This topic contains 13 replies, has 10 voices, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 11 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Nú nálgast afmælissýningin óðfluga. Við ætlum að raða bílum inn í Fífuna á fimmtudeginum fyrir opnun (12. sept). Nánari tímasetning mun trúlega fæðast í kvöld og verður þá haft samband við bíleigendur í kjölfarið.
Mikilvægt er að mæta á þeim tíma sem fáið uppgefinn til að forðast öngþveiti.Bílarnir eru brunatryggðir á meðan þeir eru inni í Fífunni. Tryggingafélagið setur þá kröfu að bíllinn sé ólæstur og lykill í kveikjulás utan opnunartíma. Á opnunartíma sýningar þarf einhver í nágrenni bílsins að vera með lykil að honum svo hægt sé að forða honum út komi upp eldur. Best er að eigandi eða einhver honum tengdur sé við bílinn á meðan sýningin er opin.
Bíleigendur munu ekki þurfa að deyja úr hungri meðan á sýningu stendur. Veitingasalan mun sjá um að fóðra þá.
Bílavalsnefnd þarf að fá upplýsingar um útbúnað bílana svo hægt sé að prenta út upplýsingaspjald fyrir bílinn. Gott væri að fá þessar upplýsingar annaðhvort í tölvupósti á bjarni@heimsgir.org eða útprentað/handskrifað um leið og þið komið með bílinn. Allavega ágætt ef þið gætuð tekið þessar upplýsingar saman fyrirfram til að flýta fyrir gerð upplýsingaspjalda.
Það sem er gott að komi fram:
nafn eiganda
félagsnúmer
bílnúmer
tegund
árgerð
dekkjastærð
felgur (breidd, kantlæsing)
vél
skipting
millikassar
hásingar
læsingar
drifhlutföll
fjarskiptatæki
staðsetningartæki
tankapláss
upphækkun
fjöðrun
hvenær breytt
hver breytti bílnum
annað sem ykkur finnst skipta máli í sambandi við bílinn.Þið getið klippt og klístrað þessum lista inn í t.d. Notepad og bætt við ykkar upplýsingum.
Ef þið hafið einhverjar spurningar er upplagt að pósta þeim í þennan þráð.
fh. Bílavalsnefndar
Bjarni G.
You must be logged in to reply to this topic.