Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Afmælissýning klúbbsins upplýsingar.
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 11 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.05.2013 at 18:30 #223719
Sæl.
Nú þegar er hafinn sala á sýningarbásum í Fífunni. Mörg fyrirtæki hafa sýnt sýningunni áhuga. Það er mjög gaman að sjá hve fyrirtækin eru áhugasöm. Ég er búinn að tala við nokkur fyrirtæki sem óskuðu eftir að láta taka frá fyrir sig eftirfarandi: Bílabúð Benna 80 fm bás, Artick Truck 400 fm, Garmini búðin 60 fm, Atlansolía 8 fm Poulsen 20 fm, Wurth 20 fm og Klettur 20 fm. Einnig er búið að tala við önnur fyrirtæki sem eru að skoða málið.
Opnunartími sýningarinnar verður frá föstudegi til sunnudags.
Eða grand opening kl. 17:00 á föstudeginum en miðasalan opnar kl. 18:00 og verður opin til 20:00, áætlað er að loka kl. 22:00.
Á laugardeginum opnar miðasalan kl. 12:00 og verður opin til 18:00 húsið lokar kl. 20:00.
Á sunnudeginum opnar miðasalan kl. 12:00 og verður opin til 18:00 en þá verður farið að vinna í að keyra bílana út.
Hugmyndin er að leggja áherslu á laugardaginn og er hugmynd að Bylgjan verði með beina útsendingu frá sýningunni, Fjallabræður heiðra okkur vonandi með nærveru sinni og kanski einhvað meira. Allar hugmyndir eru vel þegnar.Einnig er hugmynd að vera með opinn fund um 21:00 upp á höfða á fimmtudaginn 23. maí og fara yfir stöðuna. Allir eru velkomnir og endilega komið með hugmyndir.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.05.2013 at 10:52 #766013
Sæll Sveinbjörn,
Það var mjög gaman á fundinum og ýmsar skemmtilegar leyniupplýsingar um sýninguna komu fram hehe
t.d.
Verða á sýningunni nær allt Jeppar sem hafa aldrei áður verið á sýningum þannig að þetta verður mjög áhugaverð sýning og ýmsar upplýsingar verða um alla bílana.Allar stærðir bíla verða þarna og Kristján og Teddi virðast vera með þetta alveg under control
Hlakka mikið til.
k kv
Gunnar ingi
26.05.2013 at 13:25 #766015Sæl.
Það er alltaf einhvað sem maður gleymir samt þegar verið er að setja inn einhverjar upplýsignar.
Það sem ég gleymdi í pistlinum var hvenær sýninginn yrði en dagsetningin er 13, 14 og 15 september 2013, þ.e. syningin opnar föstudaginn 13. september kl. 17:00 með smá ræðuhöldum og skemmtilegheitum.
Endilega eða það eru einhverjar spurningar eða hugmyndir fyrir okkur um sýninguna þá endilega látið okkur vita.kveðja
Sveinbjörn
26.05.2013 at 15:42 #766017Sæl/ir.
Nú þurfum við félagar allir að "Deila" auglýsingunni frá 30 ára afmælissýningu klúbbsins sem er á Facebook f4x4 yfir á ykkar Facebook síður.
Kv. SBS.
https://www.facebook.com/photo.php?fbid … =1&theater
26.05.2013 at 18:03 #766019Sæl/ir.
Það væri hugmynd að auglýsa nefndir sem ætla að vera með áberandi bása á sýningunni, með myndrænum hætti, bæði hér og á Facebook f4x4 síðunni. Ég gæti útbúið þær ef áhugi er á. Mætti athuga með deildir líka.
Kv. SBS.
28.05.2013 at 19:16 #766021Góðan daginn,
við hjá Umhverfisnefndinni vorum að ræða á síðasta fundi eitt og annað sem við vorum með í huga í sambandi við sýninguna og kemur hér hluti úr fundargerð…..
Vera með bás á sýningu F4x4 í haust
o Kynna starfsemi umhverfisnefndar. Gera mikið úr starfseminni
o Sýna stikaðar leiðir á skjá eða korti, jafnvel þannig að leiðirnar birtist smám saman á Íslandskortinu.
Hægt að hafa stórt kort af landinu og síðan á skjá þar svæði eru tekin fyrir hvert á eftir öðru.
Landsbyggðadeildirnar hafa líka stikað leiðir og þyrfti að vera í samvinnu með þær til þess að ná heildinni.
Hver deild gæti haft sinn lit
Hægt að merkja inn á kortið svæði sem hver deild fóstrar
Leiðir ganga úr sér og hefur klúbburinn stikað sumar leiðir tvisvar
o Sýna árangur landgræðsluferðanna
Myndir fyrir komu f4x4 á svæðið
Myndir fyrst eftir komu f4x4 á svæðið
Staðan í dagVið eru að hugsa ýmislegt og gott væri auðvitað að fá góða auglýsingu
Kveðja Hjörtur SS
30.05.2013 at 12:46 #766023Sæl.
Flott að sjá hvað Umhverfisnefndin er að hugsa varðandi sýninguna. Við eigum að vera metnaðarfull varðandi sýninguna og auðvita verður klúbburinn nr. 1,2 og 3 á sýningunni.
Varðandi sölu sýningarbása til fyrirtækja þá er sá kvóti langt kominn og spurning hvað við seljum mikið pláss því við verðum að hafa nó pláss fyrir bíla því jú þetta er bílasýning.Fyrirtækin sem hafa pantað sýningarbása hafa yfirleitt tekið stóra bása og eru minnstu básarnir 20 fm.
Í næstu viku verður listinn klár um hvaða fyrirtæki verða á sýningunni og mun ég byrta hann þá.
Endilega ef þið vitið um einhver fyrirtæki sem ættu að vera á sýningunni sendið mér þá upplýsingar á syning@f4x4.is um nafn fyrirtækis, síma og tengilið.Kv.
Sveinbjörn Halldórsson
22.06.2013 at 19:53 #766025Hvernig er samt með bíla á sýningunni? Meiga allir meðlimir koma með bíl á sýninguna? Þarna verður Súkkan mín nýsprautuð og fín, vel sýningarvæn.
22.08.2013 at 15:06 #766027Sæl.
Nú er heldu betur farinn að styttast tíminn að sýningunni sme verður núna 13, 14 og 15 september í Fífunni.
Í kvöld fimmtudag verða í raun þrír fundir um sýninguna fyrsti fundr er kl. 17:15 fyrir sýningarnefnd. annar fundurinn verður kl. 19:00 þá geta allir sem áhuga hafa á sýningunni mætt og tekið þátt í undirbúningi og spurt sýningarnefndina. Þriðji fundurinn verður kl. 20:00 með nefndum klúbbsins og verður þar farið yfir fyrsta fund félagsins og aðkomu nefndanna að sýningunni.
Nú verða allir að mæta til að gera þessa sýningu veglega og að sjálfsögðu þannig að við getum verið stolt af henni (eins og alltaf hefur verið).
22.08.2013 at 16:25 #766029Hvernig er með landsbyggðadeildirnar er ekki kominn hugur í ykkur vegna sýningarinnar.
kv.
Sveinbjörn
23.08.2013 at 10:34 #766031Við vorum aðeins að ræða á fundinum í gær varðandi skjái og skjávarpa í básunum.
Skjávarpar virka ekki, þannig að það þarf að redda flatskjám.
Ég hef hingað til fundið 3 fyrirtæki sem leigja flatskjái;Nýherji
Exton
Hljodx.isÉg ætla að heyra í þeim öllum og athuga hvaða stærðir og fjölda þeir eru með.
Ef eihver veit af fleiri fyrirtækjum má hann endilega setja línu hérna inn.
23.08.2013 at 10:37 #766033Glæsilegir fundir upp á Höfða í gærkvöldi. Mikið spjallað og margt fróðlegt sem rætt var um. Það er greinilegt að starfsemi klúbbsins er sterk þó það sjáist ekki á vefnum okkar og skili sér ekki nóu vel til annarra félagsmanna sem geta ekki mætt á fimmtudagskvöldum né á mánaðarlega fundi okkar fyrsta mánudag í hverjum mánuði (fyrsti fundur starfsársins verður 2. september næstkomandi). En aftur að fundunum farið var yfir skipulag sýningarinnar og ýmislegt rætt, ég grauta þessu öllu saman eins og um einn fund hafi verið að ræða.
<strong>Fyrsta mál sem tekin var fyrir</strong>, var bílavalsnefnd. Þeir eru búnir að vera ótrúlega duglegir við að leyta og finna bíla á sýninguna. Yfir 140 bílar eru komnir og eru einungis um 2 sem hafa verið á sýningum klúbbsins áður (ótrúleg gróska).
<strong>Næst var farið yfir útisvæði</strong> Palli Hall og Jói eru að skoða málin og munu í samvinnu við bílavalsnefnd finna bíla sem verða við og í kringum anddyrið. Palli kom á sýnum tíma með hugmynd um að taka frá ákveðin bílastæði við Fífuna þar sem þeir sem væru að starfa á sýningunni og vildu sýna bílana sína myndu leggja.
<strong>Kynningarmál klúbbsins:</strong> Verið er að finna til efni og myndir til að sýna starfsemi klúbbsins í þau 30 ár sem hann hefur starfað og munu Árni Bergs, Hjalti magnússon og Kristján Kolbeinsson vinna að þeim málum og vonandi fá þeir menn eins og Þorgrím í Keflavík, Eyþór Ólafsson og Ólaf Ólafsson til að aðstoða sig við málin. Einnig var skoðað með hvaða mynjagripi við hefðum til sölu og hvernig við gætum kynnt fólki klúbbinn og skráð í klúbbinn.
<strong>Veitingarsala:</strong> Búið er að ákveða að hafa veitingarsöluna upp á 2. hæð (fyri framan þar sem við sýnum myndir og kynningar) en þar er fullbúið eldhús og söluborð. Þar af leiðandi verður nánast engin veitingarsala í stóra salnum (enda ekki gott að fá matarleifar og kaffi í gerfigrasið) en hugmynd um að selja bara kók og prins.
<strong>Aðkoma deilda að sýningunni:</strong> Aðkoma allra deilda klúbbsins er mjög áríðandi og myndi sýna styrk klúbbsins og gefa sýningunni skemmtilegri yfirbragð. Á síðustu sýningu 2008 var aðkoma deilda klúbbsins frábær, bæði komu þeir með áhugaverða bíla og kynntu starfsemi sína á skemmtilegan og lifandi hátt. Þetta sýnir enn og aftur hve sterkir við erum þegar við tökum höndum saman.
<strong>Aðkoma nefnda kúbbsisn:</strong> Þessi liður var ræddur á fundinum kl. 20:00 og var fjörug umræða um aðkomu nefndanna. Auðvita er best að nefndirnar og deildirnar komi með sýnar hugmyndir af því hvernig þeir vilji kynna sig. Það gerir mikla fjölbreitni og sérstakt yfirbragð á sýninguna. Á fyrsta félagsfundi munu nefndirnar kynna hvaða hugmyndir eru að fæðast. (ath á síðustu sýningu var ekki hægt að nota myndvarpa í salnum) Rætt var um að reyna að finna einhvern sem væri tilbúinn að lána eða leigja okkur sjónvörp í sýningarsalinn, ef einhver þekkir til svoleiðis þá endilega látið vita.
<strong>Þá kemur að fyrirtækjunum:</strong> Eins og er eru 14 fyrirtæki eru búin að tilkynna þátttöku á sýninguna. Fjöldi fyrirtækja verður svipaður og á síðustu sýningu og má segja að flest fyrirtækjana voru með okkur á síðustu sýningu. Fyrirtæki sem búin eru að staðfesta komu sína á sýninguna eru: Bílabúð Benna, Bílanaust, Atlanntsolía, Garmini, Kraftar og Afl, Cintamani, N1, Skeljungur, Klettur, Paulsen, Wurth, Artick Truck og Bílasmiðurinn. Beðið er eftir staðfestingu frá Verkfæralagernum, Íssól, Ásbirni Ólafssyni og einu símafyrirtæki. Þó ber að gæta að Vífilfell og Ásbjörn Ólafsson haf alltaf styrkt klúbbinn á sýningum og verður engin breyting þar á. Styrktaraðilar eru: Ásbjörn Ólafsson, Vífilfell, Cintamani og Bylgjan.
<strong>Auglýsingarmál:</strong> Búið er að semja við 365 miðla um auglýsingar fyrir sýninguna og munu byrtingar hefjast á Stöð 2 um helgina og á öllum rásum félagsins, Bylgjan mun hefja auglýsingar 5. sept og Fréttablaði í sömu viku og sýningin hefst. Varðandi sýningarskrá þá munum við gefa út sýningar SETUR þar sem sagt verður frá starfi klúbbsins og gamna ef hægt væri að byrta einhverjar skemmtilegar ferðasögur frá félagsmönnum eða upplyfun félagsmanna á félaginu og starfsemi klúbbsins. Seldar verða auglýsingar í Setrið en ekkert hefur verið byrjað á þeim málum.
<strong>Loka orð:</strong> Endilega ef þið hafið hugmyndir er varða sýninguna eða lumið á góðri sögu í sýningar SETRIÐ þá endilega látið okkur vita á syning@f4x4.isKveðja
Sveinbjörn Halldórsson
23.08.2013 at 10:44 #766035[quote="jong":my2yvlb8]Við vorum aðeins að ræða á fundinum í gær varðandi skjái og skjávarpa í básunum.
Skjávarpar virka ekki, þannig að það þarf að redda flatskjám.
Ég hef hingað til fundið 3 fyrirtæki sem leigja flatskjái;Nýherji
Exton
Hljodx.isÉg ætla að heyra í þeim öllum og athuga hvaða stærðir og fjölda þeir eru með.
Ef eihver veit af fleiri fyrirtækjum má hann endilega setja línu hérna inn.[/quote:my2yvlb8]
Flott framtak og takk fyrir.
Kv.
Sveinbjörn
23.08.2013 at 17:07 #766037[quote="jong":3p4u8osy]Við vorum aðeins að ræða á fundinum í gær varðandi skjái og skjávarpa í básunum.
Skjávarpar virka ekki, þannig að það þarf að redda flatskjám.
Ég hef hingað til fundið 3 fyrirtæki sem leigja flatskjái;Nýherji
Exton
Hljodx.isÉg ætla að heyra í þeim öllum og athuga hvaða stærðir og fjölda þeir eru með.
Ef eihver veit af fleiri fyrirtækjum má hann endilega setja línu hérna inn.[/quote:3p4u8osy]
Ég er búinn að fá verð frá þessum fyrirtækjum;
Nýherji;
32 og 40 tommu skjáir á 20þús. dagurinn (VSK meðtalinn) standur innifalinn.
50 tommu skjár á 23 þúsund dagurinn ————-"————–Exton;
Aðeins 42 tommu skjáir lausir 13-15 sept.
Dagsleiga er 20 þúsund ÁN VSK sem gerir 24.900kr með VSK, standur innifalinnHljóðX;
40 tommu skjáir á 15.680kr dagurinn (með VSK)
Leiga á standi fyrir skjá kostar 4.400 kr. (með VSK)Allir aðilar segja að skjáirnir séu með USB tengi þannig að það gæti verið nóg að koma með myndir á USB kubbi og láta græjuna um sýninguna.
26.08.2013 at 09:53 #766039Flott framtak hjá þér jón Gunnar.
Nú er bara sjá hvað nefndirnar vilja gera.
Eru menn með einhverjar nýjar hugmyndir????
Kv. Sveinbjörn
26.08.2013 at 13:16 #766041Það er greinilega ekki sama hvern er talað við þarna hjá Nýherja, ég sendi tölvupóst og þegar ekki var svarað innan 12 klukkustunda hringdi ég og fékk upp 20 þúsund.
Nú fékk ég svar við tölvupóstinum og þar eru gefin upp allt önnur verð!
[quote:20a7l6mn]Við eigum til nokkrar stærðir af skjám eins og er, þ.e. 32", 40", 42" og 50"
Verð fyrir sýningartímann er eftirfarandi miðað við leigu yfir borðið
32" = 27.200 m/vsk
40" = 34.000 m/vsk
42" = 34.000 m/vsk
50" = 39.100 m/vskÞessi verð miðast við skjá og stand leigða yfir borðið hjá okkur
Við getum séð um uppsetningu og niðurtekt á búnaði og bætist það þá við verðiðÞessir skjáir eru ekki með USB porti en það er lítið mál að tengja við þá fartölvu sem rúllar myndashowi
Þessa helgi er eftirfarandi magn laust af skjám
32" – 4stk
40" – 2stk
42" – 16stk
50" – 1stk
[/quote:20a7l6mn]
28.08.2013 at 08:56 #766043Sæl.
Flott hjá þér Jón Gunnar. Enn hefur ekkert heyrst frá nefndum klúbbsins. Tíminn styttist miklu hraðar en við höldum. Núna um helgina verða Ljósanætur í reykjanesbæ og erum við að útbúa plaggöt sem hægt verður að setja upp til að auglýsa sýninguna. Á félagsfundinum 2. sept geta félagsmenn sem vilja hengja auglýsingar í gluggan á bílnum sínum fengið plaggöt hjá okkur. Það er áríðandi að þeir sem sýna bílana sína mæti á fundin í bíósalnum á, Loftleiðum, Hótel Natura á mánudaginn kl. 20:00. Sýningarsjórn ætlar að hittast á fimmtudagin og fara yfir stöðuna til að geta gefið sem mestar upplýsignar á félagsfundinum. Það sem vantar núna er að taka niður nöfn allra þeirra sem vilja og geta hjálpað okkur á sýningunni. Það vantar fólk í: Miðasölu, við að rífa af miða, umsjón í sal, í veitinga og minjagripasölu í sal og í veitingarsölu á 2. hæð. Búið er að fá teymi sem mun sjá um allt er snýr að bílastæðamálum úti. Nú er bara að srífa sig að skrá sig á syning@f4x4.is og helst að láta vita hve mikið viðkomandi getur unnið. Fram þarf að koma nafn, sími og netfang.
Og svo eins og alltaf ef þið hafið skemmtilegar hugmyndir þá endilega komið með kommennt.
Kv.
Sveinbjörn
29.08.2013 at 23:57 #766045Hvernig væri að halda þessum þræði uppi.
Hér er á ferðinni einn stæðsti viðburður félagsins, fyrir 5 árum héldum við eina glæsilegust bílasýningu sem haldin hefur vreið hér á landi og þó víðar væri leytað. Spurt er hvar finna aðrar þjóðir svona mikið magn af breyttum bílum ?????
Hvernig væri að félagsmenn sýndu þessu nú smá áhuga það eru bara 14 dagar þangað til að sýningin verður opnuð.
kv.
Sveinbjörn
30.08.2013 at 17:14 #766047Ég kom við hjá HljóðX á leiðinni úr vinnu.
Þeir eru með 8 stk 40" skjái lausa sýningarhelgina.
Skjáirnir eru ekki með USB tengi en flestum öðrum tengjum þannig að það þarf að redda fartölvu eða þessháttar ef á að vera með myndasýningu.
Ég var ekkert að nauða í þeim varðandi verð eða afslætti, það er betra að sjá hve margar nefndir og deildir vilja leigja skjái áður en maður fer að spá í slíku. Það verður vonandi komið á hreint eftir fundinn á mánudagskvöld.
30.08.2013 at 22:49 #766049Glæsilegt Jón Gunanr.
Ég er búin að heyra í Litlunefndinni, Skálanefndinni og smá uppl. frá Umhverfisnefndinni. Aðrar nefndir hafa ekker haft samband.
Vonandi fer nú eitthvað að gerast í þeim málum.
Kv.
Sveinbjörn Halldórsson
31.08.2013 at 09:06 #766051Nafnið er Jón Guðmundur, en ég hef engann rétt á að kvarta, get sjálfur aldrei munað nöfn rétt…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.