This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristinn Helgi Sveinsson 11 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Vildi benda mönnum á að fylgjast vel með dæluverði hjá Orkunni og Skeljung.
Í vor eftir að ég var búinn að velja mína dælustöð með 10 kr afslátt tók ég eftir því þegar ég hafði tankað ca 2x 200L að það var bara 8kr afsláttur.
Hringdi inn og þurfti að senda kvörtunarpóst og la la la, fékk afsökunar póst og var lofað 5000kr inneign sem ég hef ekki fengið enn.Svo er ég að tanka um daginn á minni dælustöð þá tek ég eftir því að ég er bara með 5kr afslátt. Ég sendi inn póst á Skeljung til að kvarta og svarið var að ég væri í einhverju þrepakerfi og þar sem ég hefði ekki tekið eldsneyti hjá þeim mánuðin á undan fékk ég bara 5kr afslátt, en auðvitað væri betra fyrir mig að vera með F4x4 afsláttinn og fá alltaf 10kr sagði kerla.
Ég bað aldrei um að vera í þessu þrepakerfi og veit um fleiri sem hafa lent í þessu nákvæmlega sama og ég.
Þetta er ekki í fyrsta eða annað skiptið sem ég kemst að því að ég er ekki með þau kjör sem um er samið.
Það er afskaplega dapurt að það sé ekki hægt að treysta helsta styrktaraðila klúbbsins að standa við það sem um er samið.
You must be logged in to reply to this topic.