This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 11 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sæl.
Nú þegar er hafinn sala á sýningarbásum í Fífunni. Mörg fyrirtæki hafa sýnt sýningunni áhuga. Það er mjög gaman að sjá hve fyrirtækin eru áhugasöm. Ég er búinn að tala við nokkur fyrirtæki sem óskuðu eftir að láta taka frá fyrir sig eftirfarandi: Bílabúð Benna 80 fm bás, Artick Truck 400 fm, Garmini búðin 60 fm, Atlansolía 8 fm Poulsen 20 fm, Wurth 20 fm og Klettur 20 fm. Einnig er búið að tala við önnur fyrirtæki sem eru að skoða málið.
Opnunartími sýningarinnar verður frá föstudegi til sunnudags.
Eða grand opening kl. 17:00 á föstudeginum en miðasalan opnar kl. 18:00 og verður opin til 20:00, áætlað er að loka kl. 22:00.
Á laugardeginum opnar miðasalan kl. 12:00 og verður opin til 18:00 húsið lokar kl. 20:00.
Á sunnudeginum opnar miðasalan kl. 12:00 og verður opin til 18:00 en þá verður farið að vinna í að keyra bílana út.
Hugmyndin er að leggja áherslu á laugardaginn og er hugmynd að Bylgjan verði með beina útsendingu frá sýningunni, Fjallabræður heiðra okkur vonandi með nærveru sinni og kanski einhvað meira. Allar hugmyndir eru vel þegnar.Einnig er hugmynd að vera með opinn fund um 21:00 upp á höfða á fimmtudaginn 23. maí og fara yfir stöðuna. Allir eru velkomnir og endilega komið með hugmyndir.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
You must be logged in to reply to this topic.