Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › afslátur skeljungs
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Hagalín Guðjónsson 13 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.01.2012 at 20:40 #221988
er ekki enþá virkur þessi samningur 4×4 við skeljung og hvað er afsláturinn mikill?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.01.2012 at 21:16 #746423
Sælir. Ég held að þetta sé svona. 6 kr. afsláttur af hverjum bensínlítra hjá Skeljungi og 4 kr. af hverjum lítra hjá Orkunni.
08.01.2012 at 21:54 #7464256 krónur á Orkunni líka. L.
22.01.2012 at 13:11 #746427Þetta á að vera 7 kr. á líter hjá Skeljungi og eitthvað minna hjá Orkunni enda dropinn ekki alveg eins dýr þar.
En ég held maður endi á að borga það sama á líter.
22.01.2012 at 13:56 #746429Það mætti alveg vera meiri afsláttur svona eins og 10-15 af.
Maður er búinn að kaupa ansi marga lítra núna í vetur.
Er ekki hægt að suða aðeins í þessum furstum og græja meira afslátt fyrir okkur.
22.01.2012 at 20:48 #746431Einhvern tíman var þetta sæmilegur afsláttur eða allavega nægjanlegur til að maður fór frekar á Skeljungsstöðvar en þegar afslátturinn er föst krónutala sem ekki hækkar meðan eldsneytisverð hækkar og hækkar fer þetta að líta öðruvísi út. Núna er þetta innan uþb 2,8% afsláttur sem er eiginlega bara fyndið.
Samt er ennþá hlæilegra þegar OB auglýsir 3 kr afslátt á Olís stöðvum. Það er rétt að losa eitt prósent. Svona tilboð bjóða engir nema olíufélögin.
Kv – Skúli
22.01.2012 at 21:19 #746433Það er ekki von að þeir geti boðið þér betur Skúli. Er ekki skattastjórnin búin að hirða mismunin, svo lítið er afgangs í afslætti.
22.01.2012 at 22:07 #746435Varðandi afslætti til félagsmanna, þá er það að finna undir Klúbburinn > [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=150&Itemid=297:8lgbekm3]Afslættir og tilboð[/url:8lgbekm3].
Reyndar minnir mig að afslátturinn á Orkunni sé 6 kr. en ekki 5 kr. eins og stendur í skjalinu. Skeljungur styrkir einnig félagið verulega sem ekki má gleyma.Almennt varðandi afslætti af eldsneyti hér á landi, þá er það til skammar hvernig komið er fram við okkur, viðskipavininn. Ég t.d. þekki orðið nokkuð til í Danmörku, þar sem eldsneytið er á [url=http://www.ok.dk/priser/benzin-olie-priser:8lgbekm3]svipuðu verði[/url:8lgbekm3] og hér, en þar er reglulega (minnst vikulega) gefinn um og yfir 1 DKK (ca. 22 ÍSK) afsláttur, stundum meira og hef ég séð þá gefa upp í 2 DKK í afslátt.
Að gefa 5-10 kr. hér á klakanum, í þessu verðlagi sem nú er, segir ekkert en ef við værum að tala um 20-40 kr. afslátt, segjum 2-3x í mánuði, þá væru þeir að byrja að sýna lit.Ég skora á íslensku olíufélögin að að koma á svona afsláttar degi, það þyrfti ekki endilega að vera sami dagurinn, þar sem þeir myndu gera svipað og frændur okkar, danir. Þetta þyrfti ekki endilega að vera á öllum stöðvum í einu, t.d. gæti þetta verið á 2-3 stöðvum í einu.
23.01.2012 at 09:36 #746437Þetta er orðið þannig í dag að það getur hver sem er farið inn í olíufélögin með sín starfsmannakort og fengið sama afslátt og við.
Held að það ætti að fara endurskoða þetta eitthvað, er orðið barn síns tíma. Var góður afsláttur hér áður en í dag er þetta ekki neitt sem skiptir máli. Ætti að vera frekar prósenta af lítraverði heldur en krónutala. Þá er líka komið í veg fyrir að olíufélögin hækki bara verðið í samræmi við afslætti.Auðvitað hugsa þeir bara þanni.
Gefum bara öllum þessum vitleysingum afslátt og hækkum svo bara verðið í samræmi við það……
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
