FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Afslættir Skeljungs.

by Guðlaugur Jónason

Forsíða › Forums › Spjallið › Hagsmuna- og Baráttumál › Afslættir Skeljungs.

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kristinn Helgi Sveinsson Kristinn Helgi Sveinsson 11 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 22.07.2013 at 21:41 #226341
    Profile photo of Guðlaugur Jónason
    Guðlaugur Jónason
    Participant

    Vildi benda mönnum á að fylgjast vel með dæluverði hjá Orkunni og Skeljung.
    Í vor eftir að ég var búinn að velja mína dælustöð með 10 kr afslátt tók ég eftir því þegar ég hafði tankað ca 2x 200L að það var bara 8kr afsláttur.
    Hringdi inn og þurfti að senda kvörtunarpóst og la la la, fékk afsökunar póst og var lofað 5000kr inneign sem ég hef ekki fengið enn.

    Svo er ég að tanka um daginn á minni dælustöð þá tek ég eftir því að ég er bara með 5kr afslátt. Ég sendi inn póst á Skeljung til að kvarta og svarið var að ég væri í einhverju þrepakerfi og þar sem ég hefði ekki tekið eldsneyti hjá þeim mánuðin á undan fékk ég bara 5kr afslátt, en auðvitað væri betra fyrir mig að vera með F4x4 afsláttinn og fá alltaf 10kr sagði kerla.

    Ég bað aldrei um að vera í þessu þrepakerfi og veit um fleiri sem hafa lent í þessu nákvæmlega sama og ég.

    Þetta er ekki í fyrsta eða annað skiptið sem ég kemst að því að ég er ekki með þau kjör sem um er samið.

    Það er afskaplega dapurt að það sé ekki hægt að treysta helsta styrktaraðila klúbbsins að standa við það sem um er samið.

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 22.07.2013 at 21:55 #766911
    Profile photo of Sigurbjörn H. Magnússon
    Sigurbjörn H. Magnússon
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 207

    Ég lenti í svipuðu þegar ég valdi mína óskastöð hjá Orkunni. Viðbótarafslátturinn skilaði sér ekki svo að ég sendi tölvupósta bæði á þjónustuver Skeljungs og Orkunnar. Trúlega las enginn þessa pósta mína, því ég fékk aldrei neitt svar.
    Loks prófaði ég að hringja og þá var mér lofað aukaafslætti við næstu áfyllingu, en hann skilaði sér ekki heldur.
    Ég veit ekki hvort ég er dottinn inn í þetta þrepakerfi Orkunnar því ég hef ekki keypt olíu þar síðan síðla vetrar.





    27.07.2013 at 16:15 #766913
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 236

    Ég hef líka lent í því að fá ekki fullan afslátt og fengið loforð um að fá það bætt næst en ekkert gerðist. Tek samt fram ég fæ svör og oft góða þjónustu ef ég þarf að kvarta. T.d. Er afsláttur bùinn að vera virkur og ég hef ekkert gert í því að fá þessar fáu krónur sem upp à vantaði. Fannst aðalatriðið að fá umsamin afslátt varanlega.

    Kv. Sigurður





    27.07.2013 at 19:33 #766915
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ég fæ nú aldrei nema 6-8 kr afslátt á, það er eingin regla á því virðist vera, ég er alveg búinn að gefast upp á því að nöldra yfir þessu,,,,





    27.07.2013 at 20:36 #766917
    Profile photo of Elvar Eyberg Halldorsson - R4598
    Elvar Eyberg Halldorsson – R4598
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 66

    Er alveg hættur að spá í þessu þetta er ekki nema 2 til 4 lítrar á hverjum tank. :-)





    05.08.2013 at 21:23 #766919
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    Já, þetta er með endæmum óþolandi að þurfa að vera ár eftir ár, mánuð eftir mánuð í endalausu stappi að halda sínum afslætti í lagi. Sjálfur komst ég að þessu hjá mér um helgina þegar aðeins kom ekki réttur afsláttur á lykilinn hjá mér. Var ansi nálægt því að henda helvítis teygjuspottanum utan um dælurnar og taka jólagjöfinna á Fordinn. (Lét það sem betur fer eiga sig)

    Ætla að hringja á morgun og byrja að spyrja hvort þeir vilji yfir höfðu að ég versli við þá áfram.





    06.08.2013 at 00:38 #766921
    Profile photo of Birgir Gíslason
    Birgir Gíslason
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 24

    Mín stöð. það virkaði eitt skipti, fæ alltaf réttan afslátt á dælu en hef ekki borið saman við kvittun. Var illa svikinn um daginn þegar ég var rukkaður um kaffið þá sauð á mér. Hef snúið mér að enneinum síðan. Reyndar var kaffið vont hjá shell.





    06.08.2013 at 06:57 #766923
    Profile photo of Einar Sigurður Kristjánsson
    Einar Sigurður Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 105

    Þetta hefur nú alltaf virkað hjá mér, amk í bænum.. Ég er með félagskortið tengt beint inná Vísað hjá mér.
    Lenti reyndar í því um daginn á Egilstöðum þegar ég gerði mér spés ferð á Shellskálann þar til að kaupa gas fyrir hjólhýsið að það var nákvæmlega enginn afsláttur veittur, kostaði 7000 kr. Gas er jú eldsneyti og afslátturinn virkar á gas í bænum.
    Kellingin bar því við að hún væri með umboð og því væri enginn afsláttur.
    Skildist svo á heimamanni að gasið væri ódýrara annarsstaðar í bænum.

    Kv Einar





    07.08.2013 at 23:28 #766925
    Profile photo of Kristinn Helgi Sveinsson
    Kristinn Helgi Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 141

    Það er enginn afsláttur af gasinu og sumum vörum líka. Hins vegar fæ ég afslátt af flestu hjá N1. Gasið er líka ódýrara þar og svo afsláttur.





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.