This topic contains 2 replies, has 3 voices, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 9 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagsmenn og aðrir þáttakendur.
Þessi þráður er til að láta vita af þáttöku á afmælishátíð F4x4 sem verður um næstu helgi laugardaginn 8 ágúst í Setrinu. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur. Allir velkomnir.
Þeir sem áhuga hafa á að vera alla helgina í Setrinu vinsamlega látið Skálanefnd vita svo hægt verði að taka frá pláss. Skálagjöld samkvæmt gjaldskrá. skalanefnd@f4x4.is
Gljúfurleitin er eina færa leiðin upp í Setur. Leiðin norður fyrir Kerlingarfjöll og um Illahraun er illfær og ekki ráðlegt að fara hana vegna snjóa og bleytu.
Það er oft hvetjandi til þáttöku að vita hverjir fara og fjöldi þeirra. Einnig mega menn ekki gleima að taka myndir í ferðinni og setja inn á okkar geisivinsælu og virku myndasíðu. 😉 Einar Sól hringdi í mig og bað mig að stofna þráð fyrir sig. Til gamans má geta að Strumparnir eru 15 ára á þessu ári.
Þáttökulisti:
- Einar Sól yfirstrumpur. 10 manns á 6 jeppum. Einar verður að sjálfsögðu á fremsta bíl. 😉
- Birgir Gíslason. 2 munnar mæta í vöfflur og gista.
- Rúnar Sigurjónsson. Bætist á vöflulistann. Situr í hjá Einari Sól. Það fer vel á því. Tveir sem alltaf eru fremstir.
Kv. SBS.
You must be logged in to reply to this topic.