This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 12 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Gott kvöld
Á þessu ári er Litlanefnd 10 ára. Í því tilefni mun síðasta ferð vetrarins vera kölluð afmælisferð og þar sem fyrsta formlega ferð nefndarinnar var farin í Landmannalaugar, ætlum við að gera eins og stefnum því á dagsferð í Laugar á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl n.k.
Við viljum sérstaklega hvetja fyrrum Litlunefndarmenn að koma með okkur og fagna þessum tímamótum.
Kynningarfundur vegna ferðarinnar verður mánudagskvöldið 16. apríl og þá verður einnig stutt námskeið fyrir byrjendur í jeppamennsku.
Opnað verður fyrir almenna skráningu í ferðina fimmtudaginn 12. apríl, fylgist með því hér á vefnum.
Þar sem farið er að hlýna í veðri má eiga á hættu að búið verði að loka leiðinni í Landmannalaugar þegar kemur fram að 19. Ef svo er, höfum við varaferð á Langjökul frá Húsafelli. Þetta kemur þó allt í ljós þegar nær dregur.
Ferðalangar takið frá Sumardaginn fyrsta í flotta vetrarferð, síðustu ferð Litlunefndarinnar á þessu starfsári !!!
Kv. Óli, Litlunefnd
You must be logged in to reply to this topic.