FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Afsakid !

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Afsakid !

This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 21 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 02.12.2003 at 21:28 #193265
    Profile photo of
    Anonymous

    Eg vil byrja að afsaka mig á að eiga bil sem virðist ekki vera hátt skrifaður hja flestum en ég vildi fá álit ykkar á breytingunum sem stendur til ad hefjast handa á Troopernum minum .
    Ætlunin er að setja undir hann hásingar undan 80 cruiser með four link og loftpúða allan hringinn.
    Með þessu er ætlunin að fá stöðugri bíl með betri fjöðrun, læsingar, pláss fyrir 38 tommuna og síðast en ekki síst hlutföll í draslið svo að tíkin geti rogast áfram með sjálfa sig og helst með vélsleðakerruna aftan í þannig að ég hafi nú not fyrir drusluna.
    Ég er með þessari grein að vona að ég fái ekki hafsjó af „kommentum“ frá „betri“ jeppaeigendum heldur vitiborin svör og gagnlegar umræður um þessar breytingar frá mönnum sem eitthvað vita um hvað málið snýst.
    Kveðja Alli.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 20 total)
  • Author
    Replies
  • 02.12.2003 at 21:32 #481872
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Þú veist eflaust að LC80 afturhásing er með kúluna ekki í miðjunni, þ.a. þú þarft væntanlega líka þá þannig millikassa.

    Gæti undið soldið upp á sig, ekki hásingin, heldur verkefnið :)

    En gangi þér vel engu að síður.

    -haffi (sem getur bara látið sig dreyma um LC80)





    02.12.2003 at 21:38 #481874
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er búinn að setja auka millikassa þannig að kúlan á hásingunni ætti ekki að vera stærsta vandamálið í dag .
    Aðal áhyggjurnar eru aðallega uppsetningin á loftpúðunum og öllu sem þeim fylgir.
    kv, Alli.





    02.12.2003 at 22:45 #481876
    Profile photo of Stefán Dal
    Stefán Dal
    Member
    • Umræður: 21
    • Svör: 425

    þetta líst mér vel á.. trooperin er áberandi fallegur bíll og ekki skortir kraftinn, verst með fjöðrunina, en það má einmitt bæta með svona framkvæmdum. vona að þú leyfir okkur að fylgjast með þessu..

    stefán





    02.12.2003 at 23:54 #481878
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Sæll.

    Trooper eru ekkert verri en aðrir jeppar en ég skil ekki af hverju þú ætlar að setja hásingu undir hann. Þær eru bara til travala og eru heillt yfir helv…. drasl og hana nú! Það mega ekki verða á þeirra vegi smásteinar þá hrökkva þær í tvennt við minnsta hristing.

    Nei, gakktu frekar í klafavinafélagið þá þarftu minni áhyggjur að hafa af smásteinum. Ég reyndi eftir besta megni nú ekki fyrir löngu að benda mönnum á að þessi rör eru ekki jafn öflug og margur vill halda og reyndar sýndi mönnum fram á það í bókstaflegri merkingu.

    Kv.
    Benni

    PS.
    Frúin er enn að skamma mig, ég fæ kannski að sofa í hjónaherberginu í nótt.





    03.12.2003 at 07:08 #481880
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Mér líst ágætlega á þessar breytingar en hvar fekstu kassann. Það væri gaman að fá að vita hver, ef ekki þú sjálfur, ætlar að breyta troopernum.Ekki taka mark á Benna það þarf reyndar frúarbíl í að taka datsun í nefið en frúin þarf að vera undir stýri, bara til að geta brosað breiðar framan í Hlyn Snæland þegar hann er skilinn eftir.





    03.12.2003 at 08:44 #481882
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Benni karlinn mælir af reynslunni í þessu máli!

    BÞV





    03.12.2003 at 09:04 #481884
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    hefði átt að fara aðeins varlegar eða að láta konuna um þessa spyrnu, skilst að hún betri driver ??? :).Benni varstu búin að múta öllum sem tóku myndir af þessu.





    03.12.2003 at 09:06 #481886
    Profile photo of Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 296

    …bara svo að þú vitir það þá er ekkert að því að eiga Trooper. Ekkert frekar en Datsun, Toyotu eða einhvern annan bíl. Aðalatriðið er að þú sért ánægður með þinn bíl!

    Spennandi breytingar hjá þér, ekki hleypa Begga inn í skúr hjá þér, ég er ekki alveg tilbúin í frekari fjárveitingar á þessu ári. Hann röflar ekki um annað en hásingu og millikassa þessa dagana. Skil ekki til hvers, hún var ekki falleg hásingin hans Benna uppi á Kili um helgina.

    Hvað varðar hlutföll þá höfum við nú keyrt á Troopernum hlutfallalausum í 3 ár og erum á því (er það ekki annars Beggi elskan??) að við viljum bara bæta við elsku Lóló, en ekki missa eiginleikana á þjóðvegunum.

    Gangi þér vel með breytingarnar, það verður gaman að hitta þig á fjöllum og fá að sjá hvernig þetta virkar!

    Kveðja
    Soffía





    03.12.2003 at 10:05 #481888
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Það er sama hvaða skó ég set út í glugga þetta er orðið ansi tíkarlegar gjafir sem maður fær, 38" og felgur og ég sem bað bara um hásingu og lolo.Talandi um fjárveitingu á þessu ári þá er það að líða er það ekki elskan og nýtt kvótaár að byrja :)Þú veist hvað ég vil í svindlpakkann.
    ég er alveg til í að koma með jólaafganga inn í skúr hjá þér Alli og fá álit hjá þér á steikinni og kanski kíkja aaaaaaaðeins á gripinn.





    03.12.2003 at 10:33 #481890
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Alli!

    Það hafa allavege 2 trooperar verið settir á hásingu að framan, annar er blár og ég kann engin fleiri skil á honum en hinn er vínrauður á 44" dekkjum og stendur fyrir framan Fjallasport á daginn, eigandinn vinnur þar. Mig minnir að undir hann að framan sé hásing undan Bronco…en best er bara að tala við hann, hann er örugglega til í að hjálpa þér.

    kv. Stefán.





    03.12.2003 at 12:27 #481892
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég hefi verið tiltölulega ánægður með klafana en þegar maður er með fullvaxna sleðakerru með þrjá sleða innanborðs og þarf að dröslast með alla dræsuna eitthverja x vegalengd þá vantar mig oftar en ekki bæði læsingar og lægri hlutföll, meira grip og betri fjöðrun (allavega er ég búinn að telja frúnni trú um það)Þetta er einfaldlega ekki í boði í Troopernum þannig að ég einfaldlega verð að redda þessu sjálfur.
    Ég kem til með að gera þetta allt saman sjálfur inni í skúr og að hluta til uppi í vinnu þar sem ég hef allt til alls .

    PS:Vhen the snow gets off your face i´ll be gone !

    Kveðja Alli.





    03.12.2003 at 13:37 #481894
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Auðvitað, þegar á reynir og menn þurfa raunverulega jeppaeiginleika fá menn sér hásingu!!! Þó ein hásing undir 44" Blazer gefi sig eftir margra ára og örugglega misjafna notkun, segir það ekki neitt.

    Rörakveðja – Skúli





    03.12.2003 at 14:01 #481896
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 664

    Ekki taka mark á hásingar áliti Benna, hann er enn í smá fýlu við hásingar eftir ævintýrið sem hann lenti í.

    Voru ekki Toyota jeppar með hásingum sendir á stærsta jökulinn, Suðurskautslandið? Hásingar virka mun betur en þetta klafadót, aðeins fólksbílar og fjarstýrðirbílar eiga að vera á klöfum.

    Haukur





    03.12.2003 at 15:06 #481898
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Ég hefði viljað sjá hvernig klafabíll hefði tekið því að keyra á grjót sem brýtur hásingu. Mér þykir frekar líklegt að sá bíll hefði ekki keyrt til byggða.

    Kv.
    Bjarni G.





    03.12.2003 at 16:55 #481900
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það eru örugglega engar ýkjur! Menn hefðu allavega ekki reddað því með neinum suðuaðgerðum.





    03.12.2003 at 17:58 #481902
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég læt yfirleitt nægja að láta eins og hálfviti á sleðanum og lít á bílinn sem farartæki en það farartæki þyrfti helst að komast út af þessu svarta ljóta og leiðinlega malbiki en meðan notkunin á þessu er ekki mjög mikil sem jöklaskriðdýr þá hef ég ekki miklar áhyggjur yfir að brjóta hásingar en þeim mun meiri áhyggjur af að brjóta framöxla í klafasysteminu.
    Alli.





    03.12.2003 at 20:38 #481904
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll heillakallinn!

    Ég er Trooper eigandi til 4 ára, minn er hinsvegar bensín og 92 módel. Ég setti minn á 35" og hann hefur komið ótrúlega vel út í flestum færum. Ég hef ekki stundarkorn hlíft bílnum þe þjösnast í klaka ísskörum, hrauni osfrv en ég ek reyndar ekki oft á mikilli ferð á misjöfnu undirlagi.

    Þessum bíl hefur mig langað til að breyta all verulega þ.e. færa afturhasingu setja gorma og klippa fyrir 38" lágmark. Málið er að ég hélt að það væri ekkert til í þessa bíla. Það er hinsvegar alrangt. Það er spjallsíða í USA það sem Isuzu áhugamenn hafa verið iðnir við breytingar. T.d. Trooper settur á 38.5" dekk V8 vél og fleira og fleira.

    Spjallsíðan heitir [url]href="http://www.4x4wire.com">4x4wire.com[/url%5D

    Síðan er aukahlutabúð sem heitir [url]href="http://www.independent4x.com>independent4x.com[/url%5D

    Kv Isan

    P.s. virkar þetta linkafínerí???





    04.12.2003 at 01:32 #481906
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þakkir fyrir gagnlega linka, ýmislegt fróðlegt á ferðinni þarna .
    Til hvers ertu að selja trooper í staðinn fyrir að koma út að leika (breyta).
    Trooperinn minn var með þessari klassísku 2,6 mpi vél en mér leist betur á dísel og skipti því um vél og kassa og sé ekki eftir því og nú er bara að klára dæmið og skipta um ruslið undir honum og þá vonast ég til að vera tiltölulega ánægður með bílinn , ekki sakar að þetta er ódýrt dót sem maður á en ekki á lánum þannig að manni er kannski ekki eins sárt um drusluna :)





    04.12.2003 at 12:42 #481908
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll!

    Sko!! ég er búinn í gegnum tíðina að finna nokkra hugsanlega kaupendur af bílnum en þegar ég á að sýna fram á hvað bíllinn er góður þá fæ ég mig ekki til að mæla með honum. Málið er að ég tími ekki að selja þennann bíl.

    Það hinsvegar flækir málið óneitanlega að ég r búinn að fjárfesta í öðrum jeppasem er í sjálfu sér ágætur en hann er það dýr að ég tími ekki að breyta honum meira en 35".

    Trooperinn stendur á hlaðinu og bíður eftir ákvörðun minni.

    Hvar fannstu 2.5 diesel torbo vél í þennann, og hvernig gír og millikassa ertu með?

    Kv Isan





    04.12.2003 at 16:05 #481910
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Vélin er upphaflega 2,3 turbo úr 87 Trooper sem ég fann úrbrædda og lét bora út og setti í hana stimpla,olíuverk,túrbínu og eitthvað fleira smálegt úr 2,5 Iveco mótor sem ég átti liggjandi. Torkar ævintýralega miðað við vélarstærð og er ekkert nema hamingjan .
    Kassarnir komu úr 96 Isuzu crew cab en eru ekkert annað en sama útgáfa og er í Trooper fyrir 89 árg.
    Þannig að ég er kominn með vél sem er ekki með neitt sem heitir common rail eða neinar rafmagnsstýringar að neinu leyti sem oft vilja vera til vandræða og eru í raun þær leiðinlegustu bilanir sem ég lendi í (bifvélavirki).
    Kassarnir eru einfölduð útgáfa af þeim sem eru í þínum bíl en það eru sverari öxlar og smíðin er öll grófari að allri gerð enda virðist þetta þola sæmileg átök þegar maður er að taka vel á þessu, fastur með um 1 tonn í eftirdragi.

    Kv Alli.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 20 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.