This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjalti Steinþórsson 14 years, 11 months ago.
-
Topic
-
ég vona að ég verði ekki hengdur meira en orðið er fyrir að setja þetta á almennt svæði. Ég reyndi að senda Birni Inga einkaskilaboð en ég er ekkert viss um að hann hafi aðgang að þeim lengur ef hann er ekki félagsmaður. set þetta því hér.
Sæll Björn Ingi
ég var smá stund að grafa upp notendanafnið þitt, geri ráð fyrir að ég hafi að ósekju verið að hrella þig og ferðafélaga í gærkvöldi. Vildi bara senda þér afsökunarbeiðni. Að sjálfssögðu hefði ég átt að grafa þig upp fyrst og spyrja hvað væri þarna í gangi. ég hefði líka að sjálfssögðu getað farið fínna í sakirnar en að vera með þessi uppsteit. en það er nú búið og gert og ekki lengur hægt að draga það til baka meira en orðið er.
stundum bara missir maður sig aðeins í fýlukastinu og gleymir að telja uppá 10 áður en maður gerir eitthvað.
mér finnst reyndar nýuppötvaður galli á þessum ágæta vef 4×4 að utanfélagsmenn geta ekki lengur varið sig fyrir skrifum af því tagi sem ég ausaði á vefinn í gær. mér finnst þetta meiriháttar galli að allir geti lesið en bara fáir útvaldir skrifað. þetta býður hættuni heim á því að svonalagað geti gerst aftur, þ.e. að menn séu bornir sökum sem ekki eru réttmætar en geta ekki varið sig vegna skrifbanns.
kveðja,
fýlugjarni skaphundurinn
You must be logged in to reply to this topic.