This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 12 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Vildi benda mönnum á að skoða vel kjör sín hjá Skeljung, reikningar eru mjög villandi og svo óljósir,og að sögn starfsmans Skeljungs hefur hann oft þurft að setja þá upp í Exel til að átta sig á þeim sjálfur og til að geta útskýrt þá fyrir viðskiptavinum, Hef líka rætt við aðra meðliðmi klúbbsins sem segja kjör Skeljungs mjög villandi.
Þegar ég flutti mín viðskipti frá Atlansolíu til Skeljungs á sínum tíma þá var ég blekktur, þá var mér meðal annars sagt að til þess að fá þessi góðu kjör sem mér var talinn trú um, þá yrði ég að vera með viðskiptakort Skeljungs, semsagt viðskipti mánaðarins fór á visareiknig næsta mánaðar.
Þetta virtist vera helvíti gott og góður afsláttur.
Um daginn fer ég að pæla í þessu og hef samand við Skeljung og þá kemur í ljós að afsláttur frá verði hjá orkunni er 3,81kr fyrir janúar mánuði, en afsláttur mikið hærri með kort tengt visa eða debet korti, hvers vegna í andskotanum var maður þá ekki látinn vita.
Núna er ég með svona kort að vísu þau kort virka ekki hjá orkunni við Hafnarfjarðarhöfn og ég búinn af fá mig svo til full saddan af viðskiptum við skeljung og mun væntanlega fara að nota minn 8kr afslátt í gegn um FIB hjá Atlatsolíu við Hafnarfjarðarhöfn.Líka er ég hissa á litlum og lélegum upl um afslætti á eldsneyti hjá Skeljung á heimasíðu F4x4 þar sem klúbburinn á töluverða hagsmuni að gæta af þessum viðskiptum.
Mér finnst skeljungur svona algjört 2007 fyrirtæki sem svífst einskins til þess að taka mann ósmurðan í görnina.
Svo ég bendi félagsmönnum á að kynna sér sín afsláttarmál vel og fylgjast vel með afsláttum miðað við auglýst dæluverð.
You must be logged in to reply to this topic.