This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 11 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sæl.
Nú er svo komið að Jón snæland er að leggja lokahönd á bókina okkar og verður hún send í prentun núna um mánaðarmótin (ágúst – sept). Það eina sem eftir er að gera er að selja auglýingar í bókina og hefur Einar Sól farið um og selt auglýsingar. Nokkur fyrirtæki hafa panntað hjá honum eða allanvegan gefið vilyrði fyrir kaupum á auglýsingu. Ég vil líka bjóða félagsmönnum að kaupa auglýsingu í bókina fyrir sig eða fyrirtækin sín.
Sú hugmynd kom upp að ef félagsmenn vildu kaupa svokallaða logó auglýsingu og nýta hana með því að setja mynd af bílnum sínum og síðan kveðjuorð undir, þá kæmi það mjög flott út. Kostnaður af svoleiðis auglýsingu er með vaski 25,100 kr. auk þess var hugmynd að þeir sem vildu kaupa svona auglýsingu fengju síðan góðan afslátt á bókinni (verð bókarinnar er ekki ákveðið).Kv.
SveinbjörnHér er bréfið sem sent er á fyrirtækin (bókin vrður í A4 broti):
Reykjavík 13. ágúst 2013Ágæti viðtakandi.
Ferðaklúbburinn 4×4 varð 30 ára fyrr á þessu ári. Af því tilefni er nú unnið að gerð bókar sem áætlað er að komi út síðar á þessu ári en í henni verður sögð saga klúbbsins í máli og myndum allt frá stofnun hans fram á þennan dag. Fyrir liggur að útgáfa sem þessi er mjög kostnaðarsöm og hefur klúbburinn því ákveðið að leita til félagsmanna sem og annarra velunnara félagsins varðandi stuðning við þetta verkefni. Stuðningurinn verður í því fólginn að hægt verður að kaupa auglýsingar sem birtast munu í bókinni.
Hér að neðan má sjá verðskrána:
Logó auglýsing Stærð 90 X 55 mm 25.100,- krónur með virðisaukaskatti.
Kvartsíðu auglýsing Stærð 90 x 115 mm 43.925,- krónur með virðisaukaskatti.
Hálfsíðu auglýsing Stærð 184 x 116 mm 73.300,- krónur með virðisaukaskatti.
Heilsíðu auglýsing Stærð 368 x 235 mm 125.500,- krónur með virðisaukaskatti.
Ef keypt er hálf- eða heilsíðu auglýsing fylgir með eitt eintak af bókinni árituð.
Ef þú hefur áhuga að að styrkja klúbbinn með kaupum að einhverju af ofangreindu ertu vinsamlega beðinn um að hafa samband við skrifstofu klúbbsins í síma 568-4444 eða með tölvupósti á F4x4@f4x4.is fyrir 30. ágúst 2013.Bestu kveðjur.
Ferðaklúbburinn 4×4.
You must be logged in to reply to this topic.