This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Núna þegar menn eru komnir í sumarfrí og eru að spá í að breyta fjallabílnum fyrir 44″ dekk, þá er hér smá „input“ um 44″ dekk… Þetta eru reyndar bara staðreindir. Ekki reyna að halda öðru fram.
Hér eru nokkrir 44″ Ókostir:
44? dekk þurfa jeppa með hásingu að framan. (Það er búið að reyna hitt) Svo ef þú ætlar að breyta LC90 eða Musso þá kostar það HELLING.
44? breyttur bíll verður aldrei fallegur á 38? dekkjunum sem þú ætlar að nota á sumrin. (Svo flotti jeppinn þinn verður hallærislegur á sumrin.)
Þannig að ef þér langar að eiga jeppa á 44? dekkjum, þá skalt þú eiga annan bíl handa þér og konunni í vinnuna. Og nota bara þennan jeppa þegar þú ferð á fjöll.
Það verður alltaf meira viðhald við þessa bíla. Allavega 50% þar. Og eyðslan verður meiri.
Þessi dekk spænast upp eins og strokleður á malbiki. (Og þau eru ekki ódýr)
Ef þú ert ekki með því meira vélarafl, þá mátt þú eiga von á því að fá þreyttan Hilux 2.4 framúr þér í góðu færi á jökkli.
Því léttari sem bíllinn er því verra verður að keyra hann á þjóðveginum. Og þú finnur meira fyrir hoppinu í dekkjunum.
Hér eru nokkrir 44″ kostir:
44? dekk gefa þér meira flot. (Ekki reyna að halda öðru fram)
Þú rífur ekki 44? dekk nema þú sért sérstaklega óheppin(n)
Að keyra á 44? dekkjum í 6 pundum í grjóti og ójöfnum er meiri háttar. Þessi dekk borða grjót með öllu.
Þú ert alltaf betur staddur í krapa og þegar þú þarft að fara yifr ár. Einnig þegar þú þarft að komast upp erfiða baka í árfarvegum.
Þú kemst lengra í mjög erfiða færinu. ?Já?
Þú ert með minna tippi. ?ha, Nei?
Hinir öfunda þig!
Þess vegna er minni jeppi á 44? dekkjum.
You must be logged in to reply to this topic.