #697544Sælir
Mikið finnst mér það ánægjulegt að einhver sem á heimangengt sé að planleggja björgunarleiðangur til að sækja keraldið. Tilfellið er nefninlega að tunnan hlýtur að vera tilkomin vegna einhvers sem ekur tæki sem hefur átt að ganga fyrir olíunni.
Fxf félagi eða ekki er það okkar hlutverk og ábyrgð að gera svona hluti og það brosandi út að eyrum. Þetta kemur lokunum á fjallaslóðum ekkert við, Páli Ásgeiri ekki heldur nema að því leyti að tunnan varð á vegi hans og lét vita af henni. Ég ætla að vona að hver sem lætur hafa sig út í það að nálgast tunnuna geri það eingöngu fyrir ánæguna af því að forða olíunni frá fósturjörðinni.
Gísli Þór, að mínu mati er tunnan ekki aðalmáli heldur innihald hennar. Ég vil ekki að 206 lítrar af hráolíu leki þarna til jarðar. Mér finnst a ðá meðan Ferðaklúbburinn 4×4 telur sig vera að stuðla að náttúruvernd verði félagsmenn að láta sig slíka hluti varða.
Eftir að tunnan er komin til byggða og tryggt að umhverfistjón hljótist ekki að tilvist hennar geta menn gersamlega tapað sér í vangaveltum og pirringi yfir því hvers vegna hún endaði þarna í fyrsta lagi.
04.07.2010 at 17:32 #697546Stebbi hvernig færðu það út að ég sé að reyna að stela verkefninu af þér. ég var að bara að benda þér á að best væri að fara með aðra tunnu til að þurfa ekki að lyfta hinu draslinu og hvað þá ef tunnann er ekki nálægt vegi svo þú þurfir ekki að trítla með hana langa leið á bakinu. Eins væri gott að vera með nokkra brúsa til að flitja gutlið ef ástandið er þannig að þú komist ekki að tunnunni án þess að valda skemmdum
04.07.2010 at 18:32 #697548
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki einhver 350 hestafordinn með tóman 200l. olíutank. Ef eigandanum lýst á gumsið á tunnunni getur sá hinn sami hívertað olíunni á tankinn (hafa með sér slöngu, passlega langa). Hafa með sér beittan meitil og slaghamar og taka annan botninn úr tunnunni, setja hann á pallinn og tunnuna fyrir utan Baldvinsskála sem öskubakka fyrir göngumenn sem reykja. Kannski setja stóran stein í botnin á tunnunni svo hún fari ekki á flakk og þvælist fyrir geðvondum göngumanni aftur.
Gott væri að koma við hjá einhverju olíufélaganna þeir eiga ókeypis tappa í svona tunnur, (minna gatið er held ég 3/4" og stærra 2" (amerískarröragengjur)), svona til öryggis ef eitthvað annað en eldsneytisolía er á bauknum.
Einnig væri hægt að kveikja í innihaldinu eftir að botnin að ofan hefur verið fjalægður og taka tíman hversu lengi innihald tunninar er að brenna (vera með dufttæki til öryggis). Svarta strókinn mætti nýta til að plata túrista og umhverfisráðuneytið.ÓE
04.07.2010 at 21:50 #697550STÓRA TUNNUMÁLIÐ mjög merkilegt, já mjög merkilegt. Þarf ekki að stofna rannsóknarnefnd
04.07.2010 at 22:12 #697552Ofsi þú verður að stofna facebook grúbbu um þessa tunnu ..þetta er hitamál
04.07.2010 at 22:46 #697554Hálendishandbókin eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson fæst gefins hjá mér gegn því að verða hent.
04.07.2010 at 23:01 #697556Það er spurning um Feisbooksíðu sem gæti heitið “Páll Ásgeir, tunnan og gönguskórnir á Kolbeinsey strax”
Hverjir eru til í samskot fyrir þyrlukostnaði one way til Kolbeinseyjar fyrir Palla kjaft
04.07.2010 at 23:42 #697558Bassi minn lestu bara það sem þú skrifaðir strax á eftir mér.(get rent annað kvöld þarna austur eftir)
Þú ert ekki að taka neitt frá mér en mér fanst þetta vera svolítið kjánalegr að fá þetta svona strax á eftir síðu skrifum frá mér.
Það er um ca.1 km sem er mjög slæmur yfirferðar gæri verið eithvað hjakk , það er snjós með öskulagi yfir og mikil mis bráðnun.
Það er svona spurning hvort maður fer einbíla eða ekki, en það hefur engin boðist til að koma með mér þannig að ég reikna með því að við gömlu hjónin förum og klárum dæmið.
Kv.S.B
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.