This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Þar sem það er verið að dreifa gíróseðlunum fyrir ársgjaldinu fyrir næsta starfsár þá langar mig að vekja athygli á einu sem maður myndi halda að ætti að vera í lagi eða kannski í betra lagi.
Það varðar afsláttarkjör sem er verið að ?bjóða? félagsmönnum í 4×4, hvað mig varðar þá finnst mér að það sé hálfpartin verið að gera grín að mér því þegar ég versla eitthvað þá er ég yfirleitt búin að kanna hvað hlutirnir kosta og svo hefur maður reynt að beina viðskiptum sínum á þá staði sem hafa ?boðið? okkur afslátt, ég er yfirleitt búin að kanna hvaða afslátt ég fæ fyrir það að vera félagsmaður í 4×4 en byrja samt alltaf á að spyrja hvort ég fái ekki staðgreiðsluafslátt og nánast undantekningarlaust er mér boðið það sama og þessi sömu fyrirtæki ?bjóða? okkur félagsmönnum gegn framvísun félagskírteinis en að sjálfsögðu yfirleitt bara gegn staðgreiðslu!
Þarna finnst mér að þessi fyrirtæki sem eru að ?bjóða? okkur afslátt séu að gera lítið úr okkur.
Það er nú oft þannig að við erum ekkert að versla ódýra hluti í þessa blessuðu jeppa okkar og þá munar um að fá afslátt og ég hefði haldið að við sem þetta stórt félag ættum að geta fengið betri verð heldur en pétur og páll útí bæ, gott dæmi er að ég hringdi í Hjólbarðahöllina um dagin og kannaði verð á 38? Ground Hawk dekkjum og spurði í leiðinni hvort það væri ekki einhver afsláttur til okkar í 4×4, hann hélt það nú og reiknaði verðið með það í huga en tók það líka fram að þetta verð gilti eingöngu í staðgreiðslu, ok fínt verð en soldið stór biti fyrir mig samt í staðgreiðslu.
Svo fór félagi minn 2 dögum seinna þangað og þá var honum boðið nákvæmlega sama verð gegn staðgreiðslu án þess að það væri rætt eitthvað um 4×4 afslátt, semsagt það skipti engu máli þá að það væri búið að ?bjóða? okkur ?sér afslátt?Hvað finnst mönnum annars um þetta? Mörg þessara fyrirtækja eiga mikið undir því komið að við verslum við þá og þá finnst mér alveg sjálfsagt að við fáum eitthvað fyrir að versla við ákveðin fyrirtæki, ég er líka viss um að ef eitthvað fyrirtæki myndi hafa dug og þor í að vera öðruvísi en samkeppnisfyrirtækin þá myndum við frekar versla þar en ég hef það oft á tilfinningunni að verðin hjá þessum ?samkeppnisfyrirtækjum? sé ákveðið yfir kaffibolla.
Ég neita að að trúa því að talsmenn svo stórs hóps í dýru sporti eins og jeppamennskan er að það sér ekki hægt að gera betur!
Endilega látið nú ykkar álit í ljós félagar.
Kv.
Dóri Sveins
R-2608
You must be logged in to reply to this topic.