This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 14 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sæl öll. Í vor breyttust afsláttarkjör okkar félagsmanna hjá N1 eins og e.t.v. flestir vita. Þá þurftu félagsmenn að gerast Viðskiptafélagar N1 og fá sérstakt kort. Allt gott um það að segja, kortið er hið þægilegasta á sjálfsafgreiðslustöðvunum sem víðar. En, þegar það er notað t.d. á smurstöð eða bara í búðinni við varahluta- eða aukahlutakaup þá er afslátturinn ekki krónu meiri en gengur og gerist með aðra „Viðskiptafélaga“ N1 Er það ekki rétt skilið hjá mér að félagsmenn 4×4 ættu að fá aukna afslætti hjá þeim, svo sem á síum og ýmsum varningi. Mér skildist að afslátturinn væri misjafn eftir vöruflokkum en á mínu korti fæst t.d. bara 7% afsláttur á línuna. Ég hef staðið við hliðina á manni, jeppamanni sem þið þekkið, og hann fékk 35% afslátt af vöru sem ég átti að fá 7%. Það er skemmst frá því að segja að ég hringi í hann og fæ hann til að versla fyrir mig…
Hvað þarf ég að gera sem félagsmaður til þess að fá almennilegan afslátt af vörum hjá N1?
Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að henda Shell og Jóni Gnarr út og taka N1 inn að fullum krafti. Fyrir mína parta þá versla ég aldrei hjá Shell enda er þessi afsláttur bara brandari hjá þeim. Auk þess eru þeir að fara á hausinn og munu aldrei greiða lofaða peninga til klúbbsins.Ef einhver er að fara að versla eða að láta smyrja hjá N1 væri gaman að heyra hver afslátturinn er. Að fara fram á afslátt er lífsbjörg en ekki snýkjuháttur.
Kveðja:
Erlingur Harðar
You must be logged in to reply to this topic.